Um umsögn

Ekki er langt síðan áhersla var í umræðunni um fagleg vinnubrögð og horft yrði í vaxandi mæli til alþjóðlegra aðila og heims-viðmiða.

Nú á að breyta lögum um Seðlabanka og virðist ganga hægt að fá botn í frumvarpið og eru margar athugasemdir innan þings sem utan. Nú er þetta umdeilt mál og hefði verið óvitlaust að fá umsögn stærstu seðlabanka heims um frumvarpið. - Eða eru venjur þingnefnda nú mikilvægari en víðtæk umsögn?


mbl.is Afþökkuðu umsögn Seðlabanka Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það virðist vera að sannast að um algerlega hentistefnustjórn sé að ræða.

Carl Jóhann Granz, 13.2.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

ég er búinn að hlæja í u.þ.b. 3 mín. eftir að hafa lesið bloggið og hugsa með sjálfum mér um leið hvort hægt sé að draga fáránleikann í samfélaginu fram betur en hér er gert? það hefði kannski ekki verið svo vitlaust eftir allt sem á hefur gengið að þjóðstjórn "davíðs" hefði orðið að veruleika :-)

Þór Ómar Jónsson, 13.2.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi minnihlutastjórn vg og sf sem er í boði framsóknar verður seint sökuð um fagleg vinnubrögð.

Óðinn Þórisson, 13.2.2009 kl. 21:14

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er sérkennilegt tilboð frá Seðlabanka Evrópu. Er þetta ekki bankinn sem neitaði að veita okkur stuðning þegar við þurftum á honum að halda ? Það vantar bara að Bordon Bulldog Brown bjóði fram aðstoð sína við að semja lög um Seðlabankann.

Annars þurfum við að losna við Seðlabankann sem fyrst og taka upp peningastefnu sem hentar atvinnulífinu, en ekki sérvöldum gæðingum. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa dug til að keyra til baka verðbólgu-skellinn, eins og þó er mögulegt með myntráði. Verið er að ræna aleigu alls þorra manna og fyrirtækja.

Um þennan stórþjófnað sagði Fritz Leutwyler, fyrrverandi bankastjóri seðlabankans í Svisslandi:

Verðbólga hefur þá sérstöðu að vera mikilvirkasta tæki hinna fáu ríku til að verða ríkari og hinna mörgu fátæku til að verða fátækari.

Fritz Leutwyler sagði einnig:

Ef við ætlum að viðhalda lýðræðinu, er okkar fyrsta verkefni að koma á stöðugum gjaldmiðli.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.2.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Ari Jósepsson

Ég held að og er pæling.

Ég missti alveg álitið þegar ég heyrði að þú ætlaðir í frammboð.

Ég verð bara að vera hreinskylinn og það væri betra að þú gerðir það ekki 

Kv Ari J

Ari Jósepsson, 14.2.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband