Yfirveguð ákvörðun

Bankahrunið snertir alla beint og óbeint. Fámennið gerir þetta enn vandasamara. Það hefur sjaldan verið eins mikilvægt að rannsókn og skoðun sé hafin yfir allan vafa. Bogi Nilsson hefur sýnt hér frumkvæði sem eftir er tekið. Skiptir hér minna máli hvort raunveruleg hætta á hagsmunaárekstrum hafi verið á ferð. Bogi rekur aðdraganda skýrsluvinnunar og telur að hingað þurfi að koma óháðir endurskoðendur "forensic auditors" að verkinu með tilliti til ummæla ráðherra um rannsókn.

Rökstuðningur Boga er yfirvegaður og meitlaður en í lokinn minnir hann á almennan rétt borgaranna til að kæra mál til lögreglu, ákæruvalds eða FME.

Nú er að sjá hvernig framvindan verður.


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Skynsöm ákvörðun t.d. vegna tengsla o.fl.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

4.11.2008 | 21:52

Sá Bogi glæp í hverju horni?

Hafandi lesið þessa frétt er eitt atriði kýrskýrt í mínum huga. Bogi hefur séð eitt og annað verulega aðfinnsluvert þann stutta tíma sem hann aflaði gagna. Blindur maður getur auðveldlega lesið það á milli lína í hans tilkynningu. Kæmi mér ekki á óvart að stærstu efnahagsglæpir íslenskrar sögu eigi eftir að verða dregnir fram í dagsljósið - ef til verksins fást flinkir erlendir aðilar, fullkomlega óháðir.

Björn Birgisson, 4.11.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það á helst ekki að gera neinum Íslendingi að rannsaka þetta mál. Landið er svo fámennt að það er alltaf um vensl eða önnur tengsl að ræða manna á milli.

Síðan megum við ekki gleyma, að allt þetta fólk, sem hugsanlega hefur eitthvað brotið af sér eða hefur gert eitthvað löglegt en siðlaust, mun áfram byggja þetta land með okkur.

Því segi ég að best sé að fá erlenda rannsóknarmenn, en hafa síðan Íslendinga, sem aðstoða þá. Þannig er ekki hægt að saka rannsóknarmennina um að þeir séu í hefndarhug og komist verður hjá eftirköstum.

Þrátt fyrir að ég hafi frá fyrstu stundu barist fyrir mjög nákvæmri og heiðarlegri rannsókn - "þar sem allt verður að koma upp á borðið", líkt og menntamálaráðherra sagði - þá skulum við minnast þess hvernig ástandið var í Noregi eftir stríðið, þegar vantraust og ásakanir einkenndu landið í mörg ár.

Af þessum sökum þarf að hraða rannsókninni og hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.11.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband