Minnir á Öryggisráðið...

Sendiherra Íslands í Svíþjóð fór með umsókn um inngöngu í ESB með hraði. Sumir stjórnmálamenn eru bjartsýnir og telja bæði málið breyta miklu og að það muni ganga vel.

Einhvern veginn fæ ég samt svipaða tilfinningu með þessa umsókn og framboð Íslands í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna síðasta haust. Þá voru miklar væntingar um að Ísland ynni þær kosningar. 

Kostaði framboðið ekki svipað og umsóknin; 1-2 milljarða?


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það var nú meiri skandallinn þessi umsókn í öryggisráðið, var þessi umsókn ekki send inn þegar Davíð var utanríkisráðherra, eða var það Halldór félagi hans sem setti þetta mál á koppinn? En alla vega þá gerði Ingibjörg rétt þegar hún hélt málinu áfram til að bjarga andliti Íslands á alþjóðavettvangi. Það hefði verið hálf hallærislegt að hætta við nokkrum mánuðum áður en kosningin færi fram.

Valsól (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Öryggisráðið verður hátíð miðað við þetta.

Valsól, Öryggisráðið var hugmynd Halldórs en var allar götur studd dyggilega af Samfylkingunni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Framboðið til öryggisráðsins gerði okkur að athlægi meðal allra hugsandi manna. Ekki bara pönnukökubakstur Samfylkingarkvenna heldur hugmyndin að herlaus 300.000 manna þjóð geti tekið ábyrga afstöðu í deilumálum þar sem menn eru tilbúnir að leggja líf sitt undir.

Íslenskir vinstrimenn eru ekki tilbúnir að láta lífið, né neitt annað, fyrir málstað. Jafnvel ekki fullveldi þjóðar sinnar eins og sýndi sig í atkvæðagreiðslu á Alþingi nú í vikunni. 

Frekar kjósa þeir að eyða milljörðum í aðildarviðræður svo þeir geti síðan látið undan þrýstingi síðar meir á grundvelli þess að búið sé að eyða svo miklum peningum í málið.

Ragnhildur Kolka, 18.7.2009 kl. 12:23

4 identicon

sammála Eyþór og held að viðbrögð pressunar í Tyrklandi séu forrétturinn á undan aðalréttinum og eftirréttinum.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Næst er að sækja um inngöngu í OPEC á forsendum þess að það geti hugsanlega hugsanlega fundist olía utan við landgrunnið okkar. Samfó á ekki að þrjóta leiðir til að réttlæta veruleikaflótta sinn.  Mögulega er líka hægt ð hafa samvinnu við krossinn um bæna herferð til að vinna á kreppunni ef það bregst að skattleggja okkur út úr henni.

Málsháttur dagsins: "There is no such thing as a free lunch."   

Jón Steinar Ragnarsson, 18.7.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er hér holl lesning fyrir alla, sem pæla í myntvndanum, en það er skýrsla viðskiptaráðs um efnið.:  http://www.vi.is/files/1548703451WEBISKronan.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 18.7.2009 kl. 13:38

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú bara að skoða málið, það er ekki merkilegra en það en láta ekki ofsahræðsluna ná tökum á sér. Ég er forvitinn að eðlisfari.

Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 15:05

8 Smámynd: Benedikta E

"Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið" fyrir Jóhönnu og fylgi lið......

Íslandi er áætlaður tími í - 2012

2011 verður ESB komið í rúst.........

Við förum aldrei þar inn Íslendingar.................

Benedikta E, 18.7.2009 kl. 16:36

9 Smámynd: Sverrir Einarsson

 Ragnhidlur: "heldur hugmyndin að herlaus 300.000 manna þjóð geti tekið ábyrga afstöðu í deilumálum þar sem menn eru tilbúnir að leggja líf sitt undir" segir þú. Ég vil meina að  þessir menn sem þú vitnar til séu reiðubúnir að fórna annar lífi en sínu eigin þ.e.a.s. senda her manns á vígvöllinn en sitja sjálfir heima.

Sverrir Einarsson, 18.7.2009 kl. 20:54

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

slappið bara af - við skoðum málið

Jón Snæbjörnsson, 18.7.2009 kl. 22:13

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eyþór:

Ég held að það sé skynsamlegt fyrir unga og metnaðargjarna sjálfstæðismenn að hafa sig hæga í yfirlýsingum um ESB, því annars þurfa þeir að éta allt of mikið niður í sig!

En kannski hefur sumt fólk gaman af því gera mistök? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 23:43

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Ætli verði ekki reynt með öllum ráðum að fela kostnaðinn ef ég þekki rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2009 kl. 01:25

13 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Guðbjörn,

ertu að vísa í sjálfan þig?

Eyþór Laxdal Arnalds, 19.7.2009 kl. 14:08

14 identicon

Hvað ert þú að belgja þig út Guðbjörn?-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband