Undir eldfjallinu

Staðan fyrir austan fer að verða mjög alvarleg ef eldgosið heldur lengi áfram. Það þarf sterkar taugar að vera í búskap undir virku eldfjalli. Á sama tíma er ferðamannaþjónustan í gíslingu öskunnar. Framlag til kynningarmála frá ríkinu var myndarlegt. Ekki veit ég hvað fæst bætt af tjóni bænda en það er sjálfsagt bara brot. Allir þeir sem hafa verið að leggja hönd á plóg í björgunarstarfi eiga þakkir skildar.
mbl.is Dökkur mökkur eftir skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 ég er komin á Selfoss á ný og klár í kaffiuppáhellingar ef þarf.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2010 kl. 13:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Staðan er orðin alvarleg. Mat Ólafs á Þorvaldseyri var nokkuð rétt þegar hann gaf út tikynninguna um að hann og fjölskilda hanns hyggðust leggja niður búskap á Þorvaldseyri um stundarsakir.

Jafnvel þó gosið hætti strax, er þegar komið svo mikið af ösku á svæðið að illbúandi verður þar í sumar, auk þess sem aurarnir í Markarfljóti rjúka upp við minnsta vind.

Nú ætti að vera komin í gang vinna við að athuga hvort ekki sé hægt að útvega þessu duglega fólki skjól fyrir sig og skepnur sínar annarsstaðar, þar til öskufjúk og leirburðurinn er yfir staðinn. Þetta kostar væntanlega töluverða peninga, en það verður ekki séð annað en að nauðsynlegt sé að veita fjármagni til þessa.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2010 kl. 15:38

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er alveg laukrétt Gunnar. Það er skelfileg tilhugsun ef þessi viðbjóður á eftir að mokast þarna upp úr fjallinu í marga mánuði í viðbót að maður tali nú ekki um ár eða meira.Það bara verður að fara að gera einhverjar róttækar ráðstafannir í að koma fólki og fénaði þarna burtu. Það er ekki hægt að pakka lambfé svona á húsi fram á sumar,Rollurnar hætta að éta og geldast,og svo eru þrengslin mjög vond.Og í annan stað má ekki hreifa vind þá er ösku djöfullin komin inn um öll hús.Þetta er algerlega óviðunandi ástand.

Þórarinn Baldursson, 10.5.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband