Ingibjörg í Ísrael

Sjón er sögu ríkari segir máltækið og eitt er víst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er margs vísari eftir að hafa komið til Ísrael og farið inn á heimili sem nýlega var sprengt af hryðjuverkamönnum. Það er raunveruleikinn sem fólkið býr við og er okkur blessunarlega framandi. Ingibjörg telur reyndar að Íslendingar geti komið að málum í friðarferlinu, en hvort að það sé raunhæft skal ósagt látið. Hitt er annað mál að það er hverjum manni hollt að kynna sér málin fyrstu hendi, ekki síst ef Ísland fer að greiða atkvæði í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eyþór minn hugsar þú ekkert um þá staðreynd að hér er öllu öðru en fjármagnseigendum haldið niðri. Ekki er ég að gagnrýna það að við reynum að efla alþjóðleg tengsl, heldur finnst manni ankannanlegt að meðan fyrirmenni þjóðarinnar ferðast út um allan heim. Þá eru margir hópar hér að lepja dauðan úr skel, svo sem einstæðar mæður, einstæðir feður og bótaþegar af hinu ýmsa tagi og síðan kemur hið opinbera og lofar bættum samgöngum. Sem eru síðan litlar sem engar þegar á reynir, Þó erum við þegnar í "ríki" sem er svo auðugt: (allavega á tyllidögum) eða þannig. Ekki getum við mannað okkar heilbrigðiskerfi, stöndum yfir höfuð svo illa í flestum velferðarmálum að við þurfum nær alltaf að nota einhverjar skítreddingar.

Eiríkur Harðarson, 19.7.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þá segi ég Eiríkur minn, auðvitað þurfum við að hugsa um þá sem minna mega sín og allt það. Eeeeeen, heldur þú að við værum betur stödd, ef stjórnmálamenn lokuðu augunum fyrir því sem er að gerast útí heimi.  Því fer fjarri að ég styði skoðanir Eyþórs, svon alla jafna, en ég veit að við værum enn í moldarkofunum ef kommonisminn hefði fengið að ráða hér ríkjum.  Við þurfum fjármagn, til þess að halda uppi velferðarríki.  Og engum treysti ég betur en nöfnu minni Sólrúnu til að nálgast það takmark okkar að sem allra flestir hafi það gott hér á landi sem og annarstaðar.  Við getum ekki tryggt það að þeir sem haldnir eru ólæknandi sjálfseyðingahvöt, hafi það gott.  Samt erum við að reyna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.7.2007 kl. 15:23

3 identicon

Það er fullt af rugli sem er hægt að skera, svona utanríkisferðir eru ekkert dýrar miðað við fullt af ónauðsynlegum gæluverkefnum sem eru innanlands. T.d. þarf hver skattgreiðandi að borga allavega 100 þús krónur í nýja tónlistarhúsinu, hversu margir munu fara þangað það oft að slík upphæð borgi sig? Í hvert skipti sem einhver kaupir sinfóníumiða þá niðurgreiðir ríkið það um marga þúsundkalla.

Ef við erum ekki til í að borga utanlandsferðir þá gætum við alveg eins sleppt því að hafa utanríkisráðherra, við getum ekki ætlast til þess að allir komi til okkar í utanríkismálum. Sumar þjóðir senda tugir eða hundruðir manna í utanríkisferðir með einkaþotum, við erum allavega hófleg í þessari útrás okkar.  

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 20:30

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvernig væri nú bara að hætta þessu tuði á blogginu?

Guðmundur Björn, 21.7.2007 kl. 15:19

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:28

7 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ingibjörg og Ólaf Ragnar til sátta í miðausturlöndum?

ingibjörg sólrún hefur farið mikinn í austurlöndum nær undanfarna viku. Ég man reyndar ekki eftir því að hún hafi verið beðin um þetta sérstaklega í nýliðnum kosningum að gerast ferðamaður í austurlöndum með samningsumboð uppá vasann. Það eru nokkrir hlutir sem mér finnst skipta máli í þessu frumhlaupi.

  1. Palestínu arabar eru það sem var kallað Filistar Biblíunni. Það er aðeins ein ástæða fyrir því að þeim var ekki útrýmt eftir að Davíð feldi Golíat, það var að konur þeirra voru fallegar.
  2. Það virðist vera að það sé gleymt að Palestínumenn hafa verið brottrækir frá öllum sínum bræðrum. Jórdanía, Líbanon, Sýrland, Egiptaland hafa allir gefist upp á þeim og gert þá brottræka úr sínu landi. Arabar hafa hinsvegar alltaf séð sér hag í því að styðja þá.
  3. Ég minnist þess ekki að hafa berið ingibjörgu um að gerast sáttasemjari ásamt ólafi ragnari grímssyni í austurlöndum. Um þetta hefur ekki verið rætt
  4. Ég get ekki séð landkynninguna í þessu
  5. Ég get ekki séð að það hjálpi okkar friðsæla samfélagi að draga okkur inní þessi átök sem stjórnast af þúsunda ára heift og mannvonsku. Bæði af hálfu Ísraela sem og Filista.
  6. Hvaða reynsla og þekking er í samfylkingunni til að leysa þessar deilur? Ég man ekki eftir því að kvennalistinn hafi borið sig sérstaklega eftir því að kynna sér málið frá báðum hliðum. Mig rekur hinsvegar minnið í mikið tilfinningalegt upphlaup sem getur aldrei verið þekking til samningagerðar.

 Þessar hugsanir snúast fyrst og fremst að vanhæfni kvennalistans og ólafs til að takast á við vandamálið ekki að deilu Gyðinga og Palestínumanna. Ásamt því að sagan segir okkur það að deilan er óleysanleg með öllu. Allar tilraunir hafa mistekist með öllu. Er hægt að semja við Hamas?

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 22.7.2007 kl. 14:27

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er af hinu góða að Ingibjörg Sólrún geri sér ferð til þessa átakasvæðis til að afla sér þekkingar af eigin raun. Hún gerir sér þó væntanlega vel grein fyrir því að þetta er aðeins fyrsta skref í löngu ferðalagi. Við skulum þó ekki vanmeta þann árangur sem næst með persónulegri viðkynningu við fyrirmenn deiluaðila sem er áfangi í að byggja upp nauðsynlegt traust á milli manna. Hins vegar er það rétt sem komið hefur fram að Norðmenn hafa lagt sig mjög fram við þekkingaröflun og að byggja upp persónuleg sambönd hjá báðum deiluaðilum og hafa þeir varið til þess miklum fjármunum og tíma. Íslendingar ættu að bjóða Norðmönnum fram þá aðstoð sem þeir teldu henta í stöðunni - það væri farsælast í þeirri viðkvæmu stöðu sem við horfum upp á í hverjum fréttatíma.

Grundvallaratriðið er þó að einangra öfgaöfl beggja deiluaðila og uppræta hryðjuverkastarfsemi. Það er nauðsynleg byrjun á friðarferlinu.  

Jón Baldur Lorange, 23.7.2007 kl. 01:15

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Það hefur sína kosti að hún sé svona mikið í útlöndum

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.7.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband