Niðurskurður og skurðsstofur

Sú áhersla að skera einna mest niður hjá tveimur kragasjúkrahúsunum þarf skoðunar við. Við fyrstu sýn virðist blasa við að skurðsstofur verði aflagðar á þeim sjúkrahúsum sem hafa frekar lágan kostnað. Þetta er reyndar umdeild stefna. Þess vegna fagna ég þessari yfirlýsingu Guðbjarts Hannessonar. Miðað við þær tölur sem ég hef séð er veginn launakostaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands mun lægri en Landspítalans. Sama virðist vera með kostnað per aðgerð. Reyndar hefur verið sýnt fram á að hér geti munað verulegum upphæðum og þá er spurningin hvort hér sé um sparnað að ræða ef sjúklingar þurfa að sækja þjónustu í einingu sem er dýrari í rekstri. Sama á sjálfsagt við um Suðurnesin og Suðurland. Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga hafa bent á þennan samanburð með ítarlegum hætti. 

Gott væri að fá að vita hverjir unnu þær forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákveðið er að skera niður um tugi prósenta á landsbyggðinni en krónutala höfuðborgarinnar er nær óbreytt. Inn í forsendurnar kann að vanta ólíkan launakostnað og svo samfélagslegan kostnað við að aka á milli staða með sjúklinga og aðra þætti. Þetta á við um fleiri málaflokka og er ekki ólíklegt að viðhorf til fangelsins á Hólmsheiði mótist af viðhorfi höfuðborgarinnar. Ég treysti því að Guðbjartur kynni sér málið vel og fari yfir forsendurnar með forstjórum kragasjúkrahúsanna á þeim vikum sem enn eru til stefnu.  

 

 


mbl.is Mun endurmeta tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Minni sjúkrahúsin geta tekið allar minni aðgerðir sem Landspítalinn gerir og gert þær fyrir 30 % af kostnaðinum. Því þar er sveigjanleiki, þar er ekki verið að skjóta aðgerðum á frest vegna skurðstofuleysis og þú þarft ekki að liggja á ganginum eða inni á skoli. Lansahagfræðingar hafa ekki einu sinni rökstuddar tölur hvað aðgerðirnar kosta sem er kostulegt þar sem mikið fé hefur farið í dýr tölvukerfi sem mæla hagkvæmni, gæði, ferli, osfrv. Svo eru boðleiðirnar of langar, sjúklingar fluttir milli álma og alls konar bið og tafir.

Það er verið að skera undan sér með þessum "hagræðingum". Reyndar var nú ekki mikið þar fyrir.

No balls and no brains management. 

Árni Þór Björnsson, 2.10.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Það er út í hött að tala um sparnað í þessum tillögum. Þarna er um tilfærslu á fé að ræða, frá landsbyggðinni yfir á höfuðborgarsvæðið.

Sá kostnaður sem ríkið sparar sér er færður yfir á notendur þjónustunnar, ofan á allar aðrar hækkanir á sköttum og þjónustugjöldum heilbrigðiskerfisins. Ja, það er greinilega víða matarholan hjá embættismönnum fjármálaráðuneytis.

Og eins ömurlegar og þessar niðurskurðartillögur eru fyrir þá sem eru svo óheppnir að veikjast eða eignast börn eða liggja banaleguna úti á landsbyggðinni þá tekur út yfir allan þjófabálk sú meðferð sem fatlaðir og öryrkjar fá í þessum tillögum. Er það virkilega svo að við séum orðin svo illa stödd að við þurfum að níðast hvað mest á þeim sem minnsta möguleika hafa á að bera hönd fyrir höfuð sér ?

Eins og vitlaust var gefið í góðærinu þá þarf að gefa upp á nýtt í þetta skiptið. Það er ekki líðandi að niðurskurður skuli að langmestu leiti bitna á landsbyggðinni og þeim sem minna mega sín. Nema við séum að sjá margumtalaða skjaldborg velferðarstjórnarinnar.

Skjaldborg sem miðar að því að halda störfum á höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar. Þar eru jú flestir kjósendurnir.

Megi þetta lið búa við ævarandi skömm.

Hjalti Tómasson, 11.10.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband