1,6% sögðu JÁ - ríkisstjórnin er umboðslaus

Þetta er meiri munur en menn óraði fyrir - svipaður munur á NEI og JÁ og þegar samþykkt var að segja sig frá Dönum en þá greiddu 97% atkvæði með sjálfstæðinu. Þegar aðeins er tekið tillit til þeirra sem sögðu JÁ og NEI miðað við tölurnar nú sögðu 98% NEI og minna en 2% JÁ.

Þáttakan var með allra mesta sem þekkist þegar þjóðaratkvæðagreiðslur eiga sér stað og allt tal um slaka kjörsókn er slappur spuni.  Þeir sem ekki taka svona skýra afstöðu alvarlega ekki heima í stjórnmálum.

Viðsemjendur Íslands vissu það fyrir að ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að semja án frekari stuðnings stjórnarandsöðu eða þjóðarinnar.

Ég er sammála Styrmi Gunnarssyni sem skrifar góða grein í dag. Þetta gæti verið upphafið af auknu beinu lýðræði.


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband