Og hvað svo?

Hörður Torfason og Jóhanna Sigurðardóttir hafa bæði tvö talið Davíð Oddsson standa í vegi fyrir því að hægt sé að ganga í endurreisnarstarf og uppbyggingu efnahagslífisins.

Með nýjum lögum um Seðlabankann er fyrirhugað að skipta út seðlabankastjórunum og ráða inn menn til bráðabirgða án auglýsingar. Ekki hljómar það neitt sérstaklega faglegt.

Fróðlegt verður að fylgjast með framfaramálunum í kjölfarið en viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna við tillögum Framsóknar gefa ekki góð fyrirheit. Vonandi verður meiri samstaða en nú hefur verið um að bæta hag heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Að minnsta kosti verður ekki hægt að nota Seðlabankann sem afsökun mikið lengur.


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þau tvö séu þau einu sem hafa þessa skoðun? Hefur Hörður ekkert bakland? Er ekki tími Jóhönnu. Sárt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Byltingarforinginn

Ég gat ekki betur heyrt í kvöldfréttum en að fjármálaráðherra teldi DO sem seðlabankastjóra ekki bera ábyrgð á ástandinu. Norski seðlabankinn er að þefa af báðum fráfarandi seðlabankastjórum og þykist hafa himinn höndum tekið, ef hann nælir í þá. Jóhanna hlýtur að vera stolt?

Því miður þá á tveggja mánaða seta lessustjórnarinnar eftir að valda okkur ómældum skaða ofan á allt annað. Þessi tveggja mánaða seta er notuð ötullega til að pota að fólki hér og þar. Gamlir raftar eins og Svavar Gestsson eru dregnir á flot, með yngri menn sem flotholt, Katrín bókmenntafræðingur "hreinsar" til í LÍN... og framsóknarmenn sitja á hliðarlínunni núna og hlusta á Samfó og Vg slefa upp í hvort annað um samstarf eftir kosningar... ÁN Framsóknar. Æ æ, Framsókn... hækja sem verður kastað eftir tvo mánuði?

En enginn hugsar um það sem Davíð í raun benti á í gær... það þarf að losna við seðlabankastjórana í dauðans ofboði, því stjórn bankans er rúin trausti. Að vísu skipta allar helstu stofnanir Evrópu og víðar við hann áfram, möglunarlaust og tala ekki mikið um rúið traust. AGS, sem nánast stjórnar landinu, hefur haft fullt traust til stjórnar SÍ... og eru þó með starfsstöðvar í bankanum.

Þetta eru nornaveiðar af verstu sort... en í röngum skilningi... hér er það nornin sem er að veiða! Hennar tími mun fara!

Byltingarforinginn, 25.2.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hnaut aðeins um orð Gísla Baldvins hér að ofan, "á Hörður ekkert bakland"  

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband