Eldgos, fjármálahrun en verst er samfélagshrun

Eldsumbrotin minna áþreifanlega á hversu harðbýlt Ísland getur verið.
Fjármálahrunið komst í sögubækurnar enda eru bankagjaldþrot í efstu sætum heimssögulegra gjaldþrotamála.

Verst er þó reiðin, óeiningin, óréttlætið og vonbrigðin sem skekja nú heimilin í landinu. Raunveruleg þjóðarsátt er ekki í sjónmáli og fáir tala kjark í fólkið í landinu. Ég var eins og svo margir aðrir barn sem ólst upp í öruggu samfélagi þar sem miskipting var lítil og samfélagið stóð saman. Þótt enn sé sjálfboðaliðastarf mikið (eins og sést í náttúruhamförum) eru vísbendingar um að reiðin sé að ná undirtökum í allri umræðu. Og ekki af ástæðulausu.

Við erum ung og velmenntuð þjóð í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum og gæðum. Ef vonin er tekin af fólki gagnast það lítið.

Það er því nauðsynlegt að skuldamál heimilanna verði tekin föstum tökum.
Hraðar verður að miða í að sækja þá til saka sem til saka hafa unnið í efnahagshruninu.
Ekki síður er mikilvægt að Alþingi setji lög um eignarhald á bönkum og fjölmiðlum enda er óskiljanlegt að það sé ekki gert.

Að öðrum kosti ofbýður fólki enn frekar og ástandið verður æ óstöðugra.


mbl.is Aukið flúormagn í öskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Alveg rétt. Það er raunveruleg hætta á að sjálfur samfélagssáttmálin rofni fái fólkið í landinu ekki lámarksréttlæti t.d. með leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól lána. Guð hjálpi okkur þá.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.4.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

http://www.bnamericas.com/news/banking/Supreme_court_declares_pesofication_constitutional

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.4.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er sanarlega staða til að hafa miklar áhyggjur af og tek ég undir hvert orð í færslunni.

Finnur Bárðarson, 22.4.2010 kl. 16:19

4 Smámynd: Anita Holm

Já ekki bara skuldir heimillana sem eru mikið mikilvægar, líka fjárhagsstaða öryrkja og ellilífeyrisþega sem er í 95% tilfella fólk sem hefur unnið sína vinnu í mörg herrans ár og borgað sína skatta reglulega....ég vona að ríksistjórn skylji að ef þeir brjóta fullkomlega niður alla íslendinga...þá verða það fáar krónur sem koma inn í kassann..og þeir fá sjálfir engin laun..

Svo það hlýtur að vera allra hagur að sjá um að allir hafi það gott.

Anita Holm, 22.4.2010 kl. 16:57

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ein af hættunum er sú að þeir fari brott sem geta en margir verði eftir sem vilja fara en geta ekki.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.4.2010 kl. 18:18

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef einhver hefur tekið vonina frá þjóðinni Eyþór, þá er það flokkur þinn..

hilmar jónsson, 22.4.2010 kl. 20:26

7 Smámynd: Stafnhús ehf

Nú er einmitt tíminn til að hætta að meta fólk eftir pólitískri stöðu þess og draga okkur í dilka eftir því hvort við fylgjum Arsenal eða Liverpool.  Við ættum frekar að ráða fólk til að stjórna landinu okkar sem hefur hæfni til þess eins og við ráðum fólk til að stýra fyrirtækjum og ef það stendur sig ekki þá á það að fara og finna sér annan vettvang. Þetta ætti að gilda um alla ríkisstarfsmenn sem oft hanga af gömlum vana í stöðum sem þeim hundleiðist í og telja dagana þar til þeir komast á eftirlaun. Það segir sig sjálft að árangurinn í starfi er eftir því og arðsemin sömuleiðis. Hver segir að þessu sé ekki hægt að breyta? Við verðum að passa okkur á því að kerfið á að þjóna okkur en nú erum við að verða þrælar flókins stjórnkerfis sem vantar alla skilvirkni. 

Stafnhús ehf, 22.4.2010 kl. 21:39

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Hilmar,

svona einhliða málflutningur er einmitt að valda því að við erum að tvístrast sem samfélag. Ég vona að okkur beri gæfu til að horfa á það sem sameinar okkur en ekki á það sem sundrar okkur. Ástandið er farið að minna á Sturlungaöld.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.4.2010 kl. 22:33

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Sameining verður ekki fyrr en hlutirnir hafa verið gerðir upp, Eyþór.

hilmar jónsson, 22.4.2010 kl. 22:59

10 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er rétt Hilmar. Það á jafnt við um stjórmálin, glæpamálin og skuldamálin. Allt eru þetta svið sem enn á eftir að gera upp. Ef lítið er gert í tveimur síðarnefndu málunum verður óbærilegur þrýstingur á stjórnmálin.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.4.2010 kl. 23:32

11 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Eyþór, þú ert sterkur einstaklingur og hefur þurft að viðurkenna siðferðisleg mistök opinberlega - og staðið það af þér! Afhverju gerir þú ekki hallarbyltingu innan Sjálfstæðisflokksins með því að bjóða þig fram sem formann?

Keðjan verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.

Sumarliði Einar Daðason, 23.4.2010 kl. 08:35

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér á Íslandi er stórfurðuleg á Alþjóðamælikvarða [Ísland Einsdæmi] neysluverðbólgu vaxtaáhættu undirlags lög frá 1982. Sem lögbjóða þetta undir álag á öll þá þegar fasteignverðtryggð útlán. Sér í lagi meint séreignarhúsnæði almennra launþega undir 600.000 kr. heildartekjum.

Eitt óeðlið er að eignarhluti skráðs eigenda minnkar ef sumir bruðla eða viðskiptajöfnuður Ríkisins lækkar vegna þess að virði innflutnings minnkar í erlendum gjaldeyri helstu viðskipta þjóða eða bandalaga.  

Á að refsa þeim sem sem vilja fjárfesta í í eigin íbúð í stað þessa að treysta á hækkun skatta til að tryggja lámarksframfærslu?

Hversvegna er þess órökrétta tenging ekki rofin strax með lögum. Til hér ríki sama réttlæti og í öllum heiminum.

Það nægir að neysluverðstryggja bundna sparifjárreikninga almennings með lögum til að koma í veg fyrir stuld fjármálstofnanna að þeim lítilfjörlegu sjóðum. Það er gert með að hafa vexti á þeim vísvitandi of lága. 

Júlíus Björnsson, 24.4.2010 kl. 15:48

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eignarstuldur á 40 ára lánum gleymist ekki fyrir enn á síðast gjaldaga. Fjárfestum í dugnaði en ekki leti.

Júlíus Björnsson, 24.4.2010 kl. 15:50

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vil engin hafa Morgtgage eða Hypotek útlán eins og fyrir 1982  eða eins og gildir allstaðar annstaðar almennt.

Júlíus Björnsson, 24.4.2010 kl. 15:52

15 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er borðliggjandi að þeir sem hafa farið með stjórn þessa lands voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er einnig viðurkennt af stjórnvöldum að krónan er notuð sem stjórntæki fyrir atvinnulíf og einkaneyslu. Þegar stjórn landsins hefur ekki stjórn á sjálfu sér og hefur þetta hættulega stýritæki - krónuna - þá er voðinn vís. Það er eins og að rétta ungabarni handsprengju!

Verðtrygging lána - tali maður ekki um myntkörfulán - er það heimskulegasta sem til er. Þetta losar stjórnvöld og seðlabanka undan allri ábyrgð því stýrivextir og ábyrg efnahagsstefna hefur ekkert að segja. Það er alveg eins hægt að sigla stórri ferju, með bilað stýri og bilaða vél, í svarta þoku inn í Hvammsfjörð.

Sumarliði Einar Daðason, 24.4.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband