Er Jesú hættulegur börnunum?

Pólítískur réttrúnaður er í tísku um þessar mundir, enda er eitt heitasta málið á Alþingi fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um lit á fötum nýfæddra barna. Nú er svo komið að kristilegur boðskapur er talinn "óheppilegur" fyrir börn! Til að gæta jafnræðis í anda pólítísks réttrúnaðar má ekki mismuna trúarbrögðum og í skjóli þess er hart sótt að kristinni trú. Nú er það svo að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að boðskapur Jesú Krists sé umburðarlyndur og mannbætandi. Um það eru menn sammála. Mér finnst því með nokkrum ólíkindum ef ákveðinn hópur fólks telur það sérstakt forgangsmál að úthýsa kristni úr skólum landsins og hafa stofnað með sér þrýstihóp. Hópur þessi fagnar nú áfangasigri þar sem kristilegt siðgæði er ekki lengur að finna í nýjum lagafrumvarpi um grunnskóla. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar góða grein um þetta mál í 24 stundum í dag. Það fólk sem nú berst gegn Jesú í skólum landsins vill sjálfsagt hætta með "litlu jólin" og annað sem tengist jólunum svo sem jólaskreytingar, jólalög og jólagjafir. Sennilegast vill þessi hópur ganga skrefið til fulls eins og gert hefur verið í Bretlandi nýverið; að banna jólin. Í sumum breskum bæjum hafa yfirvöld hætt að kalla jólin "Christmas" og nota í staðinn heitið "Winterval" til að gæta "jafnræðis". Á Íslandi má eflaust búast við því að "jól" verði breytt í "Sólstöðuhátið" eða "Vetrarhvörf" til að gæta pólítísks réttrúnaðar. Af hverju að stoppa þarna? Af hverju ekki að banna sagnfræði þar sem þar eru umdeildir hlutir og mismunandi áherslur? Af hverju ekki að banna íslenskukennslu sem skyldufag? Hvar á að stoppa? Ég hefði haldið að önnur mál væru meira aðkallandi en þessi. -------------------------------------------------------------------------------- Hér að neðan er svo fyrirspurnin um fatalitinn: 135. löggjafarþing 2007–2008. Þskj. 318 — 284. mál. Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um aðgreiningu kynjanna við fæðingu. Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur. 1. Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkrastofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum armböndum og stúlkur með bleikum? 2. Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki aðgreind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef verulegar áhyggjur af þeirri afstöðu sem kemur fram í nýju grunnskólalögunum, hvað þá hugmyndum um að banna litlu jólin. Sjálfstæðismenn, sem bera virðingu fyrir arfleifð og trú þjóðarinnar þurfa að fara að láta til sín heyra á afgerandi hátt, sér í lagi að koma vitinu fyrir menntamálaráðherra.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Guðný Lára

usss.. þetta samfélag er að ganga svo mikið út í öfgar að það er hneykslanlegt!! Kærleikur er góður, kærleikur jesú eða annarra getur varla verið svo slæmur? Kærleikurinn er betri en ekkert í okkar hraða samfélagi þar sem foreldrar eiga oft ekki kost á að verja nægum tíma með börnum sínum..!

Hugsanlega væri þó hægt að gera málamiðlun ... Afhverju ekki að stuðla frekar að trúarbragðafræðslu inn í skólunum þar sem við lifum í fjölmenningarsamfélagi?! Trú, von og kærleikur á að færa okkur eitthvað gott, en við vitum öll að flest stríð og/eða manndráp eru tengd trúarbrögðum einhverskonar! En ef börnin fá að kynnast trú hvors annars og læra að virða einstaklinginn og hans skoðanir.. gæti heimurinn þá ekki orðið ögn betri?

Hvað varðar jólin þá má bara ekki kalla þau annað!!! þetta eru jól!! Ég veit einnig til þess að fólk í örðum trúfélögum hérlendis halda jólin þó svo að þeirra trú segi til um annað! Þetta er gert fyrir börnin.. og er algerlega ákvörðun foreldranna! Mér finnst það sætt og sýna þroska! Þessi umrædd börn fæddust inní kristnatrú, síðar ákváðu foreldrarnir að skipta um trúfélag! Foreldrarnir tóku ákvörðun fyrir sjálf sig ekki börnin. Börnin fá að ákveða seinna fyrir sig, og á meðan kynnast þau trúarbrögðum almennt :)

Að lokum... mér þykir mjög leitt ef það á að banna bleikann og bláann lit í barnafötum inn á fæðingardeildinni!! Það er bara út í hött  góða helgi...

Guðný Lára, 30.11.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn er algerlega andvígur kristnifræðslu af öllum gerðum í skólum landsins og telur hana beinlínis skaðlega börnum.   Hins vegar sér Púkinn ekkert athugavert við jólin, enda eru þau í eðli sínu hundheiðin vetrarsólstöðuhátíð, eins og greinilegt er séu jólasiðir Íslands og nálægra landa skoðaðir.

Hátíð ljósa og gjafa, með góðum og miklum mat....það er ekkert "kristilegt" við það. 

Púkinn, 30.11.2007 kl. 13:34

4 Smámynd: Hinrik Már Ásgeirsson

Íslenska ríkið þarf að einkavæða Kirkjuna og hætta að innheimta félagsgjöld fyrir hana.

Pólitíski réttrúnaðurinn hefur nú lengi vel verið einmitt að það megi ekki tala um að hrófla við þjóðkirkjunni. 

 Varðandi lit á barnaföt að þá hefur það ákveðið praktískt gildi svo börn víxlist ekki jafn auðveldlega.

Hinrik Már Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 13:38

5 identicon

Þú misskilur þetta algerlega, menn eru ekki að segja að kristur sé óheppilegur fyrir börn, menn eru að segja að trúboð á ekki heima í skólum, það er móðgun fyrir þá sem eru ekki í þessum trúarsöfnuði.
Þetta er ekki árás á kristni þetta er einfaldlega réttmæt krafa á að trúariðkun sé ekki stunduð í skólum.
Það þarf bara 1 foreldri að taka þetta fyrir mannréttindadómstól og ríkið/kirkjan mun verða bannað að stunda þetta í skólum.
Hverjum og einum er í lófa lagt að gera hvað sem er í þessum málum utan skóla.. .hvert er eiginlega vandamálið, hvernig er hægt að búast við virðingu manna á milli þegar svona er í pottinn búið.

Plís ekki vera að reyna að gera þetta að einhverju sem það er ekki

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:06

6 Smámynd: Haukur Hólmsteinsson

Síðan finnst mér þessi hugmynd um að trúlausir vilja banna litlu jólin ein heimskasta pæling á netheiminum í dag.
Í fyrsta lagi er ekki hægt að bera þetta saman við Bretana því að þar er orðið Christmas með tilvísun í Krist, ekki að ég sé með þróuninni þar þá er mér bara sama um hvað þeir kalla þetta.
Jól hins vegar segi ekki neitt, þetta er bara orð og hringir engum kristifræðilegum bjöllum. Hátíðin í dag finnst mér lítið kristileg en meira um frið og kærleik sem ætti ekki að einoka við einhverja trúarskoðun. Eigum við að hætta að halda þorrablót Eyþór? Við erum mjög fá Ásatrúar en höfum hins vegar ekki séð ástæðu til að hætta þessum heiðna sið, af hverju ekki? Jú af því að þetta er hluti af gamalli menningu okkar, alveg eins og jólin geta orðið.
Þú ert fastur í kristnilegum þankagang sem er vel skiljanlegt, en ekki reyna að þröngva einhverjum hugmyndum um boð og bönn á trúleysingja sem hafa ekki einu sinni verið stungin uppá.
Kennsla á að snúast um vísindi og staðreyndir, ekki gamlar kreddusögur.
Þær eiga heima í sunnudags"skólum".

Haukur Hólmsteinsson, 30.11.2007 kl. 14:16

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Á Íslandi má eflaust búast við því að "jól" verði breytt í "Sólstöðuhátið" eða "Vetrarhvörf" til að gæta pólítísks réttrúnaðar.

Og þar með opinberar Eyþór Arnalds vanþekkingu sína. Þú áttar þig líklega ekki á því að orðið jól er komið úr heiðni? Mér finnst að kristið fólk ætti frekar að breyta um nafn, kalla hátíðina sína kristsmessu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2007 kl. 14:46

8 Smámynd: Guðmundur Gunnlaugsson

Það er alger óþarfi að kenna sér fag sem heitir "Trúabragðafræði"! Skóli er stofnun þar sem við eigum að öðlast þekkingu. Trúarbragðafræði býður ekki upp á neina þekkingu ef það á að kenna hana sem einhvern sannleik eða sem vísindi. Það að þekkja sögu trúabragða er hins vegar skárra.

Það eru mikilvægari hlutir sem við gætum kennt í grunnskólum, sem eru ekki kenndir eða þá fá ekki eins mikla umfjöllun eins og t.d. sálfræði.

Ég skil ekki þessi tengsl eða afleiðingu sem þú dregur á milli þess að endurskíra jólin og svo að banna sagnfræði eða íslensku. Jafnvel þótt þú sért að meina (og kannski ertu að meina það) að banna trúabragðafræði eða kristinfræði og banna svo sagnfræði eða íslensku, þá er þetta ekki sambærilegt.

Svo að öðru (þar sem þetta er einkennilega uppsett bloggfærsla), þá er átta ég mig ekki á þessu með litina og aðskilja börnin... óþarfi að mínu mati.

Annars skemmtilegt efni til umræðu

Guðmundur Gunnlaugsson, 30.11.2007 kl. 14:49

9 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Við Íslendingar eigum ekki að banna kristinfræði því að í henni er nokkuð sem að sumir vilja meina að hafi gerst og aðrir ekki. Þetta er því gott því flestir vilja afla sér sem mestrar þekkingar hvort sem sú þekking er eitthvað sem manni líkar við eða ekki.

Varðandi litlujólin tel ég að þau eigi ekki að afnema. Mér finnst heldur að þau börn sem aðhyllist önnur trúarbrögð eigi þá heldur að fá það val að læra meðan eða eitthvað slíkt, þá held ég að þau myndu heldur kjósa að taka þátt í litlujólunum.
Ég er með nokkrum nýbúum í bekk sem ég tel að hefðu ekkert á móti því að taka þátt í þessari skemmtun.

Þetta með fötin sýnir það hvað afturhaldið hefur lítið að gera í þinginu.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 30.11.2007 kl. 15:21

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Það kemur fram hér á undan að Jól eru upphaflega heiðinn siður. Í dag kenna kristnir jólin við hátíð ljóss og friðar. Lítilll friður tel ég fyrir flesta íslendinga sem ganga af apagöflunum í kaupæði og kapphlaupi við eitthvað sem egninn veit hvað er. Svo er það líka orðið spurning um andlegt geðheilbrigði þjóðar þegar jólastúss er farið að halla í halla vel í einn þriðja úr árinu.  Ef við bætum við jólatimburmönnunum þá hallar það örugglega í helminginn af árinu. Svo er það þetta með kristinfræðikennsluna og allt það drifhvíta helgital. Túrariðkun á ekki undir neinum kringumstæðum að eiga sér stað inní menntastofnunum landsins og allt tal um nauðsyn þess að kenna siðfræði kristinnar kirkju er innihaldslaust fjas. Ef við viljum kenna siðfræði í skólum sem ég tel fullkomin ástæða til að gera þá þarf ekki að finna hana í kristinfræðum. Tek það fram að ég hef ekkert á móti því að fólk iðki trúarbrögð með þeim hætti sem hverjum og einum hugnast. 

Pálmi Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 15:42

11 Smámynd: Haukur Már Helgason

HAHAHAHAHA! Þú átt blogg dagsins Eyþór. Kristsmessa, jól, sólstöðuhátíð. Óborganlegt. Húmor af bestu sort!

Haukur Már Helgason, 30.11.2007 kl. 19:41

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Eyþór

Þú segir: "Nú er það svo að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að boðskapur Jesú Krists sé umburðarlyndur og mannbætandi. Um það eru menn sammála"

Samkvæmt könnun sem Þjóðkirkjan lét gera árið 2004 játa aðeins um 49% landsmanna Kristna trú þó að um 69% landsmanna telji sig trúaða. Um 11% voru óákveðnir en 19.1% töldu sig "ekki trúaða".

Þessi "yfirgnæfandi meirihluti" er vel þekktur misskilningur, m.a. vegna þess að Þjóðkirkjan hefur ákaflega lítið fjallað um þessar niðurstöður, hvað þá leiðrétt fólk sem heldur þessu fram, m.a. eigin presta.

Annars verð ég að biðja þig að kíkja á www.sidmennt.is og lesa fréttatilkynningu félagsins um þetta mál. Ég bloggaði einnig um þetta í dag. Málið snýst ekki um að ráðast á Kristni heldur að færa menntakerfið í það horf að jafnrétti sé gætt samkvæmt ráðleggingum Mannréttindaráðs SÞ og Mannréttindadómstóls Evrópu nú í sumar. Það er ekki við hæfi að kalla verndun menntaumhverfis barna frá trúboði "pólitískan rétttrúnað". Bk- Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 30.11.2007 kl. 20:37

13 Smámynd: Ingólfur

Eyþór, ég gæti allt eins spurt hvort jöfnuður, "boðskapur" Vinstri Grænna, sé hættulegur börnunum. Auðvitað er hann ekki hættulegur börnunum en það þýðir ekki að rétt sé að boða stefnumál VG í skólunum.

Það hefur enginn minnst á að banna litlu jólin eða skipta um kalla jólin eitthvað annað. Í huga flestra barna snúast jólin miklu meira um trúna á jólasveinana en trúna á jesú. Upphaflega eru jólin líka heiðin hátíð á norðurlöndunum og um mest allan heim hafa verið hátíðir á þessum tíma til þess að fagna hækkandi sól.

En hvernig stendur nú á því að frjálshyggjumenn séu samþykkir því trúboð sé stundað í skólunum?

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 03:07

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég þarf litlu við andmælin að bæta hér.  Þú kemur eins og Álfur úr heiðskýrum hól inn í þessa umræðu. Kannski er það með vilja gert.  Lestu þig nú til og líktu nú þessu máli ekki við pólitískan réttrúnað öfgajafnræðisstefnu og hysteríu Kolbrúnar Halldórsdóttur.  Hér er þetta spurning um val óþroskaðra einstaklinga til að mynda sér sína skoðun og heimsmynd með þroska sínum án steinrunninnar innrætingar á afstæðum fræðum og óttaprangi í bland við kærleiksboð, sem vel að merkja er ekki skráð í einkaleyfi Kirkjunnar. Enginn er að reyna að útrýma góðum manngildum. Það er fyrir það fyrsta ekki hægt og er maninum í blóð borið. Mannkyn hefði hreinlega ekki komist á legg án þeirrar skynsemishyggju að ef maður gerir gott, þá eru líkur á að maður hljóti gott.  Ef maður vinnur gegn heildinni, þá einangrast  maður frá heildinni. Apaköttum er þetta meira að segja ljóst.

Það á einnig að vera fyrsta skylda foreldra að uppfræða börnin sín um þessi gildi, því þau verða illa lærð af bók. Á heimilunum er hægt að setja slíkt í samhengi daglegs lífs og vekja lærdóm.  Kirkjulegar stofnanir með öllum sínum óskiljanlegu kreddum og sjálfsupphafningarhjali um afstæð efni, ættu að heyra sögunni til. Ekkert kallar á inngrip þeirra.  Ekki nema að menn vilji sá ótta í brjóst barna og kenna þeim aðskilnað og mannamun.  Við erum ekki ólæs í dag, því miður fyrir kirkjuna.  Við lifum á upplýsingaöld og þurfum ekki að láta ljúga að börnunum um hluti, sem enginn getur staðfest né vitað.

Gætir þú útskýrt fyrir mér hvað það þýðir, sem í trúarjátningunni stendur?  Hvað er þríeinn Guð? Hvar er himnaríki eða þá helvíti? Hvað getum við lært af opinberunarbókinni? Hverju bætir Kristur við, sem við vissum ekki fyrir?  Skrifaðu nú góðan pistil um þessi mál og lestu þig svolítið til.  Mönnum gengur gott eitt til með að vekja máls á þessu og löngu kominn tími til að leysa þetta dilemma mannskepnunnar, þótt ljóst sé að það muni taka mikinn tíma að kveða niður þennan draug.  Miðaldir eru á enda runnar.  Loksins.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 10:38

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Siðmennt og Vottar Jehóva Það er eins með þessi tvö trúfélög að þau geta engan veginn unað okkur íslendingum að halda jól
Mér finnst trúarbrögðin humanismi sem Siðmennt stendur fyrir fá alltof mikið vægi hér á íslandi. þetta eru örfáir einstaklingar sem valta hér yfir kristna þjóð. Ég held að við ættum að reyna að læra eitthvað af nágrannaþjóðum okkar sem eru fórnarlömb innrása annara trúarbragða. Það er kominn tími til þess að almenningur taki afstöðu. Vill fólk búa við kristið þjóðfélag einsog við höfum gert undanfarin 1000 ár eða viljum við að þessi öfgatrúarbrögð komi sínum sértrúnaði uppá okkur og banni jólin í skólum landsins?

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.12.2007 kl. 11:31

16 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk fyrir fjölbreyttar athugasemdir. Þetta er greinilega hitamál og sýnist sitt hverjum. Aðalatriðið snýst um það hvort boðskapur Jesú Krists eigi heima í skólum eða ekki. Ég tel svo vera, en hávær hópur er á öðru máli. Ég virði skoðanir þessa fólks, en á meðan ríkið er með nær einokun á kennslu barna á Íslandi skiptir miklu máli hvernig umgjörð laga er um skólastarfið.

Sú þróun í Evrópu að láta undan þrýstihópum og afsiða menningu sína er eitthvað sem ég er einfaldlega á móti. Það að afleggja jólin er nokkuð sem mér finnst dapurt. Þetta hefur átt sér stað eins og nefni að ofan með því að jólin "Christmas" hafa verið bönnuð af sveitarfélögum í Bretlandi. Ég er einfaldlega á þeirri skoðun að við eigum að halda í okkar hefðir og okkar kristnu gildi sem hafa einkennt okkar samfélag sem umburðarlynt samfélag.

Íslenska heitið "Jól" er talið samstofna orðinu "sól", en í norrænum málum hefur það verið notað um jólahátíðina í þúsund ár eða frá því Haraldur "Blátönn" (sá sem Bluetooth tæknin er kennd við) kristnaði norræna menn. Merking orðisins "Jól" er í dag ein og sönn: Hátið kristinna manna þegar þeir minnast fæðingu Jesú Krists. Kaþólskir leggja ívið meiri áherslu á Páska, en þeir eru líka hátíð sem á sér langa sögu, ekki síst hjá Gyðingum. Kristnir menn á norðurlöndunum hafa borið virðingu fyrir hefðum forfeðranna, enda leyfðum við launblót og sýndum þar mikið umburðarlyndi. Þá er vert að geta þess að stærsti söfnuðurinn á Íslandi sem ekki aðhyllist Kristni er Ásatrúarsöfnuðurinn, en hann er með ríflega eitt þúsund manns.

Jón Steinar: "Miðaldir" geta alltaf komið aftur. Þær ríkja um þessar mundir í mörgum ríkjum heimsins og geta komið aftur til Evrópu þó síðar verði. Talibanar eru að ná yfirráðum í stórum hluta Afganistan og þjóðarmorð hafa verið framin í Afríkuríkum af mikilli grimmd. Þú spyrð: "Hverju bætir Kristur við, sem við vissum ekki fyrir?" Ég fullyrði það að með Kristi kom umburðarlyndi og fyrirgefning inn í menningu okkar. Munurinn á gamla á nýja testamentinu segir sína sögu og mæli ég með því að þú lesir þér þar til um boðskap Krists og hverju hann "bætir við".

Kristni var úthýst af kommúnistum í Sovét, enda hefur lengi þótt "ófínt" að trúa. Tony Blair segir frá því hvernig hann fór í felur með eigin trú eins og lesa má um hér.

Gleðileg jól.

Eyþór Laxdal Arnalds, 1.12.2007 kl. 11:47

17 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Mæli með góðu bloggi Marinós G. Njálssonar um kristilegt siðgæði frá því í gær

Eyþór Laxdal Arnalds, 1.12.2007 kl. 11:57

18 Smámynd: Haukur Már Helgason

Vísindavefur Háskóla Íslands: 

Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu.

Kannski það ætti að troða meiri kristni ofaní þetta háskólalið. 

Haukur Már Helgason, 1.12.2007 kl. 12:00

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú nefnir Talibana og öfgamúslimi í Afríku.  Þeir byggja á hinum Judeo-Christian grunni og eru ritningar þeirra nánast í engu frábrugðnar okkar. Þeir hafa einungis haldið sig fastar við bókstafinn en við gerum í dag. Þetta er einmitt viðfangið,  trúarbrögð og sprengihætta þeirra.  Sýndu mér umburðarlyndi meðal kristinna safnaða. Þeir eru allir í innbyrðis þrætubók um túlkanir ritninga og sumt af þessu fólki getur varla talist annað en geðbilað.

Meðan við höldum í þessa fornu ritningar, þá er möguleiki á að miðaldir geti komið aftur. Það er sennilega rétt. Því skyldum við losa okkur við þær. Það þarf ekki stóra kreppu til að gefa verstu vitleysingunum byr undir báða vængi. Hér er básúnað hatursáróðri 24/7 á Omega í bland við Bushdýrkun, betl og fjárplógsstarfsemi, sem bitnar á fötluðu, gömlu, veikburða og hræddu fólki.   Það sem þrífst í skjóli trúar réttlætir það að stofnanir henni tengdar verði smátt og smátt aflagðar.  Kristur hafði jafnvel hugmyndir um síkt líka ef grannt er skoðað og áréttar ítrekað að trúin sé persónulegt mál og eigi ekki heima á torgum eða samkomum.

Hér er létt hugleiðsla um það, ef menn nenna að lesa.  Komment trúarnöttana eru einnig athyglisverð á þessar einföldu vangaveltur.

Þetta er annars ekki spurning um siðgæðið í sjálfu sér heldur þess, sem fylgir með í kaupunum.  Óþarfi að tíunda það aftur hér. Það er ekkert, sem kallar á þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 12:12

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo benda á að fyrirsögn færslunnar er aumkunarverður útúrsnúningur að mínu mati.  Ekki meira um það. Ég þreytist illa á að presentera Pat Condell, sem er maður eigi orðfár um þróun trúmála í sínu heimalandi, Englandi.  Þróun mála þar ætti að vera okkur til varnaðar í okkar trúarlega og pólitíska réttrúnaðarhjali. Við stefnum sömu leið í það rassfar.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 12:25

21 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Kæri Jón Steinar: Ég reyni að bera virðiingu fyrir skoðunum annara. Ég tek eftir því að þú kallar þá sem "kommenta" á blogg þitt hjá honum Pálma Gunnarssyni "trúarnöttara". Það er einmitt sama uppnefni og Tony Blair óttaðist þegar hann fór í felur með sína Guðs-trú sem hann þorir nú að ræða eftir að hann er hættur afskiptum af stjórnmálum.

Ein spurning: Er þap brýnasta málið í skólakerfinu í dag að úthýsa kristnu siðgæði?

Eyþór Laxdal Arnalds, 1.12.2007 kl. 12:37

22 Smámynd: Quackmore

Af hverju ættu jól að heita eitthvað annað en jól? Heitið er engan veginn sambærilegt við Kristmessu sem hátíðin er kennd við á enskri tungu (Kristur = trúarlegi spámaðurinn Jesú, eins og við vitum).

 Mér finnst það ekkert nema gott mál að foreldrar og aðrir forráðamenn haldi trúarbrögðum að sínum börnum og kenni þeim bænir, en mér finnst það alls ekki vera hlutverk hlutlausrar skólastofnunar að gera það. Eins og bent hefur verið á þá eru sunnudagaskólar í boði í langflestum bæjarfélögum; það er valfrjálst að senda börnin sín þangað og þeir foreldrar sem ekki vilja að afkvæmin sæki sunnudagaskólann þurfa mun sjaldnar að sleppa vinnu til að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan.

Ég get ekki séð að kristileg siðferði eða kristilegur kærleikur sé neitt öðruvísi (eða endilega æskilegri) en gott siðferði og náunga- og fjölskyldukærleikur almennt, og ef einhverjir telja að skólastofnanir geti ekki kennt það án hjálpar frá kirkjunnar þjónum þá er kannski kominn tími til að setja sig meira inn í námskrá og dagskrá barnanna sinna (setja sig inn í = kynna sér).

Svona til viðbótar fyrir suma: Siðmennt er langt í frá eina (trú-)félagið sem ekki er kristið. Þetta er ekki spurning um skoðanir Siðmenntar vs. skoðanir Þjóðkirkjunnar, jafnvel þó mest beri á skoðunum þessa tveggja hópa. 

Eitt enn; fólk sem telur sig til ásatrúar er ekki söfnuður og safnast ekki saman í stórum stíl til að játa sína trú líkt og kristnir menn. Því finnst mér óviðeigandi að nota (samsett) orð á borð við "Ásatrúarsöfnuðurinn". Þetta er félag, og félagskapur.

Quackmore, 1.12.2007 kl. 12:39

23 identicon

Ef Tony væri öruggur í sinni trú þá myndi hann ekki skammast sín.
Áhyggjuefni ef maður eins og þú, verðandi stjórnmálamaður?... grípir til talibanagrýlu og fornaldarkjaftæði sem ávísun á Krist.... fyrst við erum komin til Dark Ages þá er ekki úr vegi að þú skoðir hvað kristnir aðhöfðust á þessum tímum
Málið snýst bara um jafnrétti, ekkert annað

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:03

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svar mitt er: Já. Siðgæði undir formerkjum Kristni er óþarfa taglhnýtingur. Eins og ég hef bent á, þá er svo margt slæmt sem fylgir með í kaupunum, sem er miður eins og ranghugmyndir um einhvern guð, sem fylgist með hverri hreyfingu þinni og hugsun, eftirlíf og himnaríki, helvíti og refsandi guð. Enginn er að tala um að útrýma siðgæði. 

Varðandi trúarnötta, þá leyfi ég mer þá nafngift á fólk, sem hótar mér í skjóli ritningargreina, þykistst geta reiknað út heimsendi útfrá opinberunarbókinni eða hornalínum pýramýda, segist vera í forréttindahópi, sem hljóta muni sér meðferð eftir dauðann og talar niður til þeirra, sem eru ekki jafn skelfingu lostnir við conseptið guð og segjast fjálglega ætla að biðja fyrir manni, svona svo allir sjái nú upphafningu þess.  Það er ekki fólk með heilli há að mínu mati.  Öfgafólk, sem er algerlega komið úr tengslum við raunveruleikann, talar í tilvitnunum og á ekki heila sjálfstæða hugsun að því er virðist.  Ég held að þú vitir hvað ég á við. Kveiktu á Omega og eitthvað af því mun birtast þér og biðja um pening í leiðinni.

Annars talandi dæmi um útúrsnúninga að hengja sig í eitt orð en minnast ekki á efni þess, sem bent var á.  Tækni, sem trúaðir nota gjarnan til að komast hjá rökræðum, sem opinbera fákænsku þeirra og ótta.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 13:26

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tony Blair er sennilega mesti hræsnari síðari tíma og þarf ekki trúarsannfæringu hans til.  Honum var þó afar tamt á tungu í sinni stjórnartíð að minnast á Guð og þá sértaklega þegar hann planaði fjöldamorð sín í Írak og Afganistan með trúbróðurnum Bush.  Ekki reyna að selja svona vellu hér. Tony blair er stríðsglæpamaður og á í besta falli að vera í grjótinu og það veistu sjálfur. Hann laug að þjóð sinni og steypti henni út í stríð án tilefnis.  Hvaðan hafði hann siðgæði sitt? Frá Kisti?  Guð hjálpi okkur frá trúarbrögðum ef það er raunin.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 13:35

26 Smámynd: Ingólfur

Eyþór,

Trúir þú því að börnin "afsiðist" ef við hættum að leyfa trúboð í skólunum?

Heldurðu að þau verði siðlaus ef við kennum þeim ekki kristna siði?

Er ekki hægt að kenna þeim góða siði án trúboðs?

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 14:10

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"If people are good only because they fear punishment, and hope for a reward, then we are a sorry lot indeed."

Albert Einstein.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 14:13

28 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Gylfi Gylfason: Eyþór er Sjálfstæðismaður og ef að hann má ekki fylgja sannfæringu sinni í þessu máli þá er nú eitthvað að hjá þér.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 1.12.2007 kl. 18:04

29 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

 Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

<a href="http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php">http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php</a>

http://www.skodun.is

Sigurður Hólm Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 20:32

30 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

"Af ávöxtunum skulum vér þekkja þá"

Ég er á því að góð siðgæðisvitund sé ekkert svo auðveldlega kennd.  Hún er ávöxtur átrúnaðar. Staðreyndin er sú að kristið siðgæði er sprottið af kristnum átrúnaði þjóðarinnar í 1000 ár. Maðurinn er ekki bara hold og heili einsog vantrúarmenn halda fram maðurinn er líka andi og það er í andanum sem við tilbiðjum Drottinn Jesú Krist.

Kommúnistar ætluðu sér að skapa fyrirmyndarríki í Kína og Sovétríkjunum byggð á svipuðum hugsjónum og Siðmennt byggir á, hverjir eru ávextirnir ?

Nýlega komu fram niðurstöður um hvar væri best að búa á heimsvísu kristnu þjóðirnar Ísland og Noregur trónuðu þar efst á toppnum, það er því tóm della að vera að gera einhverjar meiriháttar siðferðislegar breytingar á þjóðfélagi sem fær slíka einkunn.

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.12.2007 kl. 22:08

31 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Gylfi: Ég er alls ekkert ósáttur við þig eða neitt slíkt.

Ég tel að það að taka trúarbragðafræði út úr skólum sé eins og að hætta að kenna landafræði því að einhverjum íslendingum sé illa við Dani eða eitthvað annað land. 

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 1.12.2007 kl. 22:45

32 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Gylfi: Algjörlega sammála, en t.d. í mínum skóla er ekki einungis kennd kristinfræði. Raunar er ekki kennd trúarbragðafræði í augnablikinu í mínum skóla en þegar það var gert var farið ítarlega í helstu trúir og kennslubókin hét raunar Trúarbragðarfærði ef mig brestur ekki minni. Og svo er það annað og það er það að Kristni er þjóðkirkja okkar, ríkið veitir henni styrki og þessi trú er aðaltrú Íslendinga hvort sem einhverjum líkar betur eða ver. Það er hlutur í stjórnarskránni.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 1.12.2007 kl. 23:21

33 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ég vil þakka Eyþóri fyrir hans góða innlegg í þessa umræðu, nokkur komment eru hér líka sem reyna að andmæla þessu liði sem reynir í einhverri blindni að bakka upp þennan sértrúarhóp sem kallar sig siðmennt.  Ég get enganvegin komið auga á það að ofstopa málflutningur þessa fólks geti kallast sérlega siðmenntaður.  Ég er orðinn afskaplega þreyttur á þeim mistúlkunum og bábylju að kristnifræði kennsla snúist um trúboð og innrætingu í skólum.  Þetta er bara helber þvættingur. Kristnifræðikennsla snýst um það að fræða börnin um þann grundvöll sem íslenskur þjóðar- og trúararfur byggir á.  Ísland telst til þeirra þjóða sem teljast kristnar þ.e.a.s. kristni er megintrú þessara þjóða.  Það er hverri þjóð hollast að eiga sameiginleg grunngildi.  Slík grunngildi verða ekki til af sjálfusér.  Ég er ekki viss um þaðað fólk sjái mikið eftir þeirri sundrung sem ríkti á landinu fyrir um 1000 árum síðan.Þorrablót hafa ekkert með hvorki heiðni né kristni að gera.  Séra Halldór Gröndal fann upp á þeirri tilraun að reyna eins og góðum kaupsíslumanni sæmir að auka umsetningu þess fyrirtækis sem hann þá stýrði.  Að hefja til vegs og virðingar þá matargerðarlist sem helst mátti rekja til fæðu Íslendinga um alder.  Tómarúm sem var oft í veitingarekstri fell ákaflega vel að því að bjóða upp á mat sem var gefið það soma heiti þorramat.  Smám saman þróaðist þessi litla hugmynd sera Halldórs (hann var ekki orðinn prestur á þessu tíma) vatt upp á sig með því að hópar og jafnvel heilu bæjarfélögin tóku upp á því að hittast yfir slíkum þorraveislum sem fengu með tímanum heitið þorrablót.  Slík blot eiga ekkert skylt við hin heiðnu blót nema nafnið eitt enda þróaðist hin nýja hefð löngu fyrir endurvakningu ásatrúarmanna á Íslandi.  Gaman væri reyndar að einhver myndi finna út hvort slík þorrablót hafi átt sinn þátt í þeirri endurvakningu.Það virðist vera einhver skrítinn skilningur sumra á hlutverki skóla og uppeldis.  Grunnskólar eru ekki vísindastofnanir.  Þeir hafa mjög víðtæku uppeldishlutverki að gegna og mikilvægt stoðkerfi við þroska barnanna á fleiri sviðum en úr heimi vísinda.  Þegar vá steðjar að eða voveflegir atburðir, slys og dauðsföll.  Gegna kirkjur og prestar ákaflega mikilvægu hlutverki sálusorgunar og andlegs stuðnings.  Við alvarlegri atburði safnast folk saman í kirkjum (guðshúsum) til sambæna og sáluhjálpar.  Þá spyr folk sig ekki um efasemdir sínar í trúarlegum skilningi, jafnvel þeir sem dags daglega gefa sig út fyrir að ver harðsvíraðir &#147;trúleysingjar&#148; sækja uggun og styrk í kirkjur á slíkum stundum.  Pálma Gunnarsyni væri hollt að rifja upp hluta að einum af &#147;þjóðarsöngvum&#148; okkar, &#147;af litlum neista&#148;  Einnig væri Pálma það hollt að setja jólaplötu sína á og rifja upp nokkra uppbyggilega söngva sem hann eitt sinn flutti og hafa fært mörgum ánægju og yl í hjörtu.Það er hlutverk okkar foreldra að uppfræða og ala börn okkar upp og kenna þeim kjarngóð grunngildi.  Það að ætla sér að skila af okkur fullorðnum einstaklingum sem við höfum ekki kennt (það má allveg kalla það kinnroðalaust innrætingu) slík grunngildi þýðir það eitt að unga fólkið er það sem kallað er óuppalið.  Því miður sér þess merki víða í þjóðfélaginu og er áberandi í framhaldsskólum að ótrúlega margir eru hreinlega óuppaldir. Flestir Íslendingar velja það að byggja þau gildi sem þeir "innræta" börnum sínum á kristnum grunni ef marka má allan þann fjölda foreldra sem færa börn sín til skírnar.  Finnst ykkur þessum fylgismönnum trúleysis og ankannarlegra "ofsatrúarviðhorfa" það kræsileg framtíð að ábyrgir góðir og gegnir þegnar landsins þurfi að taka upp þá lífshætti, sem tíðkuðust á dögum katakombanna og síðar meir í draumalöndum kommúnismans, að neyðast til þess að fara í felur með trúarafstöðu sína.Það er vonandi að svona ofstæki nái ekki meiri fótfestu en orðið ef.ps.  Þessi rugludallur og viðundur sem felur sig á bak við heitið DoktorE mætti sýna þá djörfung að skríða út úr híði sínu og sýna sitt rétta andlit.  Að óbreyttu er það ekki þess virði að yrða á slíka raggeit.

Hilmar Einarsson, 2.12.2007 kl. 00:59

34 identicon

Sannleikanum er hver sárreiðastur Hilmar hugrakki.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:06

35 Smámynd: Ingólfur

Hilmar, Það er langt frá því að það sé bara Siðmennt sem telur að trúboð eigi ekki heima í skólunum. Og hver er ofstopinn í því að vilja ekki trúboð sé stundað í grunnskólunum.

Hvað er það annað en trúboð þegar börnunum eru kennd biblían eins og hún sé óumdeild staðreynd og þau látin fara með bænir.

Önnur trúarbrögð eru síðan kynnt bara kynnt með því að segja sögur af jafnöldrum sem bara búa í fjarlægum löndum.

Útkoman er sú að börnin læra að kristnin sé sönn en að fólk í öðrum löndum trúi eitthverju öðru.

P.S. Ég held að langflestir kennarar séu ósammála þér um það að skólar eigi að sinna uppeldi barna.

Uppeldið á að vera á hendi foreldra, uppfræðsla á hendi skólanns.

Ingólfur, 2.12.2007 kl. 02:07

36 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ef vilji Trúlausra verður að veruleika verður bannað að syngja í skólum Heims um ból Helg eru jól. Í Betlehem er barn oss fætt. Þá verður einnig bannað að æfa og sýna helgileiki. Þetta minnir mig á Kommúnistaríkin.

Nú er það svo að þegar að strákurinn minn lærði trúarbragðafræði í Lækjarskóla var hann með kennara sem var mjög skapandi og gerði námsefnið skemmtilegt, Hún tók sér heila viku í að kenna krökkunum um Ástarúna með því að setja upp leikrit og skemmtilega veggspjaldsýningu. Síðan var foreldrum boðið í heimsókn að horfa á. Ég veit ekki til þess að börnin hafi snúist til Ásatrúar í kjölfarið, en allavega var sýningin og kennslan hjá mjög góð. Einnig var vel farið í Islam sem og önnur trúarbögð mannkyns. Ásatrúarkennslan var mjög góður undirbúningur fyrir Gíslasögu Súrssonar og fleiri fornsögur þar sem þessi fræðsla geri krökkunum betur grein fyrir hugsanagangi forfeðrana t.d. hinni eilífu hefndarskyldu.

Svo er það spurning hvort að upp komi fleiri þrýstihópar eins og Siðmennt sem vilja banna Íslendingasögur og íslenskar bókmenntir. Þær ala á sterkri þjóðerniskennd sem er eitur í beinum margra. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 09:54

37 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Guðrún. Reyndu nú að kynna þér málin áður en þú tjáir þig. Ummæli þín um Siðmennt byggast annað hvort á vanþekkingu eða lygum. Lestu:

Satt og logið um stefnu Siðmenntar

 www.skodun.is

Tjáðu þig SVO um okkur í Siðmennt.  

Sigurður Hólm Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 11:14

38 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sigurður ég þekki vel til Siðmenntar, og þekki persónulega meðlimi Siðmenntar sem hafa djöflast hér í kennurum og skólastjórnendum.

Kanski tilviljun að þar er um að ræða yfirlísta kommúnista á það kanski líka við um þig? 

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 11:32

39 Smámynd: Ingólfur

Guðrún, þó vinir þínir séu yfirlýstir kommúnistar að þá mæli ég samt með að þú kíkir á pistilinn sem Sigurður bendir ár. Það er nefnilega útbreyddur misskilningur að einhverjir vilji banna litlu jólin eða banna að minnst sé á kristni í skólunum.

Það er enginn að biðja um það, heldur bara að mannréttindi séu virt og skólinn sé trúboðslaus.

Ingólfur, 2.12.2007 kl. 13:08

40 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Guðrún:

Þér til upplýsingar er ég hægri krati í pólitík. Frjálslyndur jafnaðarmaður sem er oft sammála frjálshyggjumönnum en hlynntur öflugu velferðarkerfi.

Þetta væri þér ljóst ef þú myndir gefa þér tíma til að lesa það sem ég hef sagt og skrifað um dagana. Það virðist henta þér betur að vera með fordóma.

 Ég get líka sagt þér að eftir að hafa starfað í Siðmennt í mörg ár hef ég ekki kynnst einum einasta kommúnista. Félagar eru í flestum flokkum. Flestir félagsmenn sem ég þekki eru í Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum. Margir einnig óflokksbundnir. 

Að lokum spyr ég þig Guðrún. Er það kristilegt siðgæði að fara með lygar um annað fólk?

Sigurður Hólm Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 13:45

41 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Er enginn að skilja það hér á þessu bloggi það sem ég hef sagt áður, að þjóðkirkja okkar Íslendinga er kristin, ekki ástrúar, búdda eða múslimsk. Það er bundið í stjórnarskrána og því er málið mjög einfalt.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 2.12.2007 kl. 13:57

42 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ingólfur, ég þekki vel til Siðmenntar og hef farið í fermingu hjá þeim og kynnt mér trú þeirra humanismann. Ég þekki fólk sem tilheyrir "söfnuði" þeirra svo ég tala ekki af einhverri vankunnáttu. Skrifleg stefna þeirra er ósköp falleg en það er líka skrifleg stefna múslima og kommúnista svo ég kýs að fara eftir því sem að Jesús sagði" Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá"

Sigurður ég legg ekki í vana minn að fara með lygar um annað fólk.  Er það þitt svar í umræðum að saka fólk um lygar? 

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 14:14

43 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En Sigurður, vissulega eru meðlimir Siðmenntar í ýmsum stjórnamálaflokkum, það er ekki það sem málið snýst um, heldur það hvort að skerða eigi menntun barnanna okkar og láta Siðmennt ákveða það hvað kennt er í skólum landsins.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 14:28

44 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Guðrún, ertu að segja okkur að þitt siferði væri ekki gott ef að þú hefðir ekki pilsfaldinn á Guði til að hanga í, flest það umburðarlyndasta og réttlátasta fólk sem ég þekki í lífinu er ekki kristið ....eitthvað sem ég get engan vegin sagt um það strangkristna fólk sem ég þekki líka slatta af, þar virðist oft frekar stutt í fordæmingu og dómhörku ýmiskonar, eitthvað sem ég get ekki með nokkru móti tengt við kærleika.

Það er einfaldlega eitthvað það heimskulegasta sem ég heyri þegar reynt er að eigna kristnum gott siðferði og meiri kærleik en gengur og gerist, það er þvílíkt endemis bull og stenst enga vitræna skoðun.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.12.2007 kl. 14:40

45 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Guðrún:

Af hvaða "ávöxtum" þekkir þú þá Siðmennt? Hættu þessum dylgjum, og já lygum um mig og aðra í Siðmennt.

 Það væri hressandi að verða vitni að heiðarlegum skoðanaskiptum um þessi mál. 

Það þýðir ekkert segja sögur af "einhverju" fólki sem þú þekki í Siðmennt. Ég get sagt fullt of sögum af "einhverju" fólki í Þjóðkirkjunni. Sjálft félagið Siðmennt og stefna FÉLAGSINS er hér til umræðu.

Ef þú vilt gagnrýna mig eða Siðmennt skaltu gagnrýna mig fyrir það sem ég hef raunverulega sagt og gert og Siðmennt fyrir það sem félagið hefur raunverulega gert. Ég er orðinn dauðþreyttur á að svara ásökunum slúðubera um hvað þeir HALDA að Siðmennt standi fyrir.   

Það hlýtur að rúmast innan kristilegs siðgæðis að fara með rétt mál. 

Sigurður Hólm Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 14:48

46 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sigurður ég fer með rétt mál. Eðlilega hlýtur maður að draga sínar ályktanir af Siðmennt útfrá fólkinu sem tilheyrir félaginu. Eða er Siðmennt hafið yfir alla gagnrýni?

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 14:51

47 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Siðmennt hvetur til gagnrýni. Vandinn er bara sá að þú og margir aðrir hafið ekkert að gagnrýna. Það eru bara settar fram órökstuddar dylgjur. "Ég heyrði", "Ég veit um", "Vinur minn / vinkona mín sagði mér" o.s.frv.

Og nei, þú getur ekki dregið ályktanir um félag út frá meðlimum þess. Þannig gæti ég dregið undarlegar ályktanir af Þjóðkirkjunni, Sjálfstæðisflokknum og Kiwanishreyfingunni út frá einstökum aðilum sem eru í þeim félögum. Þú getur aðeins dregið ályktanir um Siðmennt út frá því sem félagið eða STJÓRNARMENN innan þess hafa sagt eða gert.  

Sigurður Hólm Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 15:35

48 Smámynd: Ingólfur

Guðrún, viltu koma með tilvitnanir í einhver forsvarsmanna Siðmenntar þar sem hann hefur krafist að "bannað [verði] að syngja í skólum Heims um ból Helg eru jól. Í Betlehem er barn oss fætt. Þá verður einnig bannað að æfa og sýna helgileiki."

Ef ekki, þá falla orð þín bara niður dauð og ómerk.

Ingólfur, 2.12.2007 kl. 18:40

49 identicon

Ég bendi fólki á að horfa á þátt Egils Helgasonar í dag í Ríkissjónvarpinu.
Þar var talað um þessi mál á mjög heitum grunni - og sýndist mér þetta snúast fyrst og fremst um einhverja minnimáttar tilfinningu þess sem vildi trúboð út úr skólanum - hafði áhyggjur af að dætur sínar upplifðu eineltis tilfinningu af því hann sem faðir valdi að þær yrðu teknar til hliðar þegar prestur kom á leikskólann með samverustundir. Og þess vegna yrðu öll börn hinna foreldranna að verða af þessum valkosti að börnin þeirra fengju svona þjónustu inná leikskólann því foreldrarnir hafa kannski ekki tíma til að sinna þessu sjálfir utan skóla.
Hvaða skilaboð fáum við með þessa yfirlýsingu mannsins? Hmmmm....umhugsunarvert........

Linkur inná vefsjónvarp rúv:  http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/live/

Ása (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 19:31

50 identicon

Ps. Rósa Aðalsteinsdóttir bað mig að skila til þín Eyþór að þú átt skilaboð í gestabókinni frá henni.

Ása (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 19:32

51 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ingólfur Harri, Hvað er stjórn Siðmenntar kosin til langs tíma í senn? Stjórnum trúfélaga og félagasamtaka geta oft fylgt nýjar áherslur. Á íslenska skólakerfið að lúta vilja stjórnar Siðmenntar á hverjum tíma? Fólkið sem ég þekki innan Siðmenntar hefur nákvæmlega sama rétt og núverandi stjórnarmenn til setu í stjórnum félagsins. Eða gildir eitthvert annað skipulag hjá ykkur en lýðræði?

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 19:59

52 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einmitt Ása, hvar eiga mörkin að vera? hvað með foreldra barna með mjólkuróþol eiga þau ekki rétt á því að leikskólar verði lausir við mjólkurafurðir vegna þess að börnin þeirra gætu upplifað sig "öðruvísi" Leik og grunnskólar eru samansafn barna með ólíkar þarfir,  sum börn geta ekki tekið þátt í leikfimi eða sundi vegna asma  ofnæmis eða fötlunar.  Önnur börn eiga foreldra sem eru grænmetisætur og vilja ekki að börnin þeirra borði kjöt, Vottar Jehóva eru líka á móti jólahaldi, þeim hefur tekist hingað til að láta sér lynda við skólakerfið í þessum málum.  Ekkert foreldri er 100% ánægt með alla kennara eða kennslu skólanna. Ég er t.d. mun ánægðari með stærðfræðikennslubækurnar sem var kennt eftir áður en einingar og geislabækurnar komu út. ég er heldur ekki ánægð með dönskukennsluna

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 20:39

53 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Guðrún:

Stjórn Siðmenntar er kosin til eins árs í senn.

Getur þú bara ekki viðurkennt að þú hafir satt ósatt um stefnu Siðmenntar og þeirra sem að félaginu standa? Reynir það um of á kristilegt siðgæði þitt að biðja okkur afsökunar á því að hafa farið með rangt mál?

Þetta barnalega þras þitt um "fólkið" sem þú "þekkir innan Siðmenntar" er svolítið þreytt.

Ég þekki til fólks sem er skráð í Sjálfstæðisflokkinn sem aðhyllist þjóðerniskenningar nasista. Er Sjálfstæðiflokkurinn þá nasistaflokkur?

Telur þú þig vera góðan málsvara kristinnar trúar? Manneskja sem dæmir aðra en viðurkennir aldrei eigin mistök? 

Sigurður Hólm Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 20:55

54 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég hef algjörlega sagt sannleikann í þessum sem og öðrum umræðum og þar af leiðandi þarf ég ekki að biðja ykkur afsökunar á einu eða neinu. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:26

55 Smámynd: Ingólfur

Ása, finnst þér virkilega í lagi að stunda trúboð í leikskólunum? Og ekki bara í lagi heldur sjálfsögð þjónusta við foreldra sem eru kristnir en hafa ekki tíma til að fara með börnin í kirkju?

Finnst þér rétt að börnum skuli skipt í hópa eftir því hverrar trúar þau eru?

Ef svo er þá held ég að það sért þú sem ert í minnihluta.

Guðrún, þú sagðir:

"Ef vilji Trúlausra verður að veruleika verður bannað að syngja í skólum Heims um ból Helg eru jól. Í Betlehem er barn oss fætt. Þá verður einnig bannað að æfa og sýna helgileiki. Þetta minnir mig á Kommúnistaríkin."

Þú hefur hins vegar ekki getað sýnt fram á að einn einasti trúleysingi hafi farið fram á þetta, hvað þá að þetta sé stefna Siðmenntar.

Hvað rauðir vinir þínir segja við þig í einkasamtölum get ég ekki dæmt um, en það hefur enginn krafist þess opinberlega að bannað verði að syngja Heims um ból.

Ég veit ekki neitt um hvernig skipað er í stjórn Siðmenntar, enda ekki félagi þar. En ég sé heldur ekki hvernig það kemur málinu við.

Ingólfur, 2.12.2007 kl. 22:08

56 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ingólfur samkvæmt heimasíðu Siðmenntar eru á annað hundruð félagsmenn í samtökunum, félagatalan er ekki nákvæm, og ég þekki mjög vel fjóra meðlimi félagsins og þar af er einn  sem hefur unnið mikið fyrir félagið en ég tel ekki rétt að vera að nafngreina fólk opinberlega.

Samkvæmt lögum félagsins er nóg að helmingur félagsmanna fari fram á breytingar á lögum og stefnu félagsins til þess að aðalfundur taki það fyrir til atkvæðagreiðslu. Það þarf semsagt minna en eitthundrað manneskjur til að stjórna því hvað Siðmennt telur siðferðislega æskilegt hverju sinni.

En það er athugunarefni  að félag sem er jafn áberandi og Siðmennt og telur ekki nema rúmlega 100 meðlimi skuli geta sett þjóðfélagið á annan endann og heimtað viðamiklar breytingar á skólakerfinu.

Söngvarnir Heims um ból, og Í Betlehem er barn oss fætt ásamt leikritum sem sýna frá fæðingu Jesú teljast til trúarlegra atburða, en  Siðmennt hefur fordæmt slíkt í skólum landsins.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 22:28

57 Smámynd: Ingólfur

Ef þú trúir því að það sé bara skráðir meðlimir Siðmennt sem eru á móti trúboði í skólum að þá mæli ég með því að þú kynnir þér málið betur.

kveðja,

P.S. Nenni ekki að leiðrétta vitleysuna um Heims um ból einu sinni enn.

Ingólfur, 2.12.2007 kl. 23:37

58 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta nú orðið spurning um félagið Siðmennt, versus Kirkju og trú í landinu.  Ég get fullvissað ykkur trúuðu, sem færið Þessa umræðu svo lágkúrulega á tilfinningaplanið að meirihluti þjóðarinnar er trúlaus í þeim skilningi að trúa á hókuspókusa þessarar bókar og forðast að flokkast með öfgasöfnuðum þessa lands. Menntað og hugsandi fólk, sem ekki skrifar undir hjátrú og hindurvitni sem grunn til að byggja siðferði sitt á. Fólk sem ofbýður orðræða sjálfskipaðra kristinna málsvara trúar og það hatur, fordæming, frekja , mannamunur og óttaprang sem það stendur fyrir, svo ekki sé minnst á fjárplógsstarfsemina.

Aðskilnaður´ríkis og kirkju ætti ekki bara að vera frumskilyrði í frjálsu landi, heldur vera táknræn aðgerð um það að við höfum snúið baki við hugarþeli miðalda. Aðskilnað, út úr skólum með dogmað, uppeldi í hendur foreldra, uppfræðsla í hendur skólanna, trúfrelsi á hvaða hindurvitni sem er og málinu er lokið.  Þið trúaða fólk er eins og viðvarandi kláði á sálum manna og ég mælist til þess að þið hættið að anda ofan í hálsmálið á fólki með forpokun ykkar og haldið Þessu fyrir ykkur sjálf.  Er það skilið? Leyfið fólki að kjósa sjálft og látið aðra í friði. Er það til of mikils mælst?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2007 kl. 23:52

59 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Jón Steinar Ragnarsson: Þetta er nákvæmlega það sem við Kristin viljum; að við fáum að vera í friði með okkar litlu jól í skólunum, það kemur þér ekkert við, þú getur óskað þess að barnið þitt taki ekki þátt í þeirri hátíð. Ég tel einnig að það sé mannbætandi að trúa á eitthvað, þ.e.a.s. að trúa því að eitthvað hafi skapað okkur, sem að er augljóst, því annars værum við ei hér.

Það hefði nú verið betra hefðir þú verið jafn skarpur og nafni þinn Gunnlaugsson.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 3.12.2007 kl. 00:05

60 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ingólfur Harri  og þið hin þessi "trúlausu" og fylgismenn "siðmenntaða safnaðarins" Samkvæmt dómi MR dómstólsins er óleyfilegt að syngja sálma í norskum skólum og Heims um ból, í betlehem er barn oss fætt og fleiri slíkir ekki venjulegir jólasöngvar, þetta eru stórhættulegir SÁLMAR.

 Er þetta ekki hamingjusamur heimur sem við ætlum að búa afkomendum okkar framundan? 

Ef þið viljið láta taka ykkur alvarlega þá hljótið þið að fylgja þessum úrskurði eftir í trúboði ykkar hér. 

Hilmar Einarsson, 3.12.2007 kl. 00:26

61 Smámynd: Ingólfur

Nenni ekki að ítrekað að leiðrétta rangfærslur og læt því nægja að koma með aðalatriðið.

Trúboð á ekki heima í skólunum, ef kristnum foreldrum finnst ekki nóg að börnin sín fræðist bara um kristni á hlutlausan hátt, þá taka þeir börnin bara með í kirkjuna.

Ingólfur, 3.12.2007 kl. 00:50

62 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða rangfærslur hefur Hilmar og fleiri komið með? Siðmenntarmenn og trúleysingjar eru einfaldlega tvísaga, ef þeir segjast vera á móti trúboði í grunnskólum, en samt megi syngja söngva eins og Heims um ból, Nóttin var sú ágæt ein, Í Betlehem er barn oss fætt o.m.fl.

Þessir sálmar eru sennilega eitthvað albesta kristniboð, sem ég veit um og að auki lofgjörðarsálmar. Einhvejar ánægjulegustu studnir sem ég hef átt á ævinni er þegar við fjölskyldan sungum þessa sálma um jólin.

Eða samþykkið þið kristniboð í grunnskólum ef það er sungið?

Theódór Norðkvist, 3.12.2007 kl. 01:29

63 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er einhver að reyna að banna litlujólin í skólum??? Auðbergur minn, hvaðan hefur þú þessar hugmyndir þínar? Hvers vegna ertu að reyna að setja þessa umræðu á svona lákúrlegt tilfinningaplan?  Hér er til umræðu beint trúboð í skólum án tillits til valfrelsis einstaklingsins.  Hér er verið að ræða hvort einni trúarkreddu skuli gert hærra undir höfði en annarri.  Hér er verið að tala um að trú skuli ekki lúta miðstýringu og njóta pólitísks stuðnings.  Hér er verið að tala um hlutverk skóla, sem menntastofnana yfirleitt en ekki vettvang hugmyndafræðilegrar innrætingar, sem í þokkabót er byggð á algerlega afstæðum hlutum.  Hugmyndafræði, sem meinar fólki að gagnrýna sjálfa hugmyndina. En viljir þú miskilja þetta vísvitandi og gera þetta að baráttu um kertaljós og piparkökur eða ekki, þá þú um það.  Ég ráðlegg þér hinsvegar að kynna þér málið ungi maður og ræða það út frá lykilprinsippum, eins og t.d. lögmönnum er uppálagt.  Vænti þess að þú hafir metnað til þess að ganga í fótspor föðurins í því sem í pólitískri sannfæringu þinni.

Með fullri vinsemd. Vegni þér vel.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2007 kl. 02:49

64 Smámynd: Egill

hvað ganga jólin útá annars hjá flestum íslendingum.

hefðir, flestir borða svo  svínakjöt (sem er víst bannað samkvæmt biblíunni), fjölskyldusamvera, gefa gjafir og svo fara örfáir í kirkju þratt fyrir að vera ekki trúaðir, svona uppá andrúmsloftið er friðsælt og ágætis orð sem presturinn kemur með.

ef fólk sem er ekki trúað ætti að taka einn hlut út úr þessum lista, hvað yrði fyrst fyrir valinu.

kirkjuferðin.

Egill, 3.12.2007 kl. 05:45

65 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvaða skilaboð fáum við með þessa yfirlýsingu mannsins? Hmmmm....umhugsunarvert........

Að ekki sé æskilegt að aðgreina börn í leik- og grunnskólum útfrá trúarskoðunum.

Hvaða skilaboð fékkst þú út úr þessum yfirlýsingum mínum?

Matthías Ásgeirsson, 3.12.2007 kl. 09:51

66 identicon

Hvernig væri að Siðmennt og aðrir "trúleysingjar" stofni eigin skóla með þeirra eigin forsendum um uppeldi og fræðslu svo þeir þurfi ekki að vera að rekast núverandi stofnunum sem eru til staðar. Held það yrði minni röskun fyrir alla að þeir gætu bara verið í friði með sínar hugmyndir handa sínum börnum - í staðinn fyrir að reyna að láta breyta forsendum hjá öllum hinum börnunum -sbr. viðtal við mann í Silfri Egils í gær - þar sem hann átti tvær dætur og svo var eitt erlent barn sem ekki áttu að fá trúarfræðslu - öll hin börnin áttu að fá fræðsluna - svo á að taka það af öllum hinum börnunum til að þóknast örfáum einstaklingum? Hvernig væri að allir tækju sig til og lifðu af öruorkubótum til að gera nú jafnt við alla og enginn hefði hærri laun en annar?
Lífið er bara svona - maður verður bara að sætta sig við það - að það er margt sem einn vill hafa öðru vísi en annar!!
Hættið að búa til flækjur - einbeitið  ykkur frekar að því sem lætur börnum líða illa - svo þeim geti liðið betur!! Nýtið ykkar foreldraást í þarfir barna til að líða vel!!

Ása (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:08

67 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Ása Gréta, hér vendir þú kvæði þínu í kút? Hvað varð um þessa yndislegu skoðun þína þess efnis að börn mjög trúaðra foreldra ættu bara að fá að fara í kirkjulegt frístundaheimili eftir skóla?

Þórgnýr Thoroddsen, 3.12.2007 kl. 10:56

68 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Vendir kvæði þínu í kross, afsakið. Hvaðan í ósköpunum kom þessi kútur?

Þórgnýr Thoroddsen, 3.12.2007 kl. 10:57

69 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað segir þú Eyþór, hver er þín skoðun?  Finnst þér að við eigum að aðgreina börn eftir trúarskoðunum eða eigum við að hafa skóla hlutlausa og sameina öll börn óháð lífsskoðunum foreldra? 

Enginn vill taka þann rétt af foreldrum að þau geti alið börn sín upp í kristinni trú.  En það á að vera verk foreldra, ekki skóla.  Farið endilega með börnin ykkar í sunnudagaskóla og aðra atburði hjá kirkjunni, dyr hennar eru opnar. 

Matthías Ásgeirsson, 3.12.2007 kl. 11:04

70 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ragnar Örn...svona skrumskæling á tölum er ekki svaraverð....Matthias er ekki athyglissjúkur, en ég er farin að halda að Eyþór Arnralds sé það?

Eyþór er alltof greindur til að spyrja hvort Jesús sé hættulegur börnum?...auðvitað er Jesús ekki hættuleur börnum.  Hinsvegar eru margir kirkjunarmenn það og sóðaskapur í gamla testamenntinu ekki til að hafa eftir...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 12:29

71 Smámynd: Jón Stefánsson

Er trú vinsældakeppni? Eru mannréttindi aðeins fyrir meirihlutann? Hvort eru meiri öfgar, að vilja trúboð í leikskólum eða vilja ekki trúboð í leikskólum? Og hvaðan hefurðu þessa tölu, 95%? Nýjasta trúarlífskönnunin (http://kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf) hefur allt aðra sögu að segja.

Mikið hefði nú verið gott ef kristin gildi innifælu ekki bara að elska náungann heldur líka að vera kurteis.

Jón Stefánsson, 3.12.2007 kl. 12:31

72 identicon

Þórgnýr - það er ekki skoðun mín að það eigi að skaffa fræðslu um kristni utan skóla - en sennilega yrði að leysa það þannig ef kristni yrði ýtt út úr skólanum - reyndar finnst mér að þetta sé bara hluti af mannkynssögu fólks - trúarbrögð - svo ég skil bara ekkert í þessum vangaveltum. Er bara alveg steinhissa!!

Ása (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:45

73 identicon

Hérna er pínu ponsu fræðsla um trú og kenningar:

...ef ég yrði Gyðingur, þá þyrfti ég endalaust að vera að færa fórnir og væri alltaf að bíða eftir lausnaranum (Jesú)....

...ef ég færi í vísindakirkjuna liði mér eins og ég væri að trúa á vísindaskáldsögu...

.....ef ég yrði múslimi, þá væri ég ekki einu sinni viss um að komast í Paradís, færi bara eftir hvað engill hefði skrifað yfir líf mitt í legi móður minnar, hvort sem ég ynni góð verk eða slæm, þá færi það eftir þessum engli og skoðun Allah hvort ég fengi, himnaríki eða helvíti...

.....ef ég yrði kaþólikki, þá væri bara verið að flækja málin með öllum þessum dýrðlingum og grey presturinn minn fengi ekki að njóta samvista við konu, þrátt fyrir að hjónabandið sé Guðs gjöf...

.....síðan ef ég myndi bara trúa á sjálfa mig þá væri líf mitt hálf dapurt, ég get ekki hjálpað mér að líða betur þegar ég er down, ég get ekki læknað sjálfa mig og ég get ekki komið sjálfri mér til himna, þetta allt hefur Jesús og mun Jesús veita mér...

.....Ég skora á ykkur, að leita Guðs og biðja Hann um að sýna sjálfan sig, því hann er vel þess megnugur, ekki endilega biðja hann um nýjan bíl, því ég er viss um að ykkur vanti það ekki, en biðjið Hann um að gefa ykkur gleði, því það er eitthvað sem þið getið illa veitt sjálfum ykkur, sanna og hreina gleði!

Guð blessi ykkur og varðveiti!!

Ása (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:46

74 identicon

Sorry Ása ég get ekki fundið gleði í að trúa á eitthvað sem er ekki til og ef þessi guð væri virkilega til þá hefur hann drepið of marga í frekjuköstum til þess að ég gæti trúað á hann sem guð, að trúa á ævintýrafígúru er eitt en að trúa á ævintrýrafígúru sem er líklega mesti fjöldamorðingi sögunnar er alveg út í hött.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:56

75 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ása...við erum að skrifa mannkynssöguna...NÚNA!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 13:00

76 identicon

Já - ég skil alveg hvað þú ert að meina DoctorE - ég hef sjálf velt vöngum og spurt Guð hví svona margir dóu í Nóaflóðinu ofl. Það er margt sem maður skilur ekki - en Guð er búinn að vera mér þvílíkt góður og mín bestu ár eru þessi 11 sem eru liðin frá því ég kynntist Jesús.
Var alveg búin að fá nóg af sársauka og vanlíðan og gæti ekki hugsað mér að snúa til baka. Mér líður svo vel!

Ása (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:40

77 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Sussu! Skuggalegur gaur, þessi Ésú

Brjánn Guðjónsson, 3.12.2007 kl. 14:03

78 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já og sérstaklega guð í gamlatestamenntinu...

lesið

Jerimija 2.30 eða sálmarnir 21.9-10 og 58.3 og  135.8 og 136.10

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 15:24

79 Smámynd: Zaraþústra

Heill og sæll! Þetta er ekki afleit spurning, en fyrst við erum að velta þessu fyrir okkur í alvöru og ég ætla að þú gerir það, verðum við ekki að vera sanngjörn og spyrja fyrst: Er Jesú gagnlegur börnunum?  Þetta kann að virðast fráleit spurning en það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja að þessu fyrst, einfaldlega þar sem þetta er álitið sjálfsagt.  Af hverju er þetta sjálfsagt?  Ég veit eiginlega ekki hvernig fermingarfræðsla gagnaðist mér til dæmis.  Ég man eftir því að drekka djús með félögum mínum og ræða heimsmálin á eins gáfulegan hátt og fermingadrengir gera, að mestu ærsl og læti yfir engu.  Svo endaði þetta allt saman með því að ég varð efahyggjumaður og sé enga ástæðu til að gera ráð fyrir því að til sé Guð.  Ég efast jafnvel um þær litlu heimildir sem gefa til kynna að nokkurn tímann hafi verið til Jesú sem lýst er í biblíunni verið til.  Ég hugsa að þetta hafi verið algjör tímasóun hvað mig varðar og sjálfsagt hefði verið betra að kenna mér íslensku því málfræðin mín hefur alltaf verið til skammar.  Nú er ég kannski algjör einsdæmi en væri ekki betra að gera almennilega úttekt á þessu og athuga hvort menn séu bættari eftir að hafa lært um Jesú?  Ef svarið við þessari spurningu er óhætt að sleppa hugleiðingum um hættur þeirrar kennslu þar sem hún er hvort eð er gagnslaus og því engin ástæða til að kenna hana.

Nú er ég náttúrlega að tala um fræðslu í þeim tilgangi að kenna mönnum um trúna en ekki sögulegt yfirlit.  Ég hef ekkert á móti því að börn læri Faðir vorið  sem er afar fallegt og hluti af menningu okkar, sjálfsagt að kenna þetta börnum þegar þau læra um ljóð í íslensku.  Svo þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af jólunum frekar en mörgum öðrum hátíðum sem hafa fyrir löngu tapað tengingu við trúna en menn halda samt hátíðlegar.  Svo dæmis sé tekið Valentínusardagur sem margir halda hátíðlegan en hafa fyrir löngu gleymt því hverjir dýrlingarnir voru.  Eru nokkuð mörg dæmi þess þekkt að Valentínusarkort séu bönnuð í skólum, ef einhver?  Svo tekur Haukur einnig ágætt dæmi.  Það er í góði lagi að halda sameiginlegar hátíðir þótt menn geri það kannski á öðrum forsendum.  (Get lofað ykkur að jól eru ekki haldin á sama hátt meðal allra kristinna og það veldur ekki erfiðleikum).

Vona að eitthvert gagn sé af þessu svari mínu, lifið vel

Zaraþústra, 3.12.2007 kl. 18:11

80 identicon

Fræddu okkur á því Jurgen hvað kristið siðgæði er.
Íslenskt þjóðfélag er ekki eins einslitt og það var, að vera með trúboð stenst ekki mannréttindasáttmála... ég hef líka meiri áhyggjur af fylgismönnum Jesú en honum sjálfum

DoctorE (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 13:10

81 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Skemmtilegt þegar stjórnmálamenn eru í mótsögn við sjálfan sig, Eyþór hefur gefið sig út fyrir að vera baráttumann fyrir frelsi einstaklingsins og á móti miðstýringu. Hér lýsir hann sig mótfallinn því að einstaklingar fái að ráða sjálfir hvort börn þeirra fái trúarinnrætingu. Ennfremur finnst honum tilvalið að trúarskoðunum sé miðstýrt af ríkinu.

Ari Björn Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 13:14

82 identicon

Jurgen það skiptir ekki máli þó einhverjir aðrir búi við verri aðstæður en við í þessum málum.
Ef gildin okkar þróast ekki þannig að allir einstaklingar njóti síns frelsis þá eru gildin ekki nægilega góð, ríkið getur ekki hampað skoðun X í trúmálum, það gengur ekki upp og mun enda í leiðindum ef ekki er tekið á þessu strax.
Við höfum tækifæri á að taka rétt á þessum málum í stað þess að lenda í sama dilemma og mörg önnur lönd sem eru að lúffa fyrir múslímum & hinum og þessum trúarhópum, það eru komnir sérstakir skólar fyrir trú X þar sem menn kynda undir hatri á öðrum trúarhópum.
Ég vil sjá að allir krakkar fari í trúlboðsausa skóla í stað þess að lenda í sama rugli og út í heimi, það er það eina rétta í mínum huga

DoctorE (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:10

83 Smámynd: K Zeta

Held að síðasta PISA könnun sanni að við ættum að leggja meira í praktísk nám barnanna okkar heldur en að sýna þeim sagnfræði Miðausturlanda.  Ég á þrjá stráka í grunnskóla og stundum velti ég því fyrir mér hvaða gagn þeir hafi af því að læra nöfn eiginkvenna spámanna gyðinga utanbókar?  Er tíma barnanna ekki betur varið í raunverulegri hluti?

K Zeta, 4.12.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband