Margt vitlausara

Sú leið að taka einhliða upp annan gjaldmiðil er ekki gallalaus. En menn verða að meta valkostina og ekki síst þann sem nú er reyndur; að halda í krónuna með höftum og stýringum. Gallarnir við að taka upp stærsta gjaldmiðil heimsins er helst þeir að við værum ekki með Seðlabanka með þrautavaralán.

En er ekki einn stærsti vandinn einmitt tilkominn vegna þrautavaralána? Og væntinga um ríkisábyrgð af öllu tagi? Þeir sem henda burt hugmynd um að taka upp dalinn verða að bera þá leið saman við það ástand sem við virðumst vera föst í.

Svo má ekki gleyma því að um 70% af raforkunni, meirihluti stjóriðjuafurða, stór hluti sjávarafla og olían eru keypt og seld í bandaríkjadölum á Íslandi.


mbl.is SUS: Vilja Bandaríkjadal á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég er sammála þér með bandaríkjadollarann (hef aldrei verið almennilega sáttur við orðið "bandaríkjadalur"). Mér finnst sem að einhliða evruaðdáun sé fullmikil einföldun á gríðarlega stórri ákvörðun. Eins og þú segir þá er meirihluti viðskipta okkar nú þegar í dollurum.

Heimir Tómasson, 3.4.2009 kl. 14:36

2 identicon

Það þyrft alla vega að koma dollaraupptöku upp á umræðustig - Því það liggur við að maður sé sagður fáviti um leið og maður nefnir þennan möguleika. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að koma með þennan valmöguleika gegn evrópuvæðingunni sem öllu ríður nú.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Þá er líka spurning um hvort skapast mundu tækifæri á að koma ríkisbönkunum þremur í eigu erlendra aðila uppí skuldir vegna IceSave, IMF og öðru tengt bankahruninu sérstaklega?  Það er allavega alveg á hreinu að það vill engin eiga í bönkunum á meðan króna og höft ráða ríkjum...

Róbert Viðar Bjarnason, 3.4.2009 kl. 17:35

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eyþór, það kemur mér ekki á óvart að dollarinn yrði sú mynt sem við tækjum upp. Ég skrifaði um norsku krónuna snemma á síðasta ári, og ef við þá hefðum farið í viðræður við norsk stjórnvöld þá hefðum við ekki bæði lent í bankahruni og gengishruni. Norski forsætisráðherrann kom hingað um daginn alveg tilbúinn til þess að semja um norsku krónuna, en þar sem systurflokkur hans hér vill ganga í ESB hefði það verið ótrúlegur dónaskapur við systurflokkinn ef norski forsætisráðherrann hefði komið fram með tilboð sitt.

Síðar fór norski forstæðisráðherrann niður í Seðlabanka og skoðaði aðstæður og sagði hróðugur upphátt. ,, Á þessum vegg gæti verið stór mynd af norsku krónunni, sameiginlegri mynt þjóðanna. Þá verður seðlaútgáfan ekki lengur hér".  Þá heyrðist víst í einum starfsmanni Seðlabankans. ,, Hann gengur bara hér um, eins og hann eigi þetta". 

Sigurður Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Eyþór enn má hlaupa á sig og gera stór mistök. SUS menn fyrir æsku sakir og bráðlæti mega fá prik fyrir hugkvæmni en falla á prófi sökum niðurstöðunnar.
Krónan er okkar verkfæri og mun sinna okkar þörfum ef misnotkun vegna peningstefnu er ekki beitt. Fái krónan að fljóta svo fljótt sem unnt er taka sitt raunverulega gengi, mun hún gefa okkur sinn lokaskell, en um leið kröftugt upphaf á uppbyggingu. Við erum gríðarlega samkeppnishæf á dvínandi heimsmarkaði og útflutningsgreinar okkar geta keppt við heimamarkaði fjarlægra stranda sökum þess að við njótum hennar. Hún vinnur sitt verk vel.

SUS má því leita lengur að töfralausnum...best væri að leitað væri ögn lengur en síðast og þá nú að einhverju sem ekki stútar hjá okkur útflutningum...þar er okkar eina líflína

Haraldur Baldursson, 3.4.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég held þið ættuð kannski að skoða blogg Lofts Altice Þorsteinssonar um Myntráð.

Ísleifur Gíslason, 3.4.2009 kl. 19:02

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eins og Ísleifur bendir á, hef ég dregið fram kosti Myntráðs. Í því samhengi má nefna einu sinni enn, að formleg Dollaravæðing er í framkvæmd sérstakt afbrigði af "fastgengi undir stjórn Myntráðs".

Ef við nefnum nýjan gjaldmiðil okkar Dal (ISD) og notum Bandaríkjadollar (USD) sem stoðmynt og ef skipihlutfall þessara mynta er 1 ISD = 1 USD, þá erum við með í notkun bæði ISD og USD. Með öðrum orðum þá er Bandaríkjadollari lögeyrir í landinu, eins og væri við formlega Dollaravæðingu.

Að öðru leyti vil ég taka undir orð Eyþórs og sérstaklega það sem hann segir um óformlega Dollaravæðingu í landinu. Við eru nú þegar langt komin með að taka upp Bandaríkjadollar. Hví ekki að stíga skrefið til formlegrar Dollaravæðingar ? Hví ekki að koma á efnahagslegum stöðugleika ? Getur verið að annarleg sjónarmið Samfylkingarinnar ráði ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 22:41

8 Smámynd: Þór Saari

Sæll Eyþór.

Seðlabanki og "þrautavaralán" er ekki lengur inn í myndinni í íslenksku hagkerfi. Ríkið á bankana og þegar (ef) þeir verða seldir að nýju er best að þeir komi sér upp eigin þrautavarasjóði eins og viðgengst víða um heim. Svikamyllan sem hér var í gangi hefur kostað of mikið. Seðlabankinn gæti svo haft umsjón með þessum þrautavarsjóði. En ekki falla í dollaradýjið, mestur hluti utanríkisviðskipta er við Evru-lönd eða lönd beintengd við Evru og því skynsamlegst að taka upp Evru einhliða. Ef ESB fer í fýlu út af því þá bara verður að hafa það.

Þór Saari, 3.4.2009 kl. 23:08

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér langar að benda Þór á þann möguleika, að starfrækja Myntráð með tveimur stoðmyntum. Þetta gætu til dæmis verið US Dollar og Evran. Skiptigengi Myntráðs væri þá til dæmis: 1 ISD = 1 USD og 1 ISD = 1,2 EUR.

  • Svo lengi sem EUR > 1,2 USD, héldi Myntráðið varasjóðinn í USD.
  • Þegar 1 USD = 1,2 EUR, héldi Myntráðið bæði USD og EUR í varasjóði.
  • Þegar EUR < 1,2 USD, héldi Myntráðið varasjóðinn í EUR.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 23:45

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef miklar efasemdir Einar um andlega getu Íslendskra stjórnmálamanna. Í gær kvöld, sáum við foringjana koma fram í RÚV. Ekki bar mikið á andlegum gjörvileika hjá þeim, þótt væru sýnilega vel aldir af líkamlegri fæðu.

Þjóðin hrópar á efnahagslegan stöðugleika. Lögin um Seðlabankann fela honum að koma á efnahagslegum stöðugleika. Tilgangur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er að koma á efnahagslegum stöðugleika í heiminum.

Allir vita sem vilja vita, að lítil og einhæf hagkerfi geta ekki komið á efnahagslegum stöðugleika nema með fastgengi. Hvernig koma menn á fastgengi ? Við vitum að það tekst ekki undir stjórn seðlabanka. Við vitum að einungis er hægt að ná "fastgengi undir stjórn Myntráðs".

Hvers vegna er þá ekki komið á "fastgengi undir stjórn Myntráðs" ? Er um að kenna heimsku eða er verið að vinna skemmdarverk í nafni erlendrar hugmyndafræði ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.4.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband