Vinnum saman

Eitt mesta samfélagsmeinið sem við eigum við að etja er samstöðuleysið og það hvernig menn reyna að klekkja hver á öðrum á Íslandi.

Þetta er talsvert ólíkt því þegar við áttum okkar glæsilegustu og mikilvægustu stundir á síðustu öld. Sjálfstæðisbaráttan og þorskastríðin eru tvö dæmi en fleiri eru þau.

Stjórnmálin eru á lágu plani þar sem kjörnir fulltrúar sem eiga að þjóna fólkinu í landinu eyða miklu púðri í að vega hver að öðrum og níða jafnvel niður skóinn á öðrum stjórmálamönnum hvort sem þeir eru í öðrum flokki eða í þeirra eigin.

Ástandið verður því enn verra en það annars væri og var það þó nógu slæmt.

Á kjörtímabilinu höfum við fulltrúar D-listans í Árborg verið í minnihluta. Við höfum lagt fram aragrúa tillagna en nær allar hafa verið felldar eða endurfluttar nokkru síðar af "meirihlutanum". Ef við fáum brautargengi í kosningunum 29. maí munum við leggja af þennan ósið og kappkosta að vinna með öllum flokkum. "Meirihlutapólítík" er óeðlileg - sérstaklega í sveitarstjórn. Það er einmitt mikilvægt að fólk vinni saman óháð flokka- og hreppapólítík. Lærum af mistökunum og hruninu og vinnum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Eyþór ,það gengur bara vel þarna hjá ykkur og það gott,en geturðu ekki reynt að spekja bloggvin okkar V.G  Bjarna Harðar, i svona samvinnu/baráttukveðjur /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.5.2010 kl. 22:08

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Bjarni Harðar er ágætur maður og ég vonast eftir góðri samvinnu við hann og hans fólk. Við höfum ekki efni á flokkadráttum og sundurlyndi. Hvorki í bæjarstjórn né annars staðar.

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.5.2010 kl. 23:35

3 identicon

Það virðast bara allir hugsa hvað sé best fyrir þá sjálfa og þeirra hagsmuni, ekki hagsmuni heildarinnar. Kannski er það "eðlilegt" en sjálfselska er vissulega samfélasmein sem erfitt er að losna við, ef það er þá hægt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:52

4 Smámynd: Lýður Árnason

Tilhneigingin hér á Íslandi hefur verið sú að flokkur eða flokkar sem mynda meirihluta "hrifsa" til sín völdin og eru þar allir undir sama hatti.  Varðandi sveitastjórnarpólitíkina er lausnin að bjóða fram fólk en ekki flokka, þá myndu þeir einstaklingar starfa saman sem samstilltastir eru og það án þrúgunar flokksagans.

Lýður Árnason, 14.5.2010 kl. 05:56

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Lýður. Þetta á samt að vera hægt þó menn séu á listum.

Eyþór Laxdal Arnalds, 14.5.2010 kl. 07:54

6 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Hvernig væri að þið sem viljið vinna að heill sveitafélagsins sögðu skilið við gömlu flokkana og stofnuðuð Sunnlenska Endurreisnarflokkinn.

Svo skyldi viðhaft persónukjör inn í flokkinn sem síðan kysi sér stjórn sem kæmi sér saman um markmið og stefnu í helstu málaflokkum.

Hvernig væri að hafa raunverulegt lýðræði. A.m.k. má reyna það. Stóru flokkarnir hafa haft slæm áhrif á litlu flokksangana í sveitarstjórnunum, spilla og eyðileggja, tvístra og splundra.

How about it ?

Árni Þór Björnsson, 15.5.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband