VG opna kosningaskrifstofu

Í dag opna VG kosningaskrifstofu á Selfossi og er full ástæða til óska þeim til hamingju með daginn. Það er reyndar ákveðin sjarmi við það að VG skuli opna kosningaskrifstofu sína í því húsi sem Davíð Oddsson fæddist en það er önnur saga. 

VG voru sannfærandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga - ekki síst í skipulagsmálum - en eftir kosningar er eins og bæjarfulltrúi þeirra Jón Hjartarson hafi misst sambandið við "grasrótina" í flokknum sínum og gleymt kosningaloforðum sínum ansi hratt.  

Nú er boðið fram nýtt fólk en Bjarni bóksali Harðarson sem skipar annað sætið er mörgum kunnur af stjórnmálaafskiptum þótt úr öðrum flokkum sé. 

--- 

Heim til okkar var sendur einblöðungur þar sem farið er yfir nokkur stefnumál. Eitthvað virðist hann vera óyfirlesinn enda er eins og þar sé meinleg villa þar sem stendur:

"Við viljum áframhaldandi varfærni og ábyrgð í rekstri bæjarsjóðs"

Hér hlýtur að hafa átt að standa:

"Við viljum varfærni og ábyrgð í rekstri bæjarsjóðs" enda er það vilji íbúa að snúið verði af braut stórfellds taprekstrar. Tvær milljónir í tap á dag á síðasta ári getur seint talist endurspegla "varfærni og ábyrgð". Eigið fé bæjarsjóðs verður reyndar uppurið síðar á þessu ári eins og menn þekkja. Ég trúi því að þetta verði leiðrétt í næsta upplagi. 

Annað sem hefur misfarist í prófarkalestrinum er eftirfarandi fullyrðing:

"Árborg hefur verið í forystu landsbyggðarsveitarféaga í umhverfismálum og brýnt að svo verði áfram" 

Sannleikurinn er sá að við erum því miður frekar aftarlega í flokkunarmálum, sorphirðugjöld hafa tvöfaldast og svo er best að ræða ekki holræsamálin mikið.

VG vilja vel og ég er sammála þeim um margt en það er mikilvægt að viðurkenna staðreyndir. Kannski var hér fljótaskrift sem verður leiðrétt í framhaldinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir voru grand og það var vel mætt, tóku mér opnum örmum og ræddu um allt sem ég vildi ræða um.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2010 kl. 18:09

2 identicon

Heill og sæll Eyþór; líka sem og - þið önnur, hér á síðu hans !

Eyþór !

Bjarna vinar okkar Harðarsonar; er ein stærsta ógæfa, að haf bundið sitt trúss, við helvítis vindbelginginn Þingeyska, Steingrím J. Sigfússon, og hans svikula slekti.

Reyndar; má ekki á millum sjá, hvar mestur er sorinn, hjá ykkur ''Sjálfstæðis  mönnum'' - ''Framsóknarmönnum'' - ''Samfylkingu'', eða þá, áðurnefndum flokks fjanda, þeirra Steingríms ''VG'', þér, að segja.

Þessi viðbjóðslegu öfl; ÖLL, sem eitt - hafa komið okkur, í þá stöðu, að árhundruð - sem árþúsundir getur tekið, að lagfæra, Eyþór minn.

Ég skora á þig; að segja skilið, við Valhallar froðuna, hið fyrsta - og hefja eigið merki til lofts og virðingar, á þínum forsendum sjálfs.

Ég reyni ekki, að telja Bjarna hughvarf - þeir frændur mínir, Biskupstungna menn, er þrjóskari en Andskotinn sjálfur, sem kunnugt er, hér sunnan heiða, að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum; austur yfir Hvítá (Ölvesá), sem jafnan, úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:11

3 identicon

Afsakið; helvízkar innsláttar villurnar, gott fólk.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka hlýjar kveðjur - ræðum ágreining um fjármál og umhverfismál Árborgar síðar.

Bjarni Harðarson, 1.5.2010 kl. 23:16

5 Smámynd: Ólafur Björnsson

Allaf mælir þúkröfuglega Óskar, en hitt er ljóst að nú þurfum við Haukdælir að snúa bökum saman og BERJAST, sem aldrei fyrr.

Ólafur Björnsson, 2.5.2010 kl. 02:18

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Ólafur !

Rétt; er það. Fyrir liggur; að landsmenn standa frammi fyrir því verkefni, að koma burgeisa hyskinu, suður í Reykjavík (Alþingi - Stjórnarráði), auk ýmissa Banka lúða - sem og annarra viðskipta svindlara, fyrir það kattarnef, sem dugir til, að landið verði okkur byggilegt, á ný.

Til þess; getum við þurft að beita mikilli hörku, og hefi ég lagt til, á minni síðu, m.a., að Ísraelar og Persar (Íranir), yrðu kallaðir hingað, okkur til liðs - og tækju við stjórn Norð- Vesturhlutans (N-Ameríku hlutinn : Ísraelar), svo og Suð- Austurhlutinn (Evrópu megin : Íranir), til þess, að byrja með.

Hvoru tveggju; öndvegis þjóðir, sem vaxandi mjög, í Vestur- Asíu, og kynnu að halda AGS/ESB og NATÓ, ásamt öðrum vestrænum heimsvaldasinnum, í þeim skefjum, sem duga mættu.

En; umfram allt !

Burt; með burgeisa hyskið, frá ásjónum okkar, með ÖLLUM tiltækum ráðum, Ólafur minn.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 02:44

7 identicon

burgeisa; átti að standa þar. Afsakið; bölvaðar ambögurnar - ef fleirri reynast.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 02:48

8 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég, sem innfæddur en brottfluttur Selfyssingur (mér er alltaf illa við þetta orðskrípi - hvað er að því að vera Selfossbúi?) verð að segja að það er fátt sem hvetur mig til að flytja í mitt gamla bæjarfélag aftur. Persónuleg svik sumra bæjrafulltrúa hafa valdið mér gríðarlegum vonbrigðum, menn sem að ég hef þekkt frá því að ég var nærri hvítvoðungur. Það virðist ekkert, ekkert skipta máli nema bara það að ná kjöri aftur. Forgangsröðunin hjá þeim er mér algerlega óskiljanleg.

Ef þú verður valinn sem bæjarstjóri mun ég hugleiða það að flytja heim aftur. Ég geri það ekki á meðan Ragnheiður er bæjarstjóri og Þorvaldur er forseti bæjarstjórnar.

Það er á hreinu.

Heimir Tómasson, 3.5.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband