Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Hann hefur orðið vegna þess að meirihlutinn í Reykjavík hefur vanrækt skyldur sínar að skipuleggja hagkvæmar lóðir.

Búið er að sýna þúsundir af glærum. 
Búið að gefa "vilyrði" fyrir lóðum - oft með fyrirvörum. 
Allt of lítið hefur verið byggt í Reykjavík á síðustu fjórum árum.

Afleiðingarnar eru alvarlegar:

(1) Húsnæðisverð og þar með leiguverð hefur snarhækkað
(2) Sífellt fleira ungt fólk kemst ekki úr foreldrahúsum. 
(3) Fjölgun er meiri í öðrum sveitarfélögum, byggð dreifist og umferð hefur þyngst.

Þrjú dæmi um ástandið í Reykjavík:

(A) 55m2 íbúð kostar 200 þúsund krónur á mánuði í leigu
(B) 10m2 "íbúð" 75 þúsund krónur á mánuði í leigu
(C) Þakíbúð við Hafnartorg mun kosta yfir 400 milljónir til kaups samkvæmt fréttum.

Já 400 milljónir.

Samfylkingin kennir sig við jafnaðarmennsku. Hún hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár.

Við viljum einfalda stjórnkerfið 
- Úthluta hagstæðari lóðum
- Hætta að okra á byggingarrétti
- Skipuleggja Keldur, Örifirisey og BSÍ strax í sumar
- Og að í Reykjavík rísi 2.000 íbúðir á ári

Þannig náum við jafnvægi og Reykjavík verður raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk á ný.

Það er kominn til til að breyta!
XD


Bloggfærslur 15. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband