Góð og mikilvæg staðfesting

Neyðarlögin voru nauðsynleg og hafa nú hlotið staðfestingu ESA. Þar með er óvissu eytt.

Sagan mun líka dæma þá ákvörðun vel að ríkið skyldi ekki dæla inn þúsund milljörðum í bankana í október 2008.
Þá stóð til að setja um 500 milljarða af erlendum eignum lífeyrissjóðana með.
Auk þess var kvartað yfir því að lánalínur Seðlabankans væru ekki nýttar í sama tilgangi sem skyldi.

Það má þakka Geir Haarde forsætisráðherra og bankastjórn Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar að ekki fór verr. Gott er að menn reyndu ekki að "bjarga málum" með vonlausum björgunarpökkum í miðju hruninu.

Hér er svo staðfest að neyðarlögin standast skoðun. Án þeirra hefði Ísland orðið óstarfhæft.
Að þessu öllu ofangreindu er Ísland betur statt en Írland.


mbl.is Neyðarlögin ekki brot á EES-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Neyðarlögin byggja á þeirra þjóðréttarlegu stöðu landsins, að Ísland er sjálfstætt ríki. ESA á auðvitað ekki annara kosta völ en að viðurkenna þá staðreynd. Ríkisstjórnin lifir hins vegar í þeim draumaheimi, að land og þjóð hafi nú þegar verið lögð undir yfirráð Evrópuríkisins og því megi ekkert gera sem styggir lénshöfðingja nýlenduveldanna.

 

Eftir úrskurð ESA, ríkir mikil sorg í herbúðum Sossanna því að lygar þeirra um réttmæti Neyðarlaganna hafa verið afhjúpaðar. Ekki er lengur hægt að hóta með refsingum frá dómstólum Evrópuríkisins, ef almenningur á Íslandi axlar ekki Icesave-klafann. Enginn trúir lengur þeim heimskulegu fullyrðingum Icesave-stjórnarinnar, að Ragnarök blasi við ef forsendulausar Icesave-kröfurnar eru samþykktar.

 

Eftir niðurstöðu ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) er ekkert eftir af Icesave-málinu nema eindreginn vilji ríkisstjórnarinnar til að sökkva hagkerfi landsins í svartan sæ. Jafnvel sérfræðingar ESB eins og lögfræði-prófessorinn Tobias Fuchs, skrifa lærðar ritgerðir um þá heimskulegu fyrirætlan að reyna að innheimta skuldir einkabanka hjá almenningi á Íslandi.

 

Með áliti ESA var slæðunni lyft og nöturlegar blekkingar ríkisstjórnarinnar blasa við. Fullyrða má því að Icesave-málið er komið á beinu brautina og hagsmunir almennings á Íslandi eru tryggðir, svo framarlega sem ríkisstjórnin verður gerð aftur-reka með Icesave-samning III.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband