Stórfrétt

Flokksráð VG styður ríkisstjórnina!

Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé fréttnæmt. 

Skyldi grasrótin styðja flokksráðið?


mbl.is Flokksráð VG styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eru kanski einhverjir svikarar að hóta og stjórna bak við tjöldin? Hver á Ísland? Spilltasta land í þróuðu samfélagi skyldi þó ekki vera að glíma við eitthvað slíkt? Ég hef nú mína skoðun á því en tek fegins hendi útskýringum um málin. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2010 kl. 18:40

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Niðurstöður frá 2008 sem Bjarni Ben studdi ásamt öllum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!

Flokksformennirnir semja og semja hver við annan!  Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu.  Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig.  Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um.  Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt.  En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!

„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.

AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.

 Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:

„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008). 

Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. (16. nóvember 2008).

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 19:25

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Auðun: Ágætis úttekt hjá þér en þú gleymir (vitandi vits eða vísvitandi) niðurlagi greinarinnar, sem er svona:

 Enn fremur viðurkennum við að það sé lykilatriði í réttlátri meðferð gagnvart innstæðueigendum og kröfuhöfum á hendur yfirteknu bönkunum að nýju bankarnir greiði sannvirði fyrir þær eignir sem fluttar voru frá gömlu bönkunum. Við höfum komið upp gagnsæju ferli þar sem tvö teymi sjálfstæðra endurskoðenda sjá um að meta sannvirði eigna. Almennt munum við tryggja að meðferð á innstæðueigendum og lánardrottnum sé sanngjörn, jöfn og án mismununar og í samræmi við gildandi lög.

Er það ekki einmitt þetta sem málið snýst um  - gildandi lög ?  Og það hafa bæði prófessor Stefán Már og Lárus Blöndal útskýrt svo réttilega í vel rökstuddum  greinum að undanförnu í Morgunblaðinu að rétturinn skv. lögum er allur Íslands megin í þessu máli !!

Þess vegna getur þú ekki endalaust afsakað duglausa vinstri stjórn með tilvísun í þessa eldri samninga, sem snerust um að íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar - þessar skuldbindingar verða alltaf að hafa stoð í lagagreinum - ekki einhverjum óskráðum siðferðisreglum !!

Sigurður Sigurðsson, 17.1.2010 kl. 09:50

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég fæ ekki séð hvernig það má fara saman að styðja þessa ríkistjórn og lýsa jafnframt yfir andstöðu við ESB aðild. Samfylkingarforustan virðist hafa aðeins eitt markmið, sem er ESB aðild. VG hafa að víu eitthvað fleiri stefnumál en stærsta málið er ESB andstaða. Það er því útilokað fyrir þessa tvo flokka að setja saman starfhæfa ríkistjórn.

Fyrsta hreina vinstristjórnin er ekki stjórntæk út af þessu. Það er tímabært að fara að horfast í augu við þetta og reyna að finn nýtt stjórnarmunstur ellegar boða til kosninga.

Það er eitthvað að, heimska eða afneitun ef menn sjá þetta ekki.

Guðmundur Jónsson, 17.1.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband