Hagvöxtur í raun?

Er raunverulegur hagvöxtur á Íslandi ţegar tugir milljarđa hafa fariđ í einkaneyslu úr séreignarsparnađi og međ yfirdráttarlánum?

Hagvöxtur sem byggist alfariđ á lántökum er einskis virđi. Ţađ ćttum viđ ađ vita eftir eignabólur síđustu ára.
Búmennska sem sýđur súpu af sođnu útsćđi er minna en einskis virđi.

Tölur Vinnumálastofnunar mćla minnkandi atvinnuleysi, en tölur Hagstofunnar mćla minnkandi atvinnuţáttöku.
Blekkjum ekki sjálf okkur međ röngu bókhaldi.

Heimilin hafa rekiđ sig áfram međ ţví ađ eyđa sparnađi sínum. Nú hafa yfirdráttarlán tvöfaldast á stuttum tíma. Slíkt kann ekki góđri lukku ađ stýra og getur aldrei talist "sjálfbćrt".
Frysting lána, vaxtabćtur, úttekt lífeyris og yfirdráttarlán eru skammtímafrestun vandans en engin lausn.

Skattagleđin skilar sér seint í sjálfbćrum tekjum en dregur markvisst úr fjárfestingu, einmitt á ţeim tíma sem viđ ćttum ađ vera međ öfluga fjárfestingu í iđnađi, orku og ferđaţjónustu.

Hagvöxtur er á stundum ofnotađ hugtak. - Gćtum ađ ţví hvađ er í raun á bak viđ hann.


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Góđ grein. Ţegar makríllinn er tekinn út, er samdráttur í ţjóđfélaginu.

Sigurđur Ţorsteinsson, 12.9.2012 kl. 22:28

2 Smámynd: Óskar Guđmundsson

Eins og réttilega kom fram á ţinginu í kvöld telur ríkisstjórnin sig vera ađ veita meira fé í velferđarmál... ţegar í raun er veriđ ađ greiđa fleirum atvinnuleysisbćtur.

Eins og viđ almenningur vorum gagnrýnd fyrir ađ lengja í lánum hefur sitjandi stjórn veriđ ađ lengja í lánum AGS og eru ţau ađ hćkka í vöxtum út 2,75+Libor í 6,15% í dollar, nokkuđ sem er fáheyrt í fjármálaheimi heimsins.

Óskar Guđmundsson, 12.9.2012 kl. 23:20

3 Smámynd: Sumarliđi Einar Dađason

Sammála ţessu.

Sumarliđi Einar Dađason, 13.9.2012 kl. 11:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband