Sóknarfæri í mótbyr

Ísland hefur svo sannarlega verið í sviðsljósinu síðustu árin. Haustið 2008 var Ísland í einu aðalhlutverkinu þegar heimskreppan skall á. Við vorum fyrst niður og fórum bæði hratt og hart. Hvergi hrundi bankakerfið með sama hætti og hér. Og hvergi hafði það blásið eins mikið út og eru þó margar bankablöðrur stórar.

Móðir náttúra á svo sviðið á yfirstandandi ári og er árið 2010 ár uppgjörs og eldsumbrota. Eyjafjallajökull er orðinn heimsfrægur ógnvaldur flugfarþega og meðvitund mikil um jarðhitann á Íslandi.

Á sama hátt og við náum að nýta jarðhitan til að kynda húsin okkar og framleiða rafmagn er sóknarfæri í eldstöðunum. Það er ekki einfalt að nýta sér þetta sóknarfæri en það tekst ef við erum samtaka um að hræða ekki útlendinga og gera eldstöðvarnar að aðdráttarafli. Við höfum séð það svartara og nú er að vinna rétt úr stöðunni. Forsetinn má leggja sitt af mörkum líka.


mbl.is Ísland aldrei verið „jafnlifandi“ kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Hann má leggja sitt af mörkum með að hundskast til að segja af sér áður en hann klúðrar meiru.

Heimir Tómasson, 5.5.2010 kl. 20:25

2 identicon

Það þarf ekkert forsetann til að hræða menn frá Íslandi. Það að flugvélar séu kyrrsettar og farþegar sér strandaglópar hingað og þangað um heiminn er nóg til þess. Ég skil vel að menn hugsi sig um tvisvar um hvort þeir komi hingað eða ekki vitandi það að hugsanlega verði þeir strandaglópar á eyju langt úti á Atlantshafi.

Hann má ekki opna kjaftinn þá verður allt vitlaust! 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband