0% heimur

Vextir eru að nálgast 0% víða um heim. Með 0% verðtryggingu. Hagvöxtur er enginn.

Fyrir rúmu ári var heimurinn að vaxa hratt. Kína dró vaxtarvagninn og vesturlönd nutu ódýrrar framleiðslu. Alþjóðavæðingin var að lækka vöruverð og auka hagvöxt í Kína sem aftur gat lánað Bandaríkjunum milljarða dollara mánaðarlega. Svo kom hrávörubólan með matar- olíu- og málmaverðbólgu sem lagðist þungt á fyrirtækin enda sprakk bólan með gný.

Núna er samdráttur í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum samtímis og er það í fyrsta sinn í marga áratugi. Verðbólgan í BNA virðist horfin og neysluvísitalan lækkar um meira en prósent á milli mánaða.

Spurningin er: Hvað varir þetta lengi?

Eitt ár er viðráðanlegt, en ef alheimsvæðingin er að skreppa til baka verður þetta afturhvarf til fortíðar. Í stuttan tíma getur Kína haldið uppi innri hagvexti með fjárfestingum í lestarkerfum, hraðbrautum og flugvöllum. Til lengri tíma verður mikil breyting ef útflutningur Kína dregst saman.

0% vextir er besta ráðið við 0% vexti. Nú er að sjá hvort þetta meðal dugir. 

- Eitt er víst að við höfum úr nógu að spila þegar loks kemur að vaxtalækkunum hér á Fróni. -


mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér þennan pistil Eyþór.


Já það er svo sannarlega hægt að hlakka til þess þegar skotfæri Seðlabanka Íslands verða tekin í notkun aftur. Frá 18% til 2% á tveimur til þremur árum mun hafa mikla þýðingu fyrir efnahag Íslands ásamt lágu gengi. Betra en frá 2% til 0%. Ef Ísland væri með evru þá væri útflutningur Íslands sennilega full stopp núna.

Það voru víst vesturlönd sem drógu Kína í gang með því að kaupa af þeim vörurnar með miklum kaupmætti sínum. Kína þarf víst 7-9% hagvöxt á ári til að hrynja ekki til grunna. 60.000 verksmiðjur eru núna gjaldþrota í Kína það sem af er árinu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2008 kl. 00:05

2 identicon

Eitt skil ég ekki, Eyþór.

Það er hvers vegna enginn talar um eiginfjárhlutfallið. Ef ég skil rétt, þá er eiginfjárhlutfall það sem þeir kalla "reserve ratio" á ensku, eða sumsé það hlutfall útlána sem bankarnir þurfa að geta raunverulega reytt af hendi eða sumsé, til að standa við skuldbindingar sínar. Það virðist innbyggt í kerfið að litið sé hjá því að fjármálastofnanir hafi tök á því að standa við gefin loforð. Ég veit ekki um þig, en þegar ég get ekki staðið við mínar skuldir, þá er ég í vondum málum, og ríkið hjálpar mér ekki vegna þess að ef ég missi vinnuna, þá bara missi ég vinnuna og aumingja ég.

Bönkunum hinsvegar MÁ EKKI leyfa að fara á hausinn, því þeir taka alla aðra með sér. Ég skil ekki hvers vegna enginn er að tala um  hversu vitfirrt það sé að leyfa bönkunum að lána út margfalt það sem þeir geta staðið við. Það er ekki siðleysið sem ég hef út á að setja, þó þetta sé vissulega siðferðislega vafasamt, heldur að þetta bara hlýtur að klikka. Þetta fractional reserve dæmi hefur klikkað með nákvæmlega 0 undantekningum. Ég velti fyrir mér hvenær menn fari að endurskoða að heimila bönkunum að lána svona mikið án þess að geta staðið undir því. Þið Sjálfstæðismenn virðist jafnan duglegir við að kenna alþjóðakrísunni um, en við hverju í ósköpunum bjuggust menn? Að bankarnir þyrftu aldrei að borga það sem þeir hafa lofað? Í alvöru? Kommon! Það mátti ekkert fara úrskeiðis!

Allavega, hvers vegna er ekki rætt um að hækka eiginfjárhlutfall (að því gefnu að það sé á ensku "reserve ratio") upp í eitthvað vitrænt, svosem 50%? Þeir lækkuðu það niður í 0% um daginn, og veistu til hvers? Vegna þess að "allir hinir krakkarnir mega það". Í alvöru, þetta eru essentially rök seðlabankastjórnar fyrir því.

Leimmér að einfalda. Ég sting upp á því að við hækkum eiginfjárhlutfall bankanna upp í 50%. Hvernig myndirðu mótmæla?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrir rúmu ári var heimurinn að vaxa hratt. Kína dró vaxtarvagninn og vesturlönd nutu ódýrrar framleiðslu. Alþjóðavæðingin var að lækka vöruverð og auka hagvöxt í Evrópu. Svo kom hrávörubólan með matar- olíu- og málmaverðbólgu sem lagðist þungt á fyrirtækin enda sprakk bólan með gný.

Mætti ekki líka orða þetta svona?

Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB með 2% og USA með 0% vexti. ef þetta dugar ekki til þá eru þessi ríki í ljótum málum. það er ekki hægt að lækka þetta mikið meir.

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er ekki hagstæðast að fá lánað hjá USA? T.d. til að skuldbreyta?

Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband