Glæsilegur sigur

Margir hafa spáð Selfoss falli í deildinni en liðið er að leika í fyrsta sinn í úrvalsdeild. Það er stundum gott að vera vanmetna liðið og koma á óvart. Að minnsta kosti áttu fáir von á sigri Selfoss á KR á heimavelli þeirra síðarnefndu.

Það er allt hægt þegar menn standa saman og viljinn er fyrir hendi.
mbl.is Gummi Ben sótti þrjú stig á KR-völlinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður nú að athuga það að það er einhver pest að ganga í vesturbænum sem gæti skýrt ýmislegt. Þessi Gummi Ben? Er þetta nokkuð KR ingurinn Gummi Ben?

Annars var ég að djóka þetta með pestina. Til hamingju með sigurinn, þið áttuð hann skilið.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hvert það lið sem stendur uppi í hárinu á KR, er á réttum vettvangi að spila í úrvalsdeild eins og frændur mínir úr Flóanum!

Flosi Kristjánsson, 16.5.2010 kl. 21:50

3 Smámynd: Hamarinn

Það hefur nú aldrei þótt neitt sérstakt afrek að vinna spádeildarmeistarana.

Annars, ert þú ekki Frammari?

Hamarinn, 16.5.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Jón Magnússon

Til hamingju með sigurinn Eyþór. Því var vel fagnað í áhorfendastúku nágrannabæjar ykkar í Árbænum þegar fréttist þar af þessum frábæra árangri gegn KR.  Einhvern veginn er það þannig að það leggja öll lið allt í sölurnar til að vinna KR. Hvernig skyldi standa á því?

Jón Magnússon, 16.5.2010 kl. 23:05

5 Smámynd: Hamarinn

Það er vegna þess að landsbankaglæpamaðurinn er alltaf á vellinum hjá þeim.

Hamarinn, 16.5.2010 kl. 23:24

6 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Ég er Ísfirðingur en held með FH frændi er þar OK.. Til hamingju flott hjá ykkur Selfoss þið eruð að gera það sem öllum langar að gera koma á óvart haldið þessu áframm það er svo gaman þegar allt er í uppnámi í deildinni áframm Selfoss

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 16.5.2010 kl. 23:53

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Með þungum trega óska ég ykkur til hamingju.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband