Breytt um kúrs

Fyrsta fjárhagsáætlun eftir kosningar var lögð fram í gær í bæjarstjórn Árborgar. Árangur mikillar vinnu starfsfólks, íbúa og kjörinna fulltrúa þar sem allir bæjarfulltrúar komu að verki birtist nú í skýrum umskiptum frá taprekstri í jákvæða afkomu af rekstri samstæðunnar. 

Afgangur var síðast árið 2007 og þá var hvalreki í formi hlutabréfasölu af Hitaveitu Suðurnesja sem skilaði langmestu. 

Nú er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður fyrir meira en 3 hundruð milljónir. Þannig minnka skuldir og fara úr 9.3 milljörðum í innan við 9 milljarða. Skuldir á íbúa fara undir 1 milljón. Enn eru skuldir þó of háar og verður áfram unnið að hagræðingu. Dýrustu krónurnar eru þær sem fara í vaxtagreiðslur. Sú fjárfesting að greiða niður skuldir er nauðsynleg svo við séum með traustan grunn til sóknar. 

Þótt margir hafi skoðanir á hinum ýmsu einstöku málum er ég viss um að allir hljóti að vera sammála um þessi aðalatriði.

mbl.is Skuldir Árborgar lækka í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Frábær árangur. Ánægður með ykkur.

Heimir Tómasson, 8.12.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk fyrir Heimir!

Eyþór Laxdal Arnalds, 8.12.2010 kl. 22:59

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þið eruð bara kraftaverkamenn þarna/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 8.12.2010 kl. 23:31

4 Smámynd: Njörður Helgason

Þið hafið greinilega tekið við allgóðu búi. Með slatta af nújum skólum og ákveðnum framkvæmdum. En eruð að snúa rekstrinum við. Sem er ekki vont miðað við þá stöðu sem fyrrverandi ríkisstjórn skilaði þjóðfélaginu.

Ykkar staða er skárri.

Njörður Helgason, 9.12.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

flott

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband