Reykvíkingar of frekir?

Borgarstjórinn í Reykjavík er með skýringar á óánægju íbúana, en samkvæmt samræmdri þjónustukönnun Gallup eru íbúar Reykjavíkur óánægðastir allra með þjónustu við aldraða, fatlaða, barnafjölskyldur, grunnskóla og leikskóla. Dagur fullyrðir að Reykvíkingar séu "kröfuharðari en aðrir":

http://www.ruv.is/frett/reykvikingar-krofuhardir-segir-dagur

Íbúar nágrannasveitarfélaga eins og Garðabæjar og Seltjarnaness eru þá sennilega með minni kröfur. 

Nú er það svo að þessi málaflokkar eru frekar stórir hjá borginni.
Þeir taka til sín mikils meirihluta útgjalda borgarinnar.
Þeir ná til flestra íbúa borgarinnar. 

En svo er það rökfærslan: 

Óánægja getur varla talist vera sama og kröfuharka.
Ef svo væri þá væru þau svæði í heiminum þar sem óánægja væri mest þau allra kröfuhörðustu svæði í heimi. 

Varla er það svo?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband