Björgvin og skóflan

Mér finnst Björgvin G. Sigurðsson vera skynsamur með því að taka þátt í þessari skóflustungu. Undirstöður íslensks þjóðfélags eru orkan og fæðan, þótt þjónustan verði alltaf mikilvægari.

Björgvin sagði á Rúv að OECD spáin sem ég vitnaði í hér á síðunni væri áhyggjuefni.

Virðisauki úr íslenskri orku er skref í þá átt að hindra fjöldaatvinnuleysi á Íslandi.

Skóflan skilar sínu.


mbl.is Fyrsta skóflustunga að álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Eyþór

Já, ég er sammála þér í þessu máli sem mörgum öðrum. Það er gleðiefni að við Reyknesingar fáum okkar álver og það er jafnframt framfaraskref yfir íslensku þjóðina.

Við hljótum að sjá, ekki síst eftir að Hafrannsóknarstofnun kom fram með tillögu frekari niðurskurð á fiskveiðum við landið, að eina vonin til að við getum búið í þessu landi við sæmileg kjör er að nýta þá krafta, sem búa í fallvötnunum og í iðrum jarðar.

Ég vil síður að við þurfum að komast í 5-8% atvinnuleysi áður en fólk áttar sig á þessari einföldu staðreynd.

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.6.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk fyrir góðar kveðjur Guðbjörn. Umræðan er mikilvæg. Við höfum haft það svo gott að það tekur tíma fyrir marga að átta sig.

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.6.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband