Virðingarvert

Mér finnst Björgvin taka hér bæði rétta og virðingarverða ákvörðun. Kvartað hefur verið undan því að menn hafi ekki gengist við ábyrgð eða axlað ábyrgð. Hér víkur Björgvin af þingi þar sem mál hans er til umfjöllunar af þingmönnum.
Það ber að virða.

Nú hefur Illugi Gunnarsson ákveðið að taka sér launalaust frí á meðan mál peningamarkaðssjóðanna eru til skoðunnar. Þetta er góð ákvörðun.

Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir látið af embætti varaformanns og tekið sér leyfi frá þingstörfum. Þetta er líka rétt og virðingarverð ákvörðun.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... gaman að svona bernskum stjórnmálaskýringum Auðvitað tók samspillta flokksvélin þessa ákvörðun fyrir Björgvin. Fótgönguliða er fórnað fyrir ISG. Svo getur EA dundað við jólaborðann - he, he, hermaur

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Eru ekki allnokkrir í þínum herbúðum sem taka mættu riddarann hugumprúða sér til fyrirmyndar ?

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ertu ekki á ansi hálum ís Eyþór minn?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 16.4.2010 kl. 15:54

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Munið það að Björgvin fer "tímabundið" af þingi. Það er ekki eins og mannfýlan sé að viðurkenna nokkurn skapaðan hlut. Frekar en aðrir þarna í Gaggó Aust.

Heimir Tómasson, 16.4.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Og áfram fjúkar hausarnir!

Auðun Gíslason, 16.4.2010 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband