Krónan á krossgötum?

Vaxtamunur viđ útlönd er í sögulegu hámarki, ekki síst eftir 0,75% lćkkun bandaríska seđlabankans í gćr. Ţar međ er vaxtamunur krónu og bandaríkjadals nú meiri en 10% ţar sem "FED" er međ 3,5% vexti en "SED" er enn međ 13,75%. Má segja ađ ríki ógnarjafnvćgi í gengismálum ţar sem gengiđ helst hátt vegna hárra vaxta. Seđlabankinn hefur ţurft ađ glíma viđ verđbólgu um nokkuđ skeiđ, fyrst vegna ţenslu á Íslandi og svo ađ undanförnu vegna hćkkana á hrávöru, matvöru og eldsneyti. Í dag er ástandiđ afar viđkvćmt ţegar lánakrísa skekur bankakerfi heimsins. Hćttan viđ hratt lćkkandi vexti í ţessu ástandi er gengisfall krónunnar og verđbólga vegna hćkkunar á gjaldeyri.

Eftir ađ frelsi var gefiđ í gjaldeyrisviđskiptum fyrir rúmum tuttugu árum hafa Íslendingar notiđ mikils hagvaxtar en jafnframt aukiđ skuldir sínar í erlendum gjaldeyri. Miklar fjárfestingar vegna "útrásarinnar" hafa veriđ fjármagnađar međ erlendum lánum. Ţá hafa heimilin og fyrirtćkin aukiđ skuldsetningu sína í erlendri mynt. Flótti úr hávaxtalánum vegna húsnćđis yfir í erlend lán er eitt stćrsta skrefiđ - svo ekki sé minnst á bílalánin. Laun eru enn í krónum og svo blessađur yfirdrátturinn ;)

Ađ mörgu leyti var stigiđ ţađ skref međ frjálsum gjaldeyrisviđskiptum ađ fólk gćti valiđ. Á margan hátt má segja ađ Seđlabankinn hafi veriđ í erfiđri stöđu međ stíft verđbólgumarkmiđ. Útkoman er ţröng stađa fyrir krónuna ţar sem hún er hátt verđlögđ vegna hárra stýrivaxta.

Spyrja má hvers vegna 13.75% stýrivextir skuli ekki bíta betur á verđbólguna. Svariđ liggur ađ hluta í ţví ađ húsnćđislán eru flest međ föstum vöxtum. Í seinni tíđ vegur svo ţungt hvađ mikill hluti almennra lána eru í erlendri mynt. Stýrivextirnir bíta ţá fastast í yfirdráttalán og óverđtryggđ lán. Sumir hafa gengiđ svo langt ađ segja okkur búa viđ "ţrjá gjaldmiđla"; íslensku krónuna, verđtryggđu krónuna og svo erlenda mynt.

Ađ síđustu hafa svo bankastofnanir sóst eftir ţví ađ skrá sig í erlendri mynt. Ţar međ vćri búiđ ađ kippa miklu undan krónunni.

Á ţessum tímamótum er rétt ađ vega og meta kosti krónunnar viđ ţessar ađstćđur.

Ef viđ viljum halda krónunni verđum viđ ađ styđja betur viđ verđbólgumarkmiđ Seđlabankans.

Krónan verđur ađ vera góđur valkostur fyrir lánţega og launţega - ef viđ viljum halda henni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband