Evran fær grikk

Nú er evran komin í 1,29 á móti dal og ekki ólíklegt að enn halli undan fæti. Grikkland hefur gert ESB grikk með uppdiktaðri fjárhagsstöðu og nú er komið að skuldadögum. Stóra spurningin er með önnur ríki en Spánn, Portúgal, Ítalía og Írland eru litin hornauga af skuldabréfaútgefundum og því gefur evran eftir.

Sumir eru farnir að spá nýrri evru sem myndi þá vera gerð fyrir innsta markaðskjarnann sem áður stóð að stál- og kolabandalaginu. Gamla "góða" evran yrði þá notuð af jaðarsvæðunum. Þetta gæti gerst en hefur sína kosti og galla fyrir Þjóðverja og Frakka og sjálfsagt eru þeir að fara yfir hvað þetta nýja fyrirkomulag myndi þýða.

Eitt er víst og það er að Evran hefur orðið fyrir Grikkjum sem hafa gert henn óleik eða "grikk". Og nú fæst hún brátt fyrir...


mbl.is Allsherjarverkfall í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ekkert land á evrusvæðinu hafi á móti því í dag að hún lækki. Af hverju má hún ekki lækka?  Þjóðverjar hafa talað lengi um það að evran sé of sterk vegna þeirra útflutnings. Öll evruríkin eru sátt við það að evran lækki.  Það er ekki endilega styrkleikamerki að hafa sterkan gjaldmiðil. 

Það er engin að tala um það í alvöru í Þýskalandi að búa til "nýja" evru.  Allir með pólitíska ábyrgðastöðu tala um að það sé nauðsynlegt að halda í evruna.  Það er nefnilega ljóst að pólitíska ákvörðunin um að taka upp evru verður einnig varin af sömu aðilum með krafti og klóm.

Ég er búinn að vera búsettur í Þýskalandi í 9 ár.  Ungt fólk þekkir ekkert annað og skilur ekki alveg umræðuna sem er í gangi.  Evran er nefnilega einnig þróun í átt að samruna.   Ekki endilega efnahagslegan samruna, heldur einnig samruna Evrópu og athafnafrelsis einstaklingsins á öllu svæðinu.   Það er erfitt að útskýra þetta en það er gaman að sjá og heyra ungt fólk tala um Evrópu og ESB í Þýskalandi og framtíð þess.  Þó svo að á móti blási, þá er enginn með þá lausn að hætta öllu.  Ég vona að það komist til skila sem ég er að reyna að segja.

Eru það ekki rök margra á Íslandi að halda í krónuna vegna sveigjanleika hennar?  Lítum okkur aðeins nær í þessari gagnrýni á aðra gjaldmiðla.

Innflutningur til Íslands verður ódýrari sem kemur Íslandi mjög vel.  Sjómenn lækka í launum sem minnkar vonandi "öfund" í þeirra garð.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband