ESB er eitt - gjaldmiðill er annað

Ályktun fundarins í gær er í takt við þá umræðu sem fer vaxandi. Of lengi hefur ESB verið gert að ígildi gjaldmiðilsskipta en innganga í ríkjasamband ESB er annað mál en upptaka gjaldmiðils. Í þeirri fjármála- og gjaldeyriskreppu sem við göngum nú í gegn um er eðililegt að margir láti hugfallast og horfi því til ESB sem "patent-lausnar". Ályktun fundarins gengur út að gjaldmiðilsskipti séu skoðuð sérstaklega og yfirvegað.

Hér er ályktunin í heild:

Selfossi 19. desember 2008
Sjálfstæðismenn í Árborg vilja skoða gjaldmiðilsmál óháð ESB

Fundur fulltrúaráðs Árborgar og sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi skorar á stjórnvöld að kanna til hlítar þann kost að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Ef niðurstaða slíkrar skoðunnar þykir jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf, heimili og fyrirtæki, verði ráðist í gjaldmiðlabreytingu svo fljótt sem verða má. Upptaka annars gjaldmiðils svo sem dollars eða evru væri hér til skoðunar burtséð frá hugleiðingum um inngöngu í ESB enda sanna nýleg dæmi að einhliða upptaka þarf ekki að vera háð slíkri inngöngu.

Þá leggur fundurinn áherslu á að gætt verði í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart ESB ekki síst hvað varðar landbúnaðarmál og sjávarútveg. Mikilvægt er að sú Evrópunefnd sem nú starfar að undirbúningi fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins horfi til þeirra grundvallar atvinnuvega sem matvælaframleiðsla og útvegur eru. Vægi sjávarútvegs og landbúnaðar er nú enn meira í þjóðarframleiðslu en fyrir hrun bankanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi staðið vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslandseins og glöggt sést best á nafni flokksins. Verðmæti sem felast í sjálfstæðinu eru mikil og þau ber að varðveita með öllum ráðum.

mbl.is Einhliða upptaka gjaldmiðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sæll Eyþór,

Svo er annað í þessu sem gleymist. Upptaka evru í gegnum aðild að Evrópusambandinu er eini möguleikinn sem í raun útilokar aðra möguleika sem Íslandi kann að standa til boða í gjaldeyrismálunum.

Ef við höldum í innlenda peningamálastjórn útilokar það ekki aðra möguleika, ef við tökum upp einhvern annan gjaldmiðil getum við hætt því hvenær sem er einhliða fyrir einhvern annan möguleika en ef við göngum í Evrópusambandið er ekkert hlaupið þaðan út ef okkur líkar ekki vistin.

Þannig að ef horft er á málið einfaldlega út frá heilbrigðri skynsemi ætti fyrst að kanna til hlýtar og jafnvel láta reyna á aðra kosti áður en aðildarviðræður við Evrópusambandið yrðu settar á dagskrá. Sá möguleiki ætti að öllu eðlilegu að vera síðasti möguleikinn í stöðunni.

Fyrir utan auðvitað allt það sem Evrópusambandsmöguleikinn myndi kostar okkur, þ.á.m. sjálfstæðið, lýðræðið (það yrðu ekki lengur lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar sem stjórnuðu landinu) og yfirráðin yfir grunnauðlind þjóðarinnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nú er ég persónulega stuðningsmaður þess að halda í íslenzku krónuna og tel það vel hægt þó það krefjist þess vissulega að vel sé haldið á spilunum. En þess þarf reyndar alltaf. En hvers vegna er einblínt svona á Evrópusambandsaðild? Hefur verið kannaður áhugi t.d. bandarískra stjórnvalda á stuðningi við upptöku dollarans á Íslandi?

Það eru fáir málaflokkar sem rannsakaðir hafa verið eins mikið á liðnum árum og Evrópumálin og kostir og gallar Evrópusambandsaðildar. Samt fullyrða Evrópusambandssinnar að það sé ekkert hægt að vita um slíkt nema farið sé í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það hefur nánast ekkert verið rannsakað hvort Ísland gæti tekið upp annan gjaldmiðil einhliða með góðu móti, a.m.k. ekki í samanburði við Evrópusambandsaðild. Samt fullyrða Evrópusambandssinnar að sá möguleiki sé ómögulegur í alla staði og vilja alls ekki að hann sé skoðaður að neinu ráði.

Sama er reyndar líka með möguleikann á tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað EES-samningsins. Sá möguleiki hefur sama og ekkert verið rannsakaður en samt afskrifa Evrópusambandssinnar hann.

Það þarf að skoða alla þá möguleika til hlýtar sem Íslandi kunna að standa til boða í þessum efnum sé markmiðið hagsmunir Íslands en ekki einn möguleiki og ekki aðrir. Fyrr er ekki hægt að taka ákvörðun í þessum efnum. Eins og segir í athugasemd minni hér að ofan væri eðlilegast frá sjónarhóli skynseminnar að Evrópusambandsaðild yrði síðasti möguleikinn sem skoðaður yrði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Tori

Góð ábending. Dollar strax. ESB umræðu og atkvæðagreiðslu síðar og svo jafnvel evru ef svo ber undir.

Fyrst leysa gjaldmiðils krísuna. Upptaka dollars núna kemur ekki í veg fyrir evru síðar.

Tori, 20.12.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það var frábært hjá ykkur Eyþór, að samþykkja þessa ályktun. Ég segi bara til hamingju Íslendingar ! Það er komið nóg af falsi og blekkingum. Nú skulum við fara að vinna að gjaldmiðilsmálum eins og vitibornir menn.

Að taka upp US Dollara er góð hugmynd, en það er til betra fyrirkomulag sem gerir sama gagn. Hér er um að ræða upptöku Íslendsks Dollars, með baktryggingu þess Bandaríska. Um þetta fjallaði ég í Morgunblaðinu í dag.

Hér er greinin: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/750298/

Og hér er meiri umfjöllun um málið: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 18:07

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Aðalatriðið er auðvitað að allir mögulegir kostir Íslands í gjaldeyrismálum séu kannaðir til hlýtar og að ekki sé gert upp á milli þeirra með því að einblína á einn umfram aðra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 18:23

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta get ég vel skrifað undir Hjörtur. Sem betur fer sé ég skýr merki þess, að einstefnu-lestin til ESB og Evru sé að stöðvast.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 18:50

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég held að það sé ljóst að margir flokksbundnir sjálfstæðismenn séu opnir fyrir hugmyndum um að skipta um gjaldmiðil, margir vilja halda í sjálfstæða peningamálastefnu, en fæstir vilja sennilega í Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi hugmynd um sjálfstæða peningastefnu er blekking. Alþjóðlegir peninga-straumar eru af slíkri stærð, að smáríki rótast með og drukkna. Sannanir um þetta má sjá um allan heim og ættu að vera augljósar. Eigum við ekki heldur að taka upp æfingar í nauta-kasti ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað er að íslensku krónunni?

Gunnar Rögnvaldsson, 20.12.2008 kl. 21:18

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvaða gjaldmiðill er stöðugur?

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 21:28

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gjaldmiðlar endurspegla fyrst og fremst þau hagkerfi sem þeir þjóna, stórir sem litlir. Ef við tækjum upp annan gjaldmiðil, sem sjálfsagt og eðlilegt er að skoða eins og annað, þá værum við með gjaldmiðil sem endurspeglaði ekki stöðuna í hagkerfinu hér og gæti því hæglega komið upp sú staða að gjaldmiðillinn ynni beinlínis gegn því. T.d. ef stýrivextir seðlabankans á bak við hann væru á skjön, og jafnvel algerlega á skjön, við efnahagsaðstæður hér á landi. T.d. gætum við fengið mjög lága vexti ofan í þenslu. Eða öfugt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 21:31

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar nafni. Það er eins og ég hafi heyrt þennan söng einhverstaðar áður. Sönginn um "ónýta gjaldmiðilinn". Það voru reyndar þegnarnir á evrusvæðinu sem sögðu það sama og þú ert að segja núna, en það var bara árið 2000 til 2001 og gerðist hér í Evrópu þegar evran hrundi. Þá voru það neytendur sem sögðu að evran væri "ónýt" því hún féll svo mikið vegna vantrausts. En útflytjendur urðu skiljanlega glaðir.

Núna er staðan alveg öfug. Evran er svo há því hún hefur hækkað um 100% gagnvart stærstu mynt heimsins, dollar. Þetta er alls ekki góð mynt, í hinum efnahagslega skilningi, því hún er ekki í samhengi við þann efnahag sem hún á að þjóna. Athugið að myntin er þjónn, hún á að þjóna efnahag samfélagsins.

En hvað er að gerast núna? Jú, við erum að sennilega að upplifa verstu fjármálakreppu nokkurntíma. Ef við tökum evrusvæðið þá er staðan hér svona:

a) fyrst kemur fjármálakreppan og leggur margar fjármálastofnanir heimsins að velli

b) útflutningsmarkaður Evrópusambandsins hrynur og það mun koma djúp kreppa.

En hvað gerir gjaldmiðill Evrópusambandsins þá? Jú, hann HÆKKAR !!! Hann hækkar og hækkar!

Er hugsanlega til verri gjaldmiðill en svona gjaldmiðill? Í stað þess að sjá til þess að halda hagvexti í gangi og sem bestu atvinnuástandi þá leggur evran efnahagslíf evrusvæðis í rúst með gengi sem er út tenglsum við raunveruleikann. Útflutningur er FULL STOPP!

Ef það er eitthvað sem þegnar evrusvæðis óska sér núna þá er það það að gengi evru hrynji massíft og hætti að sveiflast svona hrikalega gagnvart stærstu gjaldmiðlum heimsins. En mun þeim verða að ósk sinni? Það munu spákaupmenn gjaldeyrismarkaða ákveða fyrir þá.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.12.2008 kl. 21:58

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

ECB gæti hæglega lækkað stýrivexti miklu meira en þeir hafa gert því verðbólga er núna history því allt loft er úr öllum verðhækkunum allstaðar í heiminum og í staðinn er komin veruleg hætta á verðhjöðnun (deflation). En af hverju hefur ECB þá ekki gert það? Jú verðbólgustig er mjög misjafnt í evruríkjum og það eru eingin sameiginleg ríkisfjárlög á bak við evru. Engin. Þess vegna þorir ESB ekki að lækka vextina enn mera því þessi seðlabaki er núna orðinn svo alvarlega hræddur um að myntin þoli það ekki og brotni því kanski upp. Í stað þess að vera þjónn efnahagssvæðisins þá er efnahagssvæðið orðið þræll myntarinnar (gamla Sovéska efnahagslíkanið). Þetta er því slæm mynt fyrir mjög mörg lönd í evru.

En núna á Seðlabanki Íslands öll sín þungu vopn eftir full hlaðin. Nú geta Íslendingar glatt sig yfir að það er gott í vændum. Lækkun stýrivaxta frá 18% og niður í 2% á tveim árum. Þetta er nefnilega mynt íslenska hagkerfisins only. En menn verða einnig að muna það að hún þolir þá slæmu meðferð sem hún fékk af nú gjaldþrota bankakerfi. Þessa meðferð hefði hvorki dollar né evra þolað heldur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.12.2008 kl. 22:22

14 identicon

Gunnar þú getur ekki sagt að krónan muni jafna sig. Það mun enginn nota þennan gjaldmiðil meira sem hefur kost á öðru.

Ég talaði við talsmann eins af stóru Álfyrirtækjunum hérna um daginn. Viðkomandi var hæstánægður með ástandið enda stórgróði fólgin í þessum bágu kjörum landsmanna fyrir þá.

Þeir nota ekki krónu nema í launagreiðslur til íslenskra verkamanna.

sandkassi (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:54

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Krónan er búin að jafna sig. Hún var alltof há. Núna þarf evran einnig að jafna sig með því hrynja um ca 35-40% á næsta ári eins og hagspá Saxo Bank fyrir 2009 gerir ráð fyrir: Saxo Bank 10 púnkta völvuspá fyrir 2009

.

Vinsamlegast athugið: við skulum ekki láta sömu hjátrú ráða áliti okkar á krónunni eins og álit svo margra var á málefnum íslenska bankakerfisins lengi áður en það varð gjaldþota inni í ESB: CEPR: Hrun íslenskra banka: ófært og gallað viðskiptalíkan

Afleiðingar eru ekki orsök

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.12.2008 kl. 23:05

16 identicon

þetta er bara ekki málið. Bankahrunið hér var alveg nóg. Það er algjör óþarfi að kljást við gengishrun í ofanálag.

Afleiðing eða orsök? Ég hef ekki efni á slíkri hugmyndafræði. Námsmenn í framhaldsnámi erlendis eiga ekki til hnífs og skeiðar, þeir fá krónu.

En þeir sem eiga útflutningsfyrirtækin safna nú krónu.

Svo hækkar krónan og bilið milli ríkra og fátækra stækkar.

Þetta er vissulega gróðinn af krónunni.

sandkassi (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:31

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjálfstæð peningastefna með Krónu hefur aldrei gengið upp. Upptaka evru er að fara úr öskunni í eldinn fyrir  íslenskan almenning.  Nýta sér USD kemur best út það er hægt að gera arðbærar áætlanir út hann.  Krónan var lengi alltof há og það var dýru verði keypt.  Hún er búinn að jafna sig en forsendurnar fyrir því að allt fari í sama farið þær eru ennþá fyrir hendi.  Hverjir græða á því að krónan er búin að jafna sig í augnablikinu?  Það er ekki hægt að eyða öllum tíma og arði þjóðarinnar í framtíðinni að með því  halda veikasta þjóninn. Brennt barn forðast eldinn. 

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 23:44

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mér finnst vanta talsvert á að menn skilji til hvers við erum með eigin gjaldmiðil. Ég tók því saman hér af hverju ég vil halda í krónuna.

Guðmundur Jónsson, 20.12.2008 kl. 23:48

19 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mig langar til að varpa fram einni spurningu.  Hve margar 350þús manna þjóðir hafa sjálfstæðan gjaldmiðil? 

Önnur spurning. Afhverju ættum við ekki að geta notið hagvaxtar án krónu? 

Krónan hefur oftar en ekki í gegnum tíðina verið skráð við of háu gengi.  Síðan hefur gengið verið fellt ítrekað til að koma til móts við útflutninginn.  Þessar sveiflur - hagstjórnin eins og sumir vilja kalla það - gera fyrirtækjum í landinu erfitt með fóta sig sökum stöðugra sveifla í gjaldmiðli. Núna hefur krónan "jafnað sig" vegna gjaldeyrishafta sem ekki geta varið í langan tíma.  Hvað gerist þegar þeim er aflétt?

Ég vil taka það fram að ég er ekki flokksbundinn sjálfstæðismaður.  Samt sem áður, eftir að hafa skoðað ýmislegt sem fer fram á þingi Evrópusambandsins t.d. vegna Lissabon sáttmálans (vegna atkvæði Íra). Þár sá maður hreint ekki það sem kalla mætti lýðræði.  Þar átti að sniðganga reglur og samþykkja "stjórnarskrá" þessara sambandslanda án samþykktar allra aðildaríkja. Persónulega vil ég ekki búa í sambandsríki með stjórnarskrá sem hentar Þýskalandi betur en Íslandi.

Það má vera að Íslendingar búsettir erlendis til margra ára líkt og Gunnar, sjái krónuna í hillingum í einhverri þjóðrækni.    Við sem búum hér á fróni höfum breiðar herðar.  En við erum samt engir risar.  Ég horfi á hagsögu undanfarinna 60 ára og sé lítið annað en sveiflur.  Hagvöxtur hefur fylgt góðæri eins og t.d. síldarævintýrinu og djúp lægð kom í kjölfarið þegar hún hvarf.  En síðan reis landið úr sæ aftur með tilkomu álvers. Það kom gjaldmiðlinum ekki nokkurn hlut við. 

Það eru stjórnvöld - örfáir íslendingar - sem hafa stýrt gjaldmiðlinum í gegnum árin.  Rétt eins og örfáir íslendingar höfðu það vald að setja hér allt á annan endann.

Við erum það fá, að örfáir íslendingar geta stjórnað ansi miklu.  Þessi völd hverfa með stórum alþjóða gjaldmiðli.

Persónulega verður mér þá létt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.12.2008 kl. 01:42

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrsta lagi hafa þjóðir aldrei vilja halda í veikan gjaldmiðil sem ekki er hægt að verja fyrir árásum auðhringa eða annarra þjóða. Í sögunni þá voru slegnar út myntir í eðalmálmum af því þeir geymast.  Til að byrja með voru myntirnar inn stæða út á korn [fæðu] í geymslum hjá viðkomandi einvaldi. Íslendingar með allar þessar þjóðartekjur og Marshall aðstoð hefðu haft það miklu betra í dag ef þeir hefðu sleppt því að íslenska dönsku krónuna þegar þeir fengu fullræði frá gamla efnahagsbandalaginu Danmörku.   Raunverulegur gjaldmiðill þjóðarinnar eru auðlindirnar og til til að tryggja hagstæðust vöruskiptin við aðrar þjóðir er besta að ávísa Dollurum bara þó ekki væri vegna þess Logo sem hann hefur..

Júlíus Björnsson, 21.12.2008 kl. 01:46

21 identicon

Það er einungis plutokratið í útlfutningnum hér sem græðir því að fella gengið eins og einhverskonar Zimbabve apakettir.

En um leið og við skoðum alvöruatvinnuveg eins og fiskveiðarnar og allar þær greinar sem tengjast þeirri starfsemi þá er hagur manna af lágu gengi ekki lengur ákjósanlegur.

Það er engin tilviljun að Útgerðarmenn óska eftir upptöku nýs gjaldmiðils utan ESB. 

Lágt gengi og gengisfellingar fara síðan alltaf illa með almenning.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 01:53

22 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Námsmenn í framhaldsnámi erlendis eiga ekki til hnífs og skeiðar, þeir fá krónu.


Nei. Þeir fá lán sín í mynt viðkomandi lands og miðað við framfærslukostnað í hverju landi fyrir sig.


Velgengi myntar ákvarðast ekki af mannfjölda þjóða, því þá væri Svissneski frankinn ekki til. Það eru til um 120 hakerfi í heiminum sem eru með minna hagkerfi en Ísland.

Núna hefur verið ca 15% verðbólga á Íslandi og stýrivextir eru núll í Bandaríkjunum og ca 2,5% á evrusvæði. Hvernig hefðuð þið náð niður þessari verðbólgu með stýrivöxtum í engu samræmi við verðbólgu?

a) sett á lög til að lækka laun hjá öllum í landinu (gripið inn í kjarasamningar og frjálsa launamyndun)?

b) sett á ný lög til að banna afborgunarkaup?

c) sett á nýja innflutningstolla. T.d. 120-250% toll á nýjar bifreiðar?

d) sett bann á byggingu á nýs húsnæðis?

e) sett á 200 nýjar neysluskatta og gjöld á neyslu?

Allt til þess að reyna að draga úr eftirspurn og framkvæmdum í hagkerfi sem hefði 15% verðbólgu og næstum núll % stýrivexti

Nema náttúrlega að vextir yrðu ákveðnir á Alþingi fyrir allt bankakerfið til að tryggja raunvexti. Þá gæti Ísland orðið svona raunverulegt bananalýðveldi með erlenda mynt, stórt ríkisrekið haftakerfi og hagnaður bankanna yðri því mikill og sendur út í stórum tunnum til eigenda bankanna erlendis. Nema náttúrlega að þið myndið vilja vera eins og Spánn eða Lettland, lönd sem þjást af fjármagnsskorti inni í myntbandalagi. Enginn myndi vilja fjárfesta svo mikið sem einum dollar eða einni evru í svona þjóðfélagi. Því myndi framboð á lánsfé verða ekkert nema að ríkisafskipti af lifi og limum þegnanna og fyrirtækjanna yrði að sama skapi mikil til að tryggja raunávöxtun til handa fjármagnseigendum. (muna brandarann um að verðtryggingin hyrfi (setja þann hlátur inn hér))

ÖLL ríki sem nota myntráð eða myntir erlendra ríkja eru annað hvort vanþróuð lönd, stríðshrjáð lönd, fyrrverandi eða núverandi nýlendur, vansköpuð lönd eða lönd í transit frá einræði til frelsi. ÖLL!

Hér eru mörg þeirra og takið eftir að Nýja Sjáland yfirgaf félagsskapinn og valdi að verða ríkt með eigin mynt eins og Ísland gerði, en þó bara ekki nema 60% eins ríkt og Ísland ennþá. Zimbabwe valdi hinsvegar ekki mannapa til að stjórna landinu sem einræðisherra, hann tók bara völdin.

Botswana , Burkina Faso , Burundi , Cameroon , Cape Verde , Central African Republic , Chad , Christmas Island , Cocos (Keeling) Islands , Comoros , Congo-Brazzaville , Congo-Kinshasa , Cook Islands , Cote d'Ivoire , Djibouti , Equatorial Guinea , Eritrea , Ethiopia , Fiji , French Polynesia , Gabon , Gambia , Ghana , Guam , Guinea , Guinea-Bissau , Katanga , Kenya , Kiribati , Lesotho , Liberia , Libya , Madagascar , Malawi , Mali , Marshall Islands , Mauritania , Mauritius , Mayotte , Micronesia , Morocco (French and united) , Morocco (Spanish) , Mozambique , Namibia , Nauru , New Caledonia , New Guinea , New Zealand , Niger , Nigeria , Niue , Norfolk Island , Northern Mariana Islands , Palau , Papua and Papua New Guinea , Pitcairn Islands , Reunion , Rwanda , Saint Helena , Samoa , Sao Tome and Principe , Senegal , Seychelles , Sierra Leone , Solomon Islands , Somalia , Somaliland and Puntland , South Africa , Sudan , Swaziland , Tanzania , Timor-Leste (East Timor) , Togo , Tokelau , Tonga , Tunisia , Tuvalu , Uganda , Vanuatu , Wallis and Futuna , Western Sahara , Zambia , Zanzibar , Zimbabwe .

Verði ykkur að góðu.

Hagfræði er ekki verkfræði því menn eru ekki vélar. Þetta fjallar um okkur fólkið, ekki um gengisskráningu. Hættið að horfa á gengið eins og hjartalínurit í útrásaræði, horfið í staðinn á verðmætasköpun og hagvöxt. Það er það sem skiptir raunverulegu máli því allt annað er háð þessum grunnskilyrðum. Ísland er ennþá eitt ríkasta land heimsins. Þökk sé fullu frelsi. Þetta frelsi gildir einnig um peningmálin. Þökk sé m.a. myntinni okkar, íslensku krónunni. En eftir þessi áföll verður hún HERT KRÓNA. Ísland hefði aldrei náð svona langt á eigin fótum með mynt annarra.

En þessi útrásar-villi(manna)gata og gallað viðskiptalíkan bankanna hefðu þurft að vera betur gerð frá byrjun og ekki framkvæmd með svona miklu offorsi og glæfrum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.12.2008 kl. 05:05

23 identicon

Gunnar Rögnvaldsson, 

Hér er settur framfærslukostnaður í hverju landi fyrir sig af LÍN. Átt þú þvið að LÍN hafi hækkað framfærslukostnað fyrir hvert land til samræmis við gengisfall Krónunar?

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 05:24

24 identicon

"ÖLL ríki sem nota myntráð eða myntir erlendra ríkja eru annað hvort vanþróuð lönd, stríðshrjáð lönd, fyrrverandi eða núverandi nýlendur, vansköpuð lönd eða lönd í transit frá einræði til frelsi. ÖLL!"

Gunnar R.  þaðgengur ekki að vera með svona vitleysu. Ég hef bara sjaldan heyrt annan eins hroka og hef ég heyrt ýmislegt.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 05:28

25 identicon

Þá sýnist mér í fljótu bragði listinn hjá þér innihalda einungis ýmis Afríkuríki.

Er Afríka sérstakt áhugamál hjá þér Gunnar eða er umheimurinn einnig á kortinu?

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 05:36

26 identicon

"Þá gæti Ísland orðið svona raunverulegt bananalýðveldi með erlenda mynt"

Ísland er í dag hið eiginlega bananalýðveldi nema hvað að hér vaxa engir ávextir. Því miður.

Hvað varðar verðbólgumarkmið Gunnar R. þá legg ég til að þú lesir þig til um það hvernig ákveðin eru verðbólgumarkmið í þessu sambandi og hvernig þeim er fullnægt.

Maður með hagfræðimenntun eins og þú ætti að geta gert það. Hlífðu mér síðan við þessu bulli.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 05:45

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gunnar, ástandið í dag er að mestu vegna Krónubrasks [og ESS].  Við erum ekki sambærileg við þær þjóðir sem þú listar. Við erum ekki heldur ekki vélar. Síðan úr síðasta efnahagstríði hefur dollarinn ávalt verið grunnforsenda fyrir krónuna hvað varðar útflutning. Hættan við krónuna er að hún leiði sum okkar aftur á sömu braut frá raunverulegri verðmætasköpum og almennt háum tekjum.

Telur þú að við vinnum málið gegn her Majesty?

Júlíus Björnsson, 21.12.2008 kl. 05:48

28 identicon

Málaferlin munu taka mörg ár, meinta olían mun ekki láta á sér kræla fyrr en eftir mörg ár heldur.

Hér hafa Íslenskir auðmenn getað beitt sér við Seðlabankann alla tíð og genginu verið stýrt af hagsmunaástæðum þeirra. Þeir hafa síðan og ætla sér að halda áfram að leysa út stórfelldan gengishagnað í framtíðinni.

Þetta er ekkert jók. Af hverju nota helstu útflutningsvegir landsins ekki krónu í sínum innanlandsviðskiptum?

Nei bíddu jú, þeir greiða launin í krónu!!

Hvernig dettur þér í hug að verja þetta? Bananalýðveldi? Við eigum að borga Icesave og eins og ég hef sagt frá byrjun þá munu eignir Landsbankans ekki duga fyrir því þar sem að ekki er gert ráð fyrir eðlilegri verðhjöðnun í þeim útreikningum.

Á hverjum degi koma fram tugir og jafnvel hundruðir milljarða skuldir banka og ýmissa stórfyrirtækja. Lífeyrissjóðirnir munu mögulega poppa einhverjir. Við einum enn langt í land með að sjá til botns. Er ekki kominn tími til að hætta þessum Pollíönnuleik?

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 06:08

29 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bosnía Herzegovina

3.8 Mannfjöldi milj.

$6.2 stærð hagkerfis miljarðar

1997 byrjaði myntráð á hausnum vegna efnahagsafleiðinga styrjaldar sem bjó til óðaverðbólgu

1.95583 convertible marks = 1 euro

==========================

Bulgaría

7.8 Mannfjöldi milj.

$35 stærð hagkerfis miljarðar

1997 byrjaði myntráð á hausnum vegna hruns kommúnisma

1.95583 leva = 1 euro / Myntráðslegt fyrirkomulag

==========================

Cayman Islands [UK]

35,000 Mannfjöldi þúsund

$930 stærð hagkerfis miljónir (skattaskúffa)

1972 byrjaði myntráð vegna ?

Cayman $1 = US$1.20

==========================

Eistland

1.4 Mannfjöldi milj.

$7.9 stærð hagkerfis miljarðar

1992 byrjaði myntráð á hausnum vegna hruns kommúnisma

8 kroons = 0.51129 euro / Myntráðslegt fyrirkomulag

==========================

Litháen

3.6 Mannfjöldi milj.

$17 stærð hagkerfis miljarðar

1994 byrjaði myntráð á hausnum vegna hruns kommúnisma

3.4528 litai = 1 euro / Myntráðslegt fyrirkomulag

==========================

Rúsínan í pylsuendanum

Hvernig getur þetta gerst í landi sem er með myntráðslega peningastjórn og bundið fast upp á evru? Eistland píramídaspil, segir prófessor???

Professor: Estonian economy as a pyramid scheme

Toomas Hõbemägi 15.12.2008 16:07

Kattel writes in Eesti Päevaleht that it is now clear that the liberal economy and economic policy to attract foreign direct investments that has characterized the Estonian economy for the last 15 years was a short-term success.

“In the next five to ten years we will understand that this success has been a pyramid scheme,” writes Kattel.

“The worst today when the Estonian economy is shrinking, unemployment has doubled in a year, public sector continues to spend is that Estonia’s leaders are incapable of analyzing the situation, learn from past mistakes and plan realistic changes.”

The main problem contemplated by Estonian ruling politicians is whether to accept the blame for the current crisis or keep blaming the worldwide financial crisis?

“Politically, the right answer, of course, is to blame the world crisis. The problem is that the neoliberalism that has dominated the Estonian economy for the last fifteen years has also been feeding the world financial community that believes in the self-regulating power of markets and wants to keep the government role at a minimum.”

According to Kattel, the Estonian economy was booming when there were plenty of foreign investors and lenders. When they turned their back on Estonia, the country’s economy plummeted, reducing the value of investments and fuelling further fall. Since investments in productivity, human resources and technology were insufficient, the country’s economy cannot return to growth fast since it would require new investors and lenders. “They are not coming,” he writes.

“Estonians need to understand two simple things: first, the current economic policy model has collapsed and, secondly, the fuel for earlier economic growth has run out and will not be filled any time soon.”

Kattel writes that three key groups are debating about what Estonia should do in the current crisis. The first view is to keep blaming the external factors and tell everybody that as soon as the world financial crisis blows over, things will be back to normal and we don’t have to change our current economic model.

The second group – opinion leaders - claims that Estonia needs new objectives and fresh leaders. They say that after joining the EU and NATO and being forced to postpone euro entry, the government has lost its vision to take the nation forward.

The third group is represented by the Reform Party that wants to make the current neoliberal economic policy even more radical as shown in new strategic economic plan put forward by the party recently. For instance, they suggest to make the labour market more flexible although it is already extremely flexible as shown by the rapid growth in unemployment and wage growth slowdown. Labour market must not become more flexible, but more active in terms of retraining and in-job training.

Unfortunately, neither of the three scenarios will help Estonia overcome the current crisis. Moreover, all three see eurozone as the saviour although the euro is a means that will simply replace the currency risk such as devaluation with credit risk.

“I believe that economic policy debate in Estonia is impossible since we are incompetent, arrogant or intolerant. Think about how we reacted six months ago on warnings made by foreign analysts that Estonian economy is facing a crisis. The only way out of this mess is to say goodbye to neoliberalism and find realistic ways to put the Estonian economy back on track for growth.”

hProfessor: Estonian economy as a pyramid scheme

Kveðjur

PS: tips: elta boltanum en ekki leikmennina eða dómarann. Það sem maður segir, en ekki það sem maður er.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.12.2008 kl. 06:16

30 identicon

Maður er það sem maður segir Gunnar og það verður nú bara að horfast í augu við hlutina.

Þú veist tildæmis vel hvernig verðbólgu er stjórnað í löndum sem gefa ekki út eigin gjaldmiðil, ég veit það.

Af hverju er Panama eða Ekvadoor ekki álistanum hjá þér? Nú til þess að brjóta hefðina í þessum umræðum; Af hverju tiltekur þú ekki öll þau lönd sem lúta fastgengisstefnu Evrópusambandsins?

Lúta þau eftirfarandi skilgreiningu þinni?;

"ÖLL ríki sem nota myntráð eða myntir erlendra ríkja eru annað hvort vanþróuð lönd, stríðshrjáð lönd, fyrrverandi eða núverandi nýlendur, vansköpuð lönd eða lönd í transit frá einræði til frelsi. ÖLL!"

Einnig spurði ég þig um afgreiðslu námslána hér og spyr sá sem ekki hefur kynnt sér málið að fullu en á nemendur sem eiga í stórum vandræðum sökum þessa á erlendri grund;

"Hér er settur framfærslukostnaður í hverju landi fyrir sig af LÍN. Átt þú við að LÍN hafi hækkað framfærslukostnað fyrir hvert land til samræmis við gengisfall Krónunnar?"

Þetta er persónulegt Gunnar en við skulum bara tala saman konkret.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 06:28

31 identicon

"Þetta er persónulegt" átti að vera "ekkert persónulegt"

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 06:30

32 identicon

Svo ég hætti nú að pönkast í bloggvini mínum GR sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég heyri menn segja hvað eftir annað að Ísland sé "ríkasta land í heimi". En fyrst að svo er ætla þá ekki Íslensk Stjórnvöld bara að gangast við ábyrgð sinni (af því við erum svo rík) og taka verðbæturnar af húsnæðislánum á sig?

Ég tek fram að mín lán eru í lagi, en hér á fullt af fólki eftir að missa allt sitt í þessu (ríkasta landi í heimi).

Einhliða upptaka annars gjaldmiðils myndi bjarga þessu máli.

Svo ætla ég að setja þennan link hjá þér Eyþór minn áður en ég fer að sofa og óska ykkur til hamingju með vel unnin störf í Árborg.

http://multitrack.powweb.com/nyr_gjaldmidill.pdf

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 06:47

33 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Námslán eru greidd út í erlendirmynt og miðast við framfærslu í því landi sem munið er í og við námseiningar => ef gengi ISK fellur => engin breyting => en skuldar meira í ISK => lesa heima eða fresta námi. Ísland orðið hagstæðara.

Panama og Ecuador er með USD dollar beint => ekki myntráð. Fátæk lönd.

Ég taldi upp Eistland, Lettland, Litháen og Bosnínu og sumar þær "nýlendur" í Afríku sem nota evrur via myntráð:

Cape Verdean escudo

Central African CFA franc

CFP franc

Comorian franc

West African CFA franc

Danmörk er ekki með myntráð en samt bundin EUR með +/- 2.25% bandi. Þeir hafa gagnkvæma ERM II bindingu => stýrt með gjaldeyrisforða Natioanlbanken og ECB, via upkaup/sölu í markaði (intervention). Tók 25 ár að ná þessu. Þeir geta losað sig með einni ákvörðun og það er t.d. rætt þessa dagana vegna þess að evran er allt að drepa, hún er svo há. En seðlabankinn segir nei, en sumir hagfræðingar segja já (Danske Bank).

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.12.2008 kl. 07:27

34 Smámynd: Víðir Benediktsson

Krónan er einfaldlega of lítil, það er hennar veikleiki. Gat gengið meðan flestir voru ekki nema rétt mátulega ríkir en þegar örfáir einstaklingar eru farnir að velta margfalt meira fé en íslensku fjárlögin verður krónan berskjölduð. Þessir aðilar geta nánast ráðið genginu með tilfærslum. Dollarinn er rökréttasti kosturinn í stöðunni. Við getum hugsanlega tekið hann upp á skuldbindinga öfugt við evru auk þess sem það tæki mun skemmri tíma.

Víðir Benediktsson, 21.12.2008 kl. 07:45

35 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Lísa spyr hér ofar af hverju getum við ekki notið hagvaxtar án krónu.(án sjálfsáðrar myntar eða myntbandalags) Það er vissulega hægt en það kostar þá annað tveggja,  jávæðan viðskiptahalla eða erlenda lántökur. Með öðrum orðum, við verðum að safna peningum með útflutningi vöru eða þjónustu eða taka erlend lán fyrir öllu. þetta þýðir að stækkun hagkerfisins verður alltaf að koma frá móðurhagkerfinu jafnvel þó aðeins um innlenda veltuaukningu sé að að ræða eins og þenslu í landbúnaði eða skólakerfi. Eiginlega má segja að þetta þýði að það sé sama hversu mikið Þegnarnir vinna þeir mun aldrei fá neitt fyrir sína vinnu nema að móðurhagkerfið sé tilbúið að kaupa það eða taka veð í því. Það gefur auga leið að menntaskóli á ísafirði er sennilega ekki mikils virði augum bankastjóra í brussel þó hann sé mikils virði fyrir ísfirðinga og íslendinga sem þjóð.

Guðmundur Jónsson, 21.12.2008 kl. 11:21

36 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Guðmundur og takk fyrir svarið.  Væri þetta þá ekki nákvæmlega eins með upptöku Evru?  Þyrfti hagvöxtur þá ekki líka að koma úr stækkun móðurhagkerfisins Evrópu?

Annar vil ég taka fram, að þegar ég tala um einhliða upptöku dollar þá á ég EKKI við MYNTRÁÐ.  Gunnar Rögnvalds, sá fróði maður, kom með ýtarlegan lista hveð þetta varðar en ég er að horfa til Panama og El Salvador frekar en á þau lönd.

Getum við Íslendingar talist rík þjóð í dag eftir hörmungar undanfarinna mánuða?  Má ekki líkja þessu við náttúruhamfarir?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:40

37 identicon

Jú jú mér datt í hug Gunnar að þú værir að tala um Myntráð/bindingu en ekki lönd sem tekið hafa gjaldmiðil upp einhliða þar sem að ég sá ekki þau lönd á listanum.

Vandamálið er samt að svona var þetta sett fram;

"ÖLL ríki sem nota myntráð eða myntir erlendra ríkja eru annað hvort vanþróuð lönd, stríðshrjáð lönd, fyrrverandi eða núverandi nýlendur, vansköpuð lönd eða lönd í transit frá einræði til frelsi. ÖLL!"

Ég hef ekki talað' fyrir myntslátturáðskerfi.´Astæðan er sú að þegar að gjaldmiðill er bundin við gengi annars gjaldmiðilis þá hefur það katastrofiskar afleiðingar nema;

Viðkomandi ríki sé með eftirfarandi aðstæður fyrir uppsetningu.

1) Sterka peningamálastjórn

2) Hallalaus fjárlög

3) Lágar skuldir

4) Trúverðuga ríkisstjórn

Allt eru þetta einkenni á kjöraðstæðum fyrir hvort sem er aðild að ERMll eða Myntslátturáðskerfi.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:15

38 Smámynd: Tori

Við fylgjum hagsveiflu Bandaríkjanna þessvegna hentar USD best. Eftir 20 ár af heimsvæðingu munu gjaldmiðlar heimsins verða mun færri. Veðjum á USD strax og vonandi fjárfestingu utanfrá í kjölfarið. Gengið um 80 kr( plús /mínus 5 kr) = 1 USD, ef krónan veikari hætta á óðaverðbólgu.

Tori, 21.12.2008 kl. 13:23

39 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Á þessum vettvangi er á ferðinni mikil og fáránleg vitleysa. Ég legg til að menn kynni sé aðeins um hvað Myntráð snýst áður en rokið er af stað með svona bull. Þessi langi listi sem Gunnar Rögnvaldsson setti inn, getur til dæmis átt við öll lönd í heiminum. Hann segir:

ÖLL ríki sem nota myntráð eða myntir erlendra ríkja eru annað hvort vanþróuð lönd, stríðshrjáð lönd, fyrrverandi eða núverandi nýlendur, vansköpuð lönd eða lönd í transit frá einræði til frelsi. ÖLL!

Ég skora á Gunnar Rögnvaldsson að nefna svo sem 5 þjóðfélög, sem ekki hafa á einhverjum tíma fallið undir þessa skilgreiningu hans um "aumingja".

Gunnar Waage kemur inn með barnalega upptalningu, sem ÖLL er röng. Það sem er þó verra er, að hann skilur ekki að upptaka US Dollara sem gjaldmiðil, er skilgetið afkvæmi Myntráðs.

  • Hugsum okkur, að varasjóður Myntráðsins tæmist af ISD. Þetta skiptir auðvitað engu máli fyrir starfsemi Myntráðsins. Þetta skiptir heldur engu máli fyrir efnahagskerfið, því að USD er einfaldlega notaður í staðinn.
  • Horfum nú á þetta sem hæga atburðarás. Þegar og ef notkun ISD minnkar í hagkerfinu eða hverfur úr umferð, eykst samtímis notkun USD. Ef við hugsum okkur að þessi breyting gangi alla leið og einungis USD eru í umferð og Myntráðið sé nær eingöngu með ISD í sjóðnum, þá er komuð upp ástand sem er nákvæmlega eins og upptaka US Dollars.

Allt sem hægt er að segja um Myntráð, á því algjörlega einnig við upptöku US Dollars sem gjaldmiðils. Dollaravæðing með USD, sem eina mynt er afbrigði af peningakerfi Myntráðs.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.12.2008 kl. 14:15

40 identicon

"Gunnar Waage kemur inn með barnalega upptalningu, sem ÖLL er röng. Það sem er þó verra er, að hann skilur ekki að upptaka US Dollara sem gjaldmiðil, er skilgetið afkvæmi Myntráðs."

Þetta er órökstutt Loftur af þinni hálfu og staðreyndin er sú að Myntráðsaðferðin hefur mistekist hrapalega víðast hvar.

Myntslátturáðsaðferðin á ákaflega lítið skylt við einhliða upptöku gjaldmiðils. Þetta eru epli og appelsínur.

Til að tengja gjaldmiðil við annan gjaldmiðil þá þarftu mjög sterkt efnahagskerfi fyrir. Ég hefði nú haldið að þú yrðir glaður yfir þeim árangri sem við höfum náð með að berjast fyrir einhliða upptöku undanfarna 2 mánuði. Í byrjun var eins og verið væri að tala arabísku við menn. Nú hefur þetta snúist mjög mikið og er það ekki hvað síst fyrir Dollar Strax .

Það hefur svo sem ekki farið fram hjá mér að þú tókst það upp á þitt einsdæmi að fara fyrir Myntsláttu. Það gerðir þú á opinberum vettvangi án þess að ræða við okkur hina.

Með fullri virðingu Loftur þá er þetta eitthvað sem ég hef aldrei stutt og það veistu vel. "Barnaleg upptalning", ég legg til að þú rökstyðjir þitt mál og kannski bara á þar til gerðum vettvangi. Hér er verið að ræða um árangur sem náðst hefur af málefnalegri vinnu þar sem að farið hefur yfir ótrúlegt magn af gögnum og rætt við ótal sérfræðinga.

Gengi Hong Kong Dollar er 0.12 gagnvart US Dollar. Þetta mistókst í Argentínu og víðar. Þetta er ekkert track record fyrir myntsláttu.

Persónulega sé ég lítinn mun á ERMll og Myntslátturáði. Ég er á móti ERM og er því seinni kosturinn einfalt mál.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:06

41 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú ættir að slaka aðeins á Gunnar minn og lesa í rólegheitum, það sem ég skrifaði í nærstu færslu fyrir ofan þína. Rökstuðningurinn sem ég sagði er um allt Netið:

Gunnar Waage kemur inn með barnalega upptalningu, sem ÖLL er röng. Það sem er þó verra er, að hann skilur ekki að upptaka US Dollara sem gjaldmiðil, er skilgetið afkvæmi Myntráðs.

Það sem þú segir um forsendur Myntráðs eru RANGAR. Þú tínir til atriði sem ekki standast og eru því RÖNG. Þú segir eftirfarandi aðstæður nauðsynlegar fyrir uppsetningu Myntráðs:

1) Sterka peningamálastjórn

2) Hallalaus fjárlög

3) Lágar skuldir

4) Trúverðuga ríkisstjórn

Ég fullyrði að sjaldnast hafa þessar aðstæður verið fyrir hendi þegar Myntráð hafa verið sett á fót. Þvert á móti hafa aðstæður oftast verið eins og hér á landi núna. Þetta hefur Gunnar Rögnvaldsson skilið. Þegar aðstæður í hagkerfi eru góðar, þá er enginn þrýstingur á stjórnvöld að afsala sér valdinu til að "prenta hauga af peningum".

Þetta verður þú að skilja, vegna þess að full dollaravæðing er ávallt tekin upp undir sömu kringum-stæðum og Myntráð. Í þessu sambandi er hægt að endurtaka þá staðreynd, að upptaka US Dollara sem gjaldmiðils, er skilgetið afkvæmi Myntráðs. Kynntu þér málið Gunnar minn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.12.2008 kl. 16:50

42 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stærstu gallar við myntráð (currency boards) eru yfirleitt þessir:


1) Hindrar peningayfirvöld í að keyra sjálfstæða peningapólitík (e. monetary policy). (þarfir hagkerfisins eru látnar lönd og leið)

2) Gengi getur ekki brugðist við áföllum með því að aðlaga sig að nýjum og breyttum aðstæðum í stóráföllum (efnahagslífið og þegnarnir verða fórnarlömbin og hætta er á að atvinnuástand verði alltaf lélegt sem mun halda þér æfilangt í hagvaxtargildru svipaðri og undir evru)

3) Felur undirliggjandi vandamál í hagkerfum sem svo seinna leiða til stórslysa og efnahagslegra hamfara (barnið er bundið við staur inni í garði og lærir því ekki neitt á umferðina. Það verður því keyrt yfir það).

4) Leiðir til stórslysa vegna misræmis í gjaldeyris-eignasöfnum (currency portfolio) ríkisstjórnar og einkageirans, miðað við grunn gjaldmiðil hagkerfisins (hætta á verðmætahruni ríkisins og atvinnulífs vegna mistaka í eignasamsetningu).

5) Hindrar seðlabanka í að þjóna hlutverki sínu sem banki bankanna og að veita þrautvarnir (þegnarnir eru orðnir þrælar myntarinnar og ekki öfugt. Myntin á að þjóna fólkinu)

Það eru semsagt engin smá gallar við svona fyrirkomulag.

En verst af öllu er sennilega það á öll hagstjórn mun þurfa að fara fram í gengum afskipti ríkisvaldsins af efnahagsmálum. Ríkið mun þurfa að stýra neyslu og fjárfestingum að miklu leyti. En gallinn er bara sá að ríkið mun aldrei getað vitað betur en einstaklingurinn hvað honum er fyrir bestu. Þess vegna dóu til dæmis Sovétríkin.

Enginn hérna þræðinum hefur svarað grunn spurningunni: hvernig ætlið þið að reyna að stýra verðbólgu? Hvernig ætlið þið að ná niður verðbólgu eða búa til nauðsynlega verðbólgu til að hindra verðhjöðnun. Hvernig ætlið þið að örva fjárfestingar, eða draga úr þeim? Hvernig ætlið þið að örva neyslu eða draga úr neyslu? Á ríkið að vera með puttana allsstaðar?

Af hverju ætti seðlabanki annarra ríka að vera betri en Seðlabaki Íslands? Af hverju halda sumir að það að úthýsing (outsourcing) á seðlabanka Bandaríkjanna eða ESB til Íslands muni verða betra en að hafa eigin seðlabanka? Þetta er óskiljanleg afstaða.

Það er engin tilviljun að myntráð eða dollarasering er síðasta úrræði fyrir lönd í miklum áföllum. Þessum áföllum fylgir oft skortur á þing- og lýðræði, góðum og sterkum lagaramma og góðum og fullkomnum stofnunum. Engin af ríkustu þjóðum heimsins nota svona fyrirkomulag. Það er ekki tilviljun að Bandaríkin eru ríkasta samfélag heimsins. Þau hafa nefnilega fullt vald í peningamálum sínum.

En Ísland er ekki á sambandfjárlögum Bandaríkjanna og verður það aldrei. ECB hefur því miður engann aðgang að fjárlögum eins né neins og því mun hagvöxtur þar alltaf líða því þeir geta ALDREI gert það sem The Fed eða Seðlabanki Íslands getur, en það er að hafa himneskt og beint jarðsamband við vasa skattgreiðenda og flytja peningana til réttra staða í samfélaginu. Þetta jarðsamband mun gagnast sérstaklega vel þegar enginn treystir neinum bönkum nema seðlabönkum og þegar virkilega stór áföll ríða yfir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.12.2008 kl. 18:44

43 identicon

í fyrstalagi Gunnar

"hvernig ætlið þið að reyna að stýra verðbólgu?"

með sköttun og höftum

"Hvernig ætlið þið að örva fjárfestingar"

Ef þú átt við þæe áhættufjárfestingar sem fara hér fram þá vil ég ekki örva þær. Ég vil sjá langtímafjárfesingar. Láir vextir og stöðugleiki hvetur til þeirra viðskiptahátta.

"Hindrar seðlabanka í að þjóna hlutverki sínu sem banki bankanna og að veita þrautvarnir"

Rangt, hér þarf nýja bankalöggjöf og nýja skattalöggjöf ásamt endurbótum varðandi eftirlit. Hér þarf að skapa fjármagnsflæði í gegnum landið í sterkum gjaldmiðli. Með því skapast aðgengi að fjármagni fyrir banka.

Nú nenni ég ekki meiru nafni - tékkaðu á þessari grein http://multitrack.powweb.com/nyr_gjaldmidill.pdf . Hér eru ýmis svör og jafnvel fleiri spurningar

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:00

44 identicon

Loftur, ég legg til að við ræðum málin á þar til gerðum vettvangi (ekki á netinu). Eins og ég hef sagt þá þarf að skoða öll mál. En á rólegum nótum og ekki með þrýstingi frá bloggi.

Þannig unnum við áður.  

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:04

45 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

6) Stór svartur markaður fyrir peninga því framboð af fjármagni verður oft erfitt það sem vaxtavopnið er í eigu annarra ríkisstjórna.

.

7) Mikið af "ólöglegum" vöxtum í gangi (okurvöxtum) vegna skorts á fjármagni

.

8) Fjármálageirinn á erfitt með að lifa eðlilegu lífi í svona hagkerfi og flyst því yfir á erlendar hendur (a la El Salvador)

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.12.2008 kl. 19:23

46 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er sérkennilegt að Gunnar Rögnvaldsson víkur ekki einu orði að efnahagslegum stöðugleika. Hvernig er hægt að fjalla á trúverðugan hátt um efnahagsmál, án þess að nefna þetta atriði einu orði !

Er Gunnari ekki kunnugt um gjaldmiðilsfallið á Íslandi ? Er hann of langt frá atburðum á landinu til að hafa heyrt af því ? Óstöðugleikinn er það sem hefur sett allt hér á annan endann og misjafnlega rangar fræðilegar vangaveltur, eru ekki það sem almenningur hefur áhuga á.

Flestir vita, að í kjölfar gengisfalls fylgir verðbólga, háir vextir, eigna-upptaka í formi rýrnunar eiginfjár og hækkun skulda vegna vísitölutryggingar. Þetta eru hörmungar sem Myntráðið leysir, Strax og vel. Þessar fullyrðingar er auðvelt að sanna á tölulegan hátt. Það sem gengið hefur yfir okkur síðustu vikur hefur gengið yfir aðrar þjóðir um allan heim.

Við getum farið nokkrum orðum um leikföngin hans Gunnars.

<><><>

GunnarR: Myntráð hindrar peningayfirvöld í að keyra sjálfstæða peningapólitík (e. monetary policy). (þarfir hagkerfisins eru látnar lönd og leið)

Svar: Þessi sjálfstæða og illræmda peningapólitík (discretionary monetary policy) er það sem allur heimurinn er, að súpa seiðið af um þessar mundir. Hún fellst í því að stjórnmálamenn og seðlabankar geta hagað sér eins og svín í matjurtagarði. Ekkert til að hrópa húrra yfir og megin ástæða þess að Myntráð eru sett til höfuðs þessum aðilum.

<><><>

GunnarR: Gengi getur ekki brugðist við áföllum með því að aðlaga sig að nýjum og breyttum aðstæðum í stóráföllum (efnahagslífið og þegnarnir verða fórnarlömbin og hætta er á að atvinnuástand verði alltaf lélegt sem mun halda þér æfilangt í hagvaxtargildru svipaðri og undir evru) Undir Myntráði getur gengi ekki brugðist við áföllum með því að aðlaga sig að nýjum og breyttum aðstæðum í stóráföllum (efnahagslífið og þegnarnir verða fórnarlömbin og hætta er á að atvinnuástand verði alltaf lélegt sem mun halda þér æfilangt í hagvaxtargildru svipaðri og undir evru)

Svar: Undir Myntráði eru efnahagsleg áföll miklu ólíklegri, en ef seðlabanki og ríkisstjórn er að fúska með gjaldmiðilinn. Reynslan sýnir að menn aðlaga sig aðstæðum og ef Myntráð er staðreynd, verða skulda-kóngarnir að snúa sér að öðrum leikjum en að svíkja fé af almenningi með gengis-svindli. Mað aðild að Dollara-svæðinu, er líklegt að lífskjör hérlendis verði með því bezta sem gerist á því svæði og þar með í öllum heiminum.

<><><>

GunnarR: Myntráð felur undirliggjandi vandamál í hagkerfum sem svo seinna leiða til stórslysa og efnahagslegra hamfara (barnið er bundið við staur inni í garði og lærir því ekki neitt á umferðina. Það verður því keyrt yfir það).

Svar: Myntráð vinna fyrir opnum tjöldum ólíkt seðalabönkum, samanber "discretionary monetary policy". Reglur um Myntráðið er öllum aðgengilegar og allir geta séð ef vikið er frá þeim. Þessar reglur eru bundnar í Stjórnarskrá til að tryggja að glæframenn á ríkisjötunni nái ekki til þeirra. Hér hefur Gunnar því snúið hlutunum á haus og er það uppáhalds leikur þeirra seðlabanka-manna.

<><><>

GunnarR: Myntráð leiðir til stórslysa vegna misræmis í gjaldeyris-eignasöfnum (currency portfolio) ríkisstjórnar og einkageirans, miðað við grunn gjaldmiðil hagkerfisins (hætta á verðmætahruni ríkisins og atvinnulífs vegna mistaka í eignasamsetningu).

Svar: Þetta er ein allra ótrúlegast samsuða, sem ég hef lengi séð. Lesið þetta nokkrum sinnum yfir gott fólk, en gætið þess að vera vel staðsett þegar hlátur-köstin gagntaka ykkur.

<><><>

GunnarR: Myntráð hindrar seðlabanka í að þjóna hlutverki sínu sem banki bankanna og að veita þrautvarnir (þegnarnir eru orðnir þrælar myntarinnar og ekki öfugt. Myntin á að þjóna fólkinu)

Svar: Þessi er nú hlægilegur líka. Myntráð hefur engar skyldur gagnvart viðskiptabönkum og þeir verða sjálfir að sjá um sínar árásar-tryggingar. Reynslan er sú að ef bankarnir bera ábyrgð á sjálfum-sér, taka þeir ekki þá glæfralegu áhættu sem þeim er annars tamt. Líklega hefðu Íslendsku bankarnir ekki lent í greiðslu-stöðvun, ef þeir hefðu ekki haldið að Seðalbankinn og Ríkið myndi örugglega koma þeim til hjálpar.

<><><>

GunnarR: En verst af öllu er sennilega það á öll hagstjórn mun þurfa að fara fram í gengum afskipti ríkisvaldsins af efnahagsmálum. Ríkið mun þurfa að stýra neyslu og fjárfestingum að miklu leyti. En gallinn er bara sá að ríkið mun aldrei getað vitað betur en einstaklingurinn hvað honum er fyrir bestu. Þess vegna dóu til dæmis Sovétríkin.

Svar: Hvaðan Gunnar hefur þessa speki er mér hulin ráðgáta. Myntráðin eru algjörlega hlutlaus gagnvart efnahags-umhverfinu. Það er markaðurinn sem stýrir algjörlega peningamálunum. Það sem Gunnar er hér að lýsa, er ríkisforsjáin sem hann virðist aðhyllast, fremur en frjáls markaðsöfl sem lúta gegnsæum reglum á borð við þær sem gilda um Myntráðin. Myntráð lúta því sem nefnt er: "Rule-bound monetry policy".

<><><>

GunnarR: Hvernig ætlið þið að ná niður verðbólgu eða búa til nauðsynlega verðbólgu til að hindra verðhjöðnun. Hvernig ætlið þið að örva fjárfestingar, eða draga úr þeim? Hvernig ætlið þið að örva neyslu eða draga úr neyslu?

Svar: Hér kemur Gunnar aftur að því sem Seðlabankar halda að þeir séu svo færir við, að fínstilla hagkerfið. Staðreyndin er sú að við horfum þessa dagana á slíka fínstillingu og það er Seðlabanki Íslands sem heldur sýninguna. Hvernig finnst mönnum að Seðlabankanum takist til ? Ég veit að Gunnar er mjög ánægur með ástandið, en flestir landsmenn eru búnir að fá upp í kok af vanhæfum stillinga-mönnum, sem sjálfir halda að þeir séu snillingar. Myntráð er sett upp til að stöðva leikfimi þessara manna.

<><><>

GunnarR: Það er engin tilviljun að myntráð eða dollarasering er síðasta úrræði fyrir lönd í miklum áföllum. Þessum áföllum fylgir oft skortur á þing- og lýðræði, góðum og sterkum lagaramma og góðum og fullkomnum stofnunum.

Svar: Þessi athugasemd Gunnars lýsir sorglegum þekkingarskorti. Til Myntráða er gripið í neyðartilvikum, vegna þess að með reglulegu millibili mistekst fínstilling snillinganna í seðlabönkunum. Þegar búið er að laga ástandið með Myntráði eða upptöku alvöru gjaldmiðils, skal ekki bregðast að stjórnmálamenn koma og þykjast geta tekið við. Þess vegna er mikilvægt að festa reglur um Myntráð Íslands í Stjórnarskrána og gera þjóðaratkvæði að skilyrðu um breytingar. Ég hef lagt til að aukinn meirihluta þurfi til að samþykkja breytingar á reglum Myntráðsins. Einnig tel ég þörf á að stjórn Myntráðsins sé að meirihluta skipuð erlendum sérfræðingum. Nauðsyn þessara varúðarráðstafana eru væntanlega augljós.

<><><>

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.12.2008 kl. 20:42

47 Smámynd: A.L.F

Gunnar Rögnvaldsson

Hefur það farið framhjá þér hvað er að gerast á þessu blessaða skeri?

Að eyða peningum í að reyna að viðhalda krónunni er sóun. Það ætti að vera mikilvægara að reyna að bjarga 70% fasteignaeigenda landsins frá gjaldþroti. Það fæst ekki nema með því að skipta út gjaldmiðli okkar. Hvað hefur ríkið að gera við allar þessar fasteignir fari allt þetta fólk í gjaldþrot?

Varla finnst þér í lagi að við þegnar landsins missum allt, lifum á sultarmörkum bara til þess eins að halda í dauða mynt?

Mér hrýs hugur með allar þær hækkanir sem eiga að verða, gjaldtökur á spítölum... hvað er það? á ég þá sem sjúklingur ekki að meiga veikjast aftur? 

Mér þykir ekki vænna um krónuna en svo að ég kasta henni glöð fyrir annan gjaldmiðil bjargi það mér og mínum frá ömurlegu lífi.

Við þurfum  að horfa aðeins lengar út fyrir sjóndeildarhringinn í stað þess að staðna í gömlum siðum. Krónan er dauð sætum okkur við það.

Og ráðamenn ættu að einbeita sér að því að vinna með hag landsmanna í fyrirrúmi ekki sinn eigin rass.

A.L.F, 22.12.2008 kl. 00:48

48 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

9) Skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs verður afskaplega erfið og kanski ómöguleg undir myntráði. Velferð Íslendinga lendir í hættu.

.

10) Lítið sem ekkert íslenskt fjármálakerfi gæti þrifist vel undir myntráði og myndi aldrei getað keppt við erlend bankakerfi sem hafa seðlabanka annarra ríkja til þrautvarna (lender of last resort = LOLR). Fáir íslenskir bankar myndi vilja vinna undir svona kerfi og því flytja erlendis eða verða keyptir upp.

.

11) Hagnaður fjármálakerfisins (nú í eigu útlendinga) myndi verða skipað út í gámum (a la El Salavador líkanið)

.

12) Ef dollar mun falla mikið mun staðfærð myntráðsmynt einnig falla mikið. Við höfum séð ótrúlegt fall dollars undanfarin ár. Ef dollar mun hækka mikið (t.d. 150% gagnvart örðum stærri gjaldmiðlum eins og við höfum einnig séð) gæti það skorið undan hagvaxtarmöguleikum íslensks samfélags og fátækt, landsflótti og eyðni velferðar gæti sest að í samfélaginu til langframa. Það sem er Bandaríkjunum í hag er ekki endilega íslenskum efnahag í hag. Þú ert háður erlendum seðlabanka uppá gott og slæmt, algerlega.

.

Ennþá hefur enginn svarað spurningunni um verðbólgubaráttu með engu stýrivaxtavopni til staðar og undir takmörkuðum möguleikum ríkissjóðs til skuldabréfaútgáfu.

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2008 kl. 07:23

49 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

13 Opnar hugsanlega upp fyrir möguleika á bönnum/sótthví (currency embargo) á viðsjárverðum tímum þegar þvinga á einhvern til einhvers (dæmi: Panama-Noriega deilan)

Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2008 kl. 07:39

50 identicon

Gunnar R.

Í guðanna bænum hættiði þessu Currency board kjaftæði sem er að þvæla hér málum hægri vinstri.

Eyþór Arnalds er að fjalla um "einhliða upptöku". Einnig eru Sjálfstæðisfélögin að álykta um "einhliða upptöku".

Myntslátturáð er ekkert inn í myndinni nema hjá Lofti Þorsteinsyni.  

sandkassi (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:27

51 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnar Rögnvaldsson heldur áfram að birta sínar hugljúfu athugasemdir um Myntráð, enda skynjar hann, að þetta er fyrirkomulagið sem mun taka við af Seðlabankanum. Vaxandi stuðningur við upptöku sterks Íslendsks gjaldmiðils, sem baktryggður er með USD, ógnar draumum ESB-sinna. Gunnar segist vera andvígur inngöngu Íslands í ESB, en hegðan hans bendir því miður til alvarlegs heilaskaða.

<><><>

Inníköll Gunnars Waage eru bara aumkunarverð. Hann hefur ekkert bitastætt til málanna að leggja.

<><><>

GunnarR: Skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs verður afskaplega erfið og kanski ómöguleg undir myntráði. Velferð Íslendinga lendir í hættu.

Svar: Hér fer umræða Gunnar langt út af sporinu, hann skortir þekkingu á viðfangsefninu. Myntráð Íslands mun ekki hafa neitt með skuldasöfnun Ríkisins að gera. Ríkissjóður getur gefið út skuldabréf á vinstri og hægri, án þess að Myntráðið amist við því. Myntráðið er ekkert á sviði "peningaprentunar" fyrir ríkissjóð eða gæluverkefna á hans vegum. Það minnkar velferð Íslendinga, að ríkissjóður standi í peningaprentun eða útgáfu ástarbréfa, en það kemur Myntráðinu ekkert við.

<><><>

GunnarR: Lítið sem ekkert íslenskt fjármálakerfi gæti þrifist vel undir myntráði og myndi aldrei getað keppt við erlend bankakerfi sem hafa seðlabanka annarra ríkja til þrautvarna (lender of last resort = LOLR). Fáir íslenskir bankar myndi vilja vinna undir svona kerfi og því flytja erlendis eða verða keyptir upp

Svar: Strax og Myntráði Íslands hefur verið komið á fót, mun áhugi erlandra banka vakna af Þyrnirósasvefni og þeir munu stofna hér útibú. Það skiptir öll alvöru fjármálakerfi máli, að gjaldmiðillinn sé einhvers metinn. Þegar við höfum tekið upp Íslendskan Dollar (ISD) getum við farið að huga að hugmyndum um alþjóðlega fjármálamiðstöð. Myntráð Íslands mun ekki verða lánveitandi til þrautavara, enda eru áhlaups-tryggingar viðfangsefni viðskiptabankanna sjálfra. Það fyrirkomulag hefði betur verið hér við lýði á liðnum árum.

<><><>

GunnarR: Hagnaður fjármálakerfisins (nú í eigu útlendinga) myndi verða skipað út í gámum (a la El Salavador líkanið).

Svar: Þetta er nú bara brandari, að hætti Gunnars Rögnvaldssonar. Undir Myntráði munu Íslendsku bankarnir verða fljótir að ná fyrri styrk. Allt starfsumhverfi þeirra mun verða gegnsætt og regluverkið traust (rule-bound monetary policy). Óvænt inngrip Seðlabankans munu heyra sögunni til, því að hin handahófskennda peningastefna (discretionary monetary policy) Seðlabankans verður lögð af.

<><><>

GunnarR: Ef dollar mun falla mikið mun staðfærð myntráðsmynt einnig falla mikið. Við höfum séð ótrúlegt fall dollars undanfarin ár. Ef dollar mun hækka mikið (t.d. 150% gagnvart örðum stærri gjaldmiðlum eins og við höfum einnig séð) gæti það skorið undan hagvaxtarmöguleikum íslensks samfélags og fátækt, landsflótti og eyðni velferðar gæti sest að í samfélaginu til langframa. Það sem er Bandaríkjunum í hag er ekki endilega íslenskum efnahag í hag. Þú ert háður erlendum seðlabanka uppá gott og slæmt, algerlega.

Svar: Þarna kemur loksins eitthvað frá Gunnari sem er sannleikanum samkvæmt (húrra!). Íslendski gjaldmiðillinn mun fullkomlega fylgja USD og njóta kosta þess. Hins vegar er mikilvægt atriði að hafa í huga, að Dollarasvæðið er svo stórt, að þótt Evran djöflist upp-og-niður, hefur það nær engin merkjanleg áhrif á verðbólgu inni á Dollarasvæðinu. Ég hef líkt þessum aðstæðum við olíu-tunnu og olíu-skip, á ólgusjó. Dollara-svæðið er olíu-skipið og lesendur mega geta hvað er olíu-tunnan.

Eftir Dollaravæðingu munu öll okkar viðskipti verða í Dollurum og því munu Evrópumenn verða að una. Eftir að við erum orðin hluti af Dollara-svæðinu, mun Evrópa verða að bjóða okkur sömu viðskiptakjör og þeir nú bjóða Bandaríkjamönnum. Þetta eru mikið betri kjör en við eigum að venjast. Á okkur hefur verið svínað með tilvísan til lítils markaðar okkar og gengisáhættu.

<><><>

Þrátt fyrir ósanngjarna gagnrýni á Myntráð Íslands, vil ég þakka Gunnari Rögnvaldsyni fyrir tilraunir hans að reyna að finna veika bletti á Myntráðinu. Það hefur honum ekki tekist og sannfæring mín um ágæti þessa fyrirkomulags hefur bara vaxið. Stöðugt fleirri eru að átta sig á því sama og áhugi fólks á Myntráðinu eu ótrúlegur.

<><><>

Bestu kveðjur til Gunnars Ragnarsonar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.12.2008 kl. 10:34

52 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Má ég minna á að við erum með Gjaldeyrishöft í gangi núna til að viðhalda þessu falska flotgengi krónunnar.  Má ég líka minna á það að hér er enginn fjármálamarkaður lengur og verður varla í bráð sökum brasks með Íslensku krónuna.  Má ég líka benda á að um 70% aukning var á erlendu eignarhaldi fyrirtækja í Beneluxlöndunum í kjölfarið á þessu braski.  Mjög líklegt er að auðmenn hafi þar verið að koma arði undan skatti.  Má ég líka benda á að hagnaður fjármálakerfisnis var á fölskum forsendum - það var í raun enginn hagnaður og við erum að súpa af því seiðinu núna.

Hvað varðar verðbólgu og stýringu á henni.  Hún ræðst útfrá verðbólgu í USA sem hefur verið mjög lág.  Það getur varla verið verra að stýra verðbólgu með t.d. höftum á lúxusvörum en með því að gefa alltaf upp ranga mynd á gengi krónunnar annað hvort til að ýta undir útflutning - eða hjálpa innflutning.  Í opnu markaðskerfi er ágætt að búa bara við raungengi og aðlaga sig að því.

Má ég líka benda á að hér ríkir engin trúverðugleiki á ríkisstjórn, efnahagstjórn eða gjaldmiðil.

Síðast en ekki síst vil ég benda á það að ástandið er að sliga þá íslendinga sem eru búsettir á íslandi.  Ég geri ráð fyrir að t.d. Gunnar Rögnvaldsson fá laun sín í DK.  Ekki satt? 

Við hér á fróni fáum ÍSK og horfum á svimandi upphæðir sem hrúgast á gjaldeyrislán og verðtryggð lán.  Tæplega 10þús atvinnulausir nú þegar (margir fengu uppsagnafrest til loka janúar - hvernig verður það þá?).  Helmings aukning á þeim sem þurfa að leita aðstoðar til mæðrastyrksnefndar, fjölskylduhjálpar og rauðakrossins.  Fólk er að missa húsin sín - lenda á götunni.  Unga fólkið og barnafólkið er í mikilli krísu vegna þessa.

Það er gott og göfugt að tala upp blessaða íslensku krónuna og hagræðikenningar geta ýmist rökstudd tilvist hennar eða brottfall.  Bara eftir því hvaða kenningar eru notaðar.  Líkt og tölfræði má nota til að hrekja eða rökstyðja hluti og sálgreina má fólk samkæmt kenningu Freud eða Watson.

Staðreyndin er samt sú að langflestir hér á landi eru að horfa á upptöku nýs gjaldmiðils og það er bara spurning hvort það verður Evra eða Dollari. Það á að nota ástandið til að þvinga fólk í aðildarumræður ESB og upptöku Evru.  Þetta ER stefna stjórnvalda og almenningur vill nýjan gjaldmiðil strax.  Fyrirtækin vilja nýjan gjaldmiðil strax.

Væri því ekki nær að nota visku sína og fara að skoða hvað hentaði landinu best í þeim efnum?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.12.2008 kl. 10:39

53 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eyþór Arnalds er að fjalla um "einhliða upptöku". Einnig eru Sjálfstæðisfélögin að álykta um "einhliða upptöku". Myntslátturáð er ekkert inn í myndinni nema hjá Lofti Þorsteinsyni.


Sama hversu Loftur hamast á mér (og hættir hér að elta boltann :) þá veit Loftur þó að myntráð er öllu skárri og öruggari kostur og veitir smá öryggi til þess að hægt sé að snúa til baka, en það að taka beint upp gjaldmiðil annars lands, það er algerlega óafturkvæm ákvörðun. Ekkert er eins extreme og bein dolaravæðing. Víti beinnar dollaravæðingar væri 100 sinnum verra en myntráð. Þetta skynjar Loftur þó.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2008 kl. 11:41

54 Smámynd: Njáll Harðarson

Komið þið sæl,

þetta hjal er allt svo hagfræðilega vísindalegt að ég þori varla að opna ginið, enda ekkert G í nafni mínu.

Það er minnsta kosti 15 ár síðan ég afskrifaði dollar (USD) sem einhverja raunhæfa lausn enda var augljóst hvert stefndi þá í pólitískum skilningi, og á ég þá við framkomu eiganda gagnvart öðrum hagkerfum og þeirra eigendum.

Málið er að US of A er á hausnum, ekki bara vegna áunnar kreppu, heldur vegna minnkandi áhuga á viðskiptum við USA. eða öllu heldur vegna þess að lönd skipta meira inná við þegar litið er til Evrópu og Asíu, þá sérstaklega Kína.

USA er án efa eitt hvert skuldsettasta ríki heims, og prentar nú peninga í gríð og erg meðan þeir lengja í hengingarólinni í beinni samkeppni við Brown the Clown sem berst um efsta sætið.

Það að láta sér detta til hugar, hvað þá að bera það á borð að ísland eigi að binda sig við US Dollar til frambúðar er fáránlegt í besta falli, og til að knýja betur á, þá má huga að áhrifum US of A innan Evrópu, sem nú er að læðast inn á hernaðarbröltsvið NATO, með EU Herinn sem er verið að setja saman, sjá ekki allir leiðina hér, eða er þetta allt í þoku ennþá.

US of A er búið að vera sem alheimsstjórnandi. þegar á næsta ári spái ég því að allir hermenn þeirra verði kallaðir heim, eftir að US of A hefur farið hringinn til að reyna að fá aðrar þjóðir til að hjálpa með mannafla eða fé til bröltsins, sem þeir hafa ekki lengur efni á. Hver vill fá greitt í verðlausum nýprentuðum dollaraseðlum?

Hvað íslensku krónuna varðar, þá er Sjálfstæðismönnum ekki treystandi til þess að keyra dæmið, þeir blessuðu kvótastuldinn og útfarirnar og eru nú hræddir um að aðrir komist í gullið ef við förum í EU.

Það er ekki af þjóðrækni, heldur græðgi sem er stjórnað á íslandi, enda fór sem fór.

Hver er lausnin? Hún er í raun engin, ef við förum í EU, þá stjórna einhverjir aðrir með ábyrgð, en trúlega með aðra hagsmuni að leiðarljósi. Skiptir það máli ef allt er á fárra manna höndum hvort sem er, ég held varla.

Lifið heil

Njáll Harðarson, 22.12.2008 kl. 13:25

55 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú er Gunnar Rögnvaldsson að tala af viti og var ekki seinna vænna en hann léti sinn sanna mann fara að koma í ljós. Auðvitað er Myntráð bezt, þótt Gunnar taki nú dýpra í árinni, en ástæða er til.

Gunnar er að segja fólki, að hrein upptaka US Dollars sem gjaldmiðils er "villimannleg" aðferð, sem bara fólk á barmi taugaáfalls samþykkir að taka upp. Því miður er samfélag okkar fullt af fólki sem ber þessi einkenni og við skulum ekki gleyma eitt augnablik, að ástæðan er ríkjandi stjórnkerfi Seðlabanka og spillingar.

Eins og ég hef útskýrt áður, er full upptaka Dollars úrkynjað afbrigði þess gjaldmiðilskerfis sem stýrt er undir Myntráði. Förum yfir þetta til að allir geti fylgst með.

  • Undir Myntráði er gefinn út Íslendskur Gjaldmiðinn, sem til dæmis getur heitið Dollar (ISD). Þessi gjaldmiðill er notaður til allra innlendra viðskipta á sama hátt og Krónan er núna.
  • Skiptihlutfall ISD gagnvart Bandaríkja-dal er 1, það er að segja 1 ISD = 1 USD. Þetta skiptihlutfall tryggir Myntráðið 100%. Alltaf er hægt að skipta á milli þessara gjaldmiðla hjá Myntráðinu og það kostar ekkert afgreiðslu-gjald.
  • Sem baktryggingu fyrir 100% skiptum, heldur Myntráðið varasjóð í USD, sem nemur 110-115% af útgefnum ISD. Hæfilegur hluti þessa varasjóðs er ávaxtaður í Bandarískum ríkisskuldabréfum. Varasjóðurinn er þannig laus við gengisáhættu og verðbréfaáhættan er mjög lítil, en henni er samt mætt með 10-15% yfir-eign.
  • Hugsum okkur eðlilegt ástand í hagkerfinu. Þá eru allir ISD úti í viðskiptalífinu og allir USD kerfisins eru inni hjá Myntráðinu. Almenningur hefur fullt traust á ríkisstjórninni, sem hefur skilning á mikilvægi trausts gjaldmiðils.
  • Nú skeður váleg breyting í stjórnmálunum. Til valda í ríkisstjórn kemst Samfylkingin, sem allir vita að ekki er treystandi til að stjórna peningamálunum heiðarlega. Fréttir hafa borist um að Samfylking vilji fórna fullveldi landsins með inngöngu í Efnahagssamaband Evrópu.
  • Skiljanlega fer ótti fólks vaxandi um eigur sínar og almenningur grípur til þess eina ráðs sem er tiltækt, skiptir peningum sínum úr ISD yfir í USD. Þetta gengur svo langt, að allir ISD eru komnir til Myntráðsins og á markaðnum er einungis USD. Viðskiptalífið heldur sínum gangi, eins og ekkert hafi í skorist, en hér hefur komist á full Dollaravæðing með USD.
  • Almenningur á nú viðskipti sín með 100% traustan gjaldmiðil, eins og hafði verið með ISD í notkun. Sá munur er þó á, að við þessar aðstæður getur Myntráðið ekki ávaxtað sinn varasjóð í ISD, hann er einskis virði og ekkert annað að gera en setja ISD seðlana í tætarann og loka Myntráðinu. Þetta kostar þjóðina líklega 1,5 milljarð Króna á ári. Á nokkrum áratugum yrði þetta há upphæð, sem bara stjórnmálaflokkur eins og Samfylking væri tilbúin að sjá á bak.

Niðurstaðan er því sú að full Dollaravæðing með USD er úrkynjað og illkynjað afbrigði af fyrirmyndinni Myntráði. Kostnaðurinn verður stjarnfræðilegur með tímanum og enginn hefur geð í sér að verja þetta fyrirkomulag nema Samfylkingin.

Íslendskan Dollar Strax, með Myntráði og baktryggingu með USD.

Kveðjur til Gunnars Rögnvaldssonar (ekki Ragnarssonar).

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.12.2008 kl. 13:54

56 Smámynd: Njáll Harðarson

Fyrirgefðu Loftur, en ég hef eina aulaspurningu.

"Skiljanlega fer ótti fólks vaxandi um eigur sínar og almenningur grípur til þess eina ráðs sem er tiltækt, skiptir peningum sínum úr ISD yfir í USD. Þetta gengur svo langt, að allir ISD eru komnir til Myntráðsins og á markaðnum er einungis USD. Viðskiptalífið heldur sínum gangi, eins og ekkert hafi í skorist, en hér hefur komist á full Dollaravæðing með USD. "

Er þetta ekki fullvæðing USD þ.e.a.s. úlfur í suðagæru?

Njáll Harðarson, 22.12.2008 kl. 14:22

57 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Njáll. Ég get ekki tekið undir, að full Dollaravæðing sé "úlfur í sauðagæru".

Full Dollaravæðing er einn af góðu kostunum í stöðunni. Hins vegar er fyrirkomulag Myntráðs mun betra, þótt ég gerist ekki eins nákvæmur og Gunnar Rögnvaldsson, sem segir að Myntráðið sé 100 sinnum betra en full Dollaravæðing.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.12.2008 kl. 14:40

58 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Njáll. 

Þetta er skuldastaða hins opinbera í heiminum þann 1. janúar 2008. Skuldir ríkissjóða sem prósentu hlutafall af þjóðarframleiðslu

  1. Japan 194,4
  2. Zimbabwe 189,9
  3. Lebanon 188,0
  4. Seychelles 143,3
  5. Jamaica 134,3
  6. Italy 105,6 ESB
  7. Egypt 105,1
  8. Singapore 101,2
  9. Sudan 96,9
  10. Belgium 86,1 ESB
  11. Sri Lanka 85,9
  12. Israel 82,7
  13. Greece 81,7 ESB
  14. Bhutan 81,4
  15. Cote d&#39;Ivoire 81,0
  16. Hungary 70,2 ESB
  17. Jordan 67,2
  18. Uruguay 67,0
  19. France 66,6 ESB
  20. Portugal 65,8 ESB
  21. Germany 65,3 ESB
  22. Canada 64,0
  23. Morocco 63,6
  24. Cyprus 61,5
  25. Austria 61,0 ESB
  26. Mauritius 59,9
  27. Philippines 59,5
  28. Argentina 59,0
  29. India 58,8
  30. Turkey 58,2
  31. Nicaragua 56,2
  32. Tunisia 54,5
  33. Ethiopia 54,5
  34. Colombia 53,9
  35. Pakistan 53,8
  36. Albania 53,7
  37. Panama 53,6
  38. Kenya 50,8
  39. Switzerland 50,2
  40. Ghana 48,4
  41. Netherlands 47,7
  42. Costa Rica 47,4
  43. Aruba 46,3
  44. Bolivia 46,2
  45. Croatia 45,6
  46. Poland 44,5
  47. Brazil 43,9
  48. Papua New Guinea 43,7
  49. United Kingdom 43,3
  50. Vietnam 43,3
  51. Malawi 42,2
  52. Sweden 41,9
  53. Malaysia 41,0
  54. Dominican Republic 40,4
  55. Norway 39,1
  56. Bosnia and Herzegovina 39,0
  57. Montenegro 38,0
  58. Gabon 37,9
  59. El Salvador 37,9
  60. Bangladesh 37,9
  61. Syria 37,8
  62. Thailand 37,6
  63. Cuba 37,2
  64. Serbia 37,0
  65. United States 36,8
  66. Spain 35,7
  67. Indonesia 35,4
  68. Slovakia 34,8
  69. Korea, South 33,4
  70. Yemen 32,9
  71. Zambia 31,9
  72. Finland 31,3
  73. Czech Republic 31,1
  74. Taiwan 31,1
  75. Ecuador 30,4
  76. Honduras 29,3
  77. Peru 29,3
  78. Bahrain 28,2
  79. South Africa 28,0
  80. Iceland 27,7
  81. Paraguay 27,1
  82. Venezuela 27,0
  83. Trinidad and Tobago 26,5
  84. Macedonia, The Former Yugoslav Republic of 26,2
  85. Denmark 26,1
  86. Slovenia 25,7
  87. Moldova 24,6
  88. Uzbekistan 24,1
  89. Namibia 23,9
  90. Tanzania 23,6
  91. Guatemala 23,3
  92. Qatar 23,2
  93. Iran 23,2
  94. Mexico 23,1
  95. Saudi Arabia 22,6
  96. Senegal 22,6
  97. Mozambique 22,2
  98. Ireland 21,1
  99. Uganda 20,6
  100. China 18,9
  101. Romania 18,7
  102. New Zealand 18,3
  103. Bulgaria 18,2
  104. Lithuania 15,7
  105. Gibraltar 15,7
  106. Australia 15,2
  107. Nigeria 14,8
  108. United Arab Emirates 14,8
  109. Angola 14,7
  110. Cameroon 13,8
  111. Ukraine 12,4
  112. Algeria 9,7
  113. Hong Kong 8,9
  114. Latvia 8,8
  115. Kuwait 7,8
  116. Kazakhstan 7,7
  117. Russia 7,0
  118. Botswana 6,4
  119. Wallis and Futuna 5,6
  120. Azerbaijan 5,4
  121. Libya 4,8
  122. Estonia 3,8
  123. Chile 3,6
  124. Oman 2,8
  125. Equatorial Guinea 2,7
  126. Luxembourg 2,6
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2008 kl. 15:04

59 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland 1.jan. 2009 vill einhver giska á það?

Júlíus Björnsson, 22.12.2008 kl. 15:20

60 Smámynd: Njáll Harðarson

Takk fyrir þessar gömlu upplýsingar.

Njáll Harðarson, 22.12.2008 kl. 15:21

61 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Púff, nei ég þori ekki að giska. (sorg)


En ég hefði náttúrlega átt að taka fram að staða BNA er sérstök af því að þeir eru stærsti gjaldmiðill heimsins og (gjaldeyris)forða gjaldmiðill. En til lengri tíma litið hefur BNA alltaf fjármagnað sig með ágætum, þó svo að það sé mikill halli á fjárlögum þeirra einmitt núna. Þetta hefur oft verið mikið verra. En það bitnar þó verst á okkur sjálfum þegar BNA gengst í það að þrífa upp halla á fjárlögum og viðskiptum við útlönd. Þá þurfa sumar þær þjóðir sem keyra efnahagslíkön sín á útflutningi fyrst og fremst, að fara að biðja bæningar sínar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2008 kl. 15:48

62 Smámynd: Njáll Harðarson

Ég held að það sé alvarlegur misbrestur á þessu hjá þér kæir Gunnar, ég veit og geri mér grein fyrir að ég er bara venjulegur neytandi, en verð samt að benda á að þegar Bandarískir Þegnar hafa ekki efni á að kaupa innfluttar vörur, þá fellur þessi staðhæfing um sjálft sig.

Rök mín eru þau að USA hagkerfið (USD) er þanið til hins ýtrasta, sem endurspeglast í 0.25 %stýrivöxtum sem er botninn, það er ekkert annað eða meira að hafa, vopnabúrið er tómt.

Ef þeir gætu þrifið upp viðskiptajöfnuð við önnur ríki sem þeir þá væntalega telja vera í skuld, þá væri það væntanlega eitthvað sem við sæjum á allra nánustu vikum.

Kipptu að þér hendinni og láttu velvild (bribe) renna út í sandinn, hvar verður stuðningur við þinn málstað þá, munu þessar þjóðir kyssa hönd þína? (undaskilið 51. state (UK))

Þrífa upp hallann, jafnvel Obama viðurkennir að það er ekki hægt eins og er.

Forstjóri Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins segir "Prenta peninga er eina lausnin" þó hann viðurkenni að skuldsetning sé mikið áhyggjuefni, þó verði að halda hjólunum gangandi.

Hallinn eykst, það er ekki hægt að stöðva hann eins og er. (USA)

Njáll Harðarson, 22.12.2008 kl. 18:28

63 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Buy low, sell high". Þetta grundvallaratriði verða allir þeir sem vilja hagnast á viðskiptum að hafa að leiðarljósi. Það virðist einfalt of augljóst en það er auðvelt að láta þessa speki lönd og leið þegar "panik" grípur um sig.

Þegar krónan naut trausts og var hátt skráð gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefði vel mátt skoða þann kost að taka einhliða upp aðra mynt. ("buy low, sell high"). Nú þegar krónan er í lægð er það ekki góður kostur því það væri jafngildi þess að selja fyrir lítið ("sell low, buy high").

Þegar krónan var hækkandi virtust allir hæstánægðir með þann gjaldmiðil. Nú þegar hún hefur lækkað þýðir ekkert að henda henni eins og smábarn sem hefur misst áhuga á leikfangi. Það er einfaldlega of seint að gera það núna.

Ég verða að viðurkenna að ég hef til langs tíma lítið fylgst með umræðunni á Íslandi. Voru einhverjar raddir upp um það að skipta út krónunni fyrir bandaríkjadollar áður en krónan hrundi í verði? Hvar var Loftur þá?

Spyr sá sem ekki veit. Ef Loftur beytti sér fyrir því að krónunni yrði skipt út áður en hún hrundi á hann hrós skilið fyrir forsjálni...

Hörður Þórðarson, 23.12.2008 kl. 19:15

64 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú misskilur nokkuð mikið málið Hörður. Gjaldmiðil-skipti hafa ekki endilega neitt að gera með gengi á gjaldeyrismarkaði, á þeim tíma sem skiptin eru gerð. Skipti-hlutfallið tekur ekki bara mið af þeirri stöðu, heldur hvaða gengi virðist jafnvægisgengi. Þetta kjörorð þitt "Buy low, sell high" er bara grín. Til hægðarauka, er samt oft notað markaðsgengi þegar skipt er yfir í traustan gjaldmiðil, en ætli það helgist ekki af aðstæðum hverju sinni.

Það eru aldreigi allir sammála um hvaða skipti-hlutfall sé bezt, það fer eftir persónulegum hagsmunum og mati á þjóðarhag. Þótt USD sé núna jafngildi 124 ISK, er það talið vera of lágt af flestum. Ég get reiknað upp á Eyri hvað gengið á að vera, en líklega réði ég litlu.

Fyrir ári var ég með hugann við vísindaheimspeki, en ekki svo efnislega hluti sem gjaldmiðils-mál. Ég fæ því ekki hrós hjá þér Hörður, fyrir forsjálni. Hafðu í huga, að hagkerfi aðlagast sínu umhverfi. Þegar búið er að festa gjaldmiðilinn með Myntráði eða fullri Dollaravæðingu, aðlagast aðrir þættir, svo sem laun og verðlag. Þú sérð væntanlega í hendi þér, að verðlag á innfluttum vörum aðlagast hratt. Annað kemur svo á eftir. Mikilvægast er að skipti-hlutfallið sé ekki of hátt, því að alltaf vekja hækkanir meiri ánægju en lækkanir, þótt útkoman verði nákvæmlega sú sama.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.12.2008 kl. 19:59

65 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ofurhátt gengi krónunnar var "the con artists" loftbóla sem er sprungin.  Hefndin verður sú að við verðum að burðast með of lágt gengi næstu árin. 

Júlíus Björnsson, 23.12.2008 kl. 20:48

66 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sp: Hvers vegna tökum við evruna ekki upp einhliða fyrst það er tæknilega hægt?

Sv: Ásgeir Jónsson segir í Markaðinum 3.12.: &#132;Einhliða upptaka annarrar myntar hjá skuldsettri þjóð sem á takmarkaðan gjaldeyrisforða og nýtur ekki lánstrausts erlendis er aftur á móti stórvarasöm, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ástæðan er sú að lausafé hagkerfisins verður þá ytri stærð og veltur gjaldeyrisvarasjóði landsins sem varpað er sem grunnfé út í bankakerfið. Það grunnfé getur síðan auðveldlega dregist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga og þannig komið fjármálakerfinu í þrot nema íslenska ríkið taki ný erlend lán. Einhliða upptaka er því alls ekki sambærileg og inngöngu í myntbandalag Evrópu þar sem myntframboðið hérlendis yrði stutt af öllum seðlabönkum bandalagsins. Einhliða upptaka breytir heldur ekki því vantrausti sem hefur skapast í fjármálakerfinu."

Ásgeir segir þetta miklu betur en ég...

Hörður Þórðarson, 23.12.2008 kl. 20:54

67 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef áður séð þessa vitleysu eftir Ásgeir Jónsson. Hér kemur fram mikið skilningsleysi á upptöku erlends gjaldmiðils og fasttengingu undir Myntráði. Ásgeir virðist ekki gera sér grein fyrir, að til að baktryggja innlendan gjaldmiðil þarf "aðeins" 30 milljarða Króna í USD. Ekki er stórvarasamt að taka upp Myntráð, eða taka upp erlendan gjaldmiðil.

Það er hins vegar stórvarasamt, að halda áfram á sömu braut og þeirri sem er að gera helming þjóðarinnar gjaldþrota. Ekki er enn útséð um glæfrastarfsemi Seðlabankanns. Hann á enn möguleika að tapa meiru.

Þessi gjaldeyris-forði, að jafnvirði 30 milljarða Króna, er varasjóður Myntráðsins og tryggir 100% skipti yfir í grunn-myntina (anchor currency). Myntráðið þarf ekki á lánstrausti erlendis að halda, svo framarlega sem varasjóðurinn er fyrir hendi. Varasjóðurinn er síðan settur í vinnu og safnar vöxtum í Bandarískum ríkisskuldabréfum. Líklegur hagnaður, eða mynt-gróði (seigniorage) verður 1,5 milljarðar á ári.

Skilur nokkur þessar setningar Ásgeirs ?

Ástæðan er sú að lausafé hagkerfisins verður þá ytri stærð og veltur gjaldeyrisvarasjóði landsins sem varpað er sem grunnfé út í bankakerfið. Það grunnfé getur síðan auðveldlega dregist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga og þannig komið fjármálakerfinu í þrot nema íslenska ríkið taki ný erlend lán.

Engar líkur eru til að varasjóðurinn "dragist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga". Innlendi gjaldmiðillinn er skiptanlegur á föstu gengi, sem er 100% tryggt. Það eru því engar forsendur fyrir landflótta þessa fjármagns. Íslendska ríkið þarf ekki að taka erlend lán vegna Myntráðsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.12.2008 kl. 21:47

68 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ástæðan er sú að lausafé hagkerfisins verður þá ytri stærð og veltur gjaldeyrisvarasjóði landsins sem varpað er sem grunnfé út í bankakerfið. Það grunnfé getur síðan auðveldlega dregist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga og þannig komið fjármálakerfinu í þrot nema íslenska ríkið taki ný erlend lán."

Þetta þýðir einfaldlega að ef þeir sem eiga kröfur (til dæmis bankareikninga) á Íslandi fara af einhverjum ástöðum að hafa áhyggjur að getu landsins til að standa undir þeim, þá muni þeir keppast hver um annan þverann við að koma peningunum úr landi, áður en holskefla á borð við þetta:

"In December 2001, Argentina suspended payments on its external debt and restricted bank deposit withdrawals. In January 2002, it repealed the Convertibility Law and adopted a new, provisional fixed exchange rate of 1.4 pesos to the dollar (a 29% devaluation); soon afterward it completely abandoned its peg and allowed the peso to float freely, resulting in a swift depreciation of the peso, which lost 75% of its value with respect to the U.S. dollar in a matter of months."

gengur yfir.

http://en.wikipedia.org/wiki/Argentine_Currency_Board

Fasta gengið er nefninlega ekki 100% tryggt...

Hörður Þórðarson, 23.12.2008 kl. 22:08

69 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Margir hafa reynt að gera myntráð almennt tortryggileg, með tilvísun í svonefnt Myntráð Argentínu. Ég hef útskýrt málið víða, meðal annarsá bloggi hjá mér, þar sem Hörður kom fram með sömu rangfærsluna. Hvað er að þér Hörður ? Hér ætla ég að útskýra málið enn og aftur.

Argentína var með Myntráð-nefnu (currency board-like) og ekki alvöru myntráð (currency board). Munurinn liggur í hvort ákveðin skilyrði eru uppfyllt, varðandi starfsemi viðkomandi peninga-stofnunar.

Það er ekki nóg, að sú stofnun sem sér um gjaldmiðilinn sé nefnd Myntráð, heldur verður starfsemin að vera í samræmi við nafnið. Þetta skilyrði var ekki uppfyllt í Argentínu. Hér að neðan er tafla sem sýnir hvernig Argentína uppfyllti skilyrði um alvöru Myntráð.

Uppfyllti Argentína skilyrði um alvöru Myntráð ?

Skilyrði sem eru uppfyllt hjá alvöru Myntráði

 

Argentína

1. Höndlar aðeins með seðla og mynt.

Nei

2. Leyfir hindrunarlaus gjaldmiðlaskipti

3. Er ekki lánveitandi til þrautavara

Nei

4. Kemur ekki að starfsemi viðskiptabankanna

Nei

5. Getur ekki fengist við peningaprentun fyrir ríkisstjórnina

 

Nei

6. Varasjóðurinn geymir USD, sem nemur 100-115% af innlendu myntinni

 

Nei

Að töflunni sjáum við, að Argentína uppfyllti einungis eitt af þessum nauðsynlegu skilyrðum um alvöru Myntráð. Hindrunarlaus gjaldmiðilskipti voru leyfð, en eitt og sér dugði það ekki til.

Hér er að finna umfjöllun um málið, eftir Steve Hanke, sem er þekktasti sérfræðingur heims varðandi Myntráð og Dollaravæðingu:

http://www.cato.org/pubs/articles/hanke_feb2008_argentina_currencyboard.pdf

Meðal annars segir Hanke:

1. "The commonly held belief that Argentina ran a currency board from 1991 to 2002 is wrong."

2. "Argentina&#146;s convertibility system operated more like a central bank than a currency board in many important respects."

3. "Over 70 countries have employed currency boards and none has ended with the type of economic chaos that accompanied the demise of Argentina&#146;s convertibility system. But, contrary to the conclusions that most economists and economic textbooks present, Argentina&#146;s convertibility system was not a currency board."

Nú skilja vonandi allir, að Argentína fyrir 10 árum hefur lítið með Myntráð að gera almennt, eða Myntráð á Íslandi. Til að ná góðum árangri í gjaldmiðilsstjórnun verða menn að fara að reglum um alvöru Myntráð og þær reglur verða að vera traustar.

Ég legg til að starfsemi Myntráðs Íslands verði fest í Stjórnarskrána og breytingar verði ekki gerðar nema með þjóðaratkvæði. Til að samþykkja breytingu þurfi aukinn meirihluta, til dæmis 3/4 (75%) atkvæða, eða meira.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.12.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband