Jákvæð (stjórnar)-andstaða

Það er jákvætt að leggja fram tillögur í stjórnarandstöðu hvort sem um er að ræða á Alþingi eða í sveitarstjórn. Stjórnarandstaða getur verið beitt í andófi en ekki síður með því að leggja gott til málanna. Ég er á því að síðari kosturinn sé betri.

Það er sama hvaðan gott kemur og vonandi verður meira um að minnihluti í pólítík komi með uppbyggilegar tillögur en áður hefur verið.


mbl.is Fyrstu verk sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nostradamus

Þeir eru nú hálfhlægilegir og aumkunarverðir greyin. Höfðu rúma 100 daga til að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu en enduðu bara með bremsufar uppá bak. Svo þegar þeir komast í andstöðu vilja þeir ólmir gera eitthvað. Nei, ég hef merkt x í síðasta skipti við D, alveg sama hvað þeir reyna að brölta. Nú er kominn tími á nýtt fólk, nýjar hugmyndir.

Nostradamus, 2.2.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

gaman að vitna í orð forsætisráðherra nú fyrir örfáum mínútum. "fólk verðu að skilja að við erum að gera allt sem við getum og fólk verður að sýna þolinmæði". þessu fylgir síðan góðlátlegur hlátur þaðan sem ég sit. annars vil ég taka undir orð þín eyþór með að vera jákvæðir í framkonu og sinni vinnu sem er framundan.

Þór Ómar Jónsson, 2.2.2009 kl. 19:57

3 identicon

Ja, það er spurning hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfi ekki hreinlega að leita ráða hjá t.d. Steingrími Joð um hvernig á að bera sig að í stjórnarandstöðu? Grínlaust þá eiga þeir að byrja strax að veita almennilega andstöðu. En ekki samt bara með því að benda á að þetta og hitt hafi þau ætlað að gera. Hefðu átt að vera búin að því fyrir löngu.

Ertu annars búinn að taka ákvörðun um að bjóða þig fram Eyþór?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Staðan er auðvitað sú, að allir verða að leggja sitt af mörkum. Það er gott að heyra að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki hrokkið í bakgírinn, þótt við séum ekki lengur í ríkisstjórn. Nú reynir raunverulega á menn, að láta ekki gamaldags karp taka yfirhöndina.

Nú verða menn fremur en nokkru sinni, að nálgast verkefni sín af auðmýkt og viljafestu. Kjósendur hafa ekki mikla þolinmæði fyrir hótfyndni, eða frumstæðu kvabbi. Starfið á Alþingi fram að kosningum mun hafa mikil áhrif á niðurstöðu kosninganna. Kosningabaráttan er hafin og starf flokkanna á Alþingi er mikilvægur hluti hennar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.2.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband