Þetta er ekki klám - dæmið sjálf

Hvað eiga dr. Guðbjörg, Ahmadinejad og John Ashcroft sameiginlegt? 

Auglýsing um fermingarföt er nú skilgreind af háskólakennara sem klám! Með fræðilegu orðalagi rökstyður dr. Guðbjörg mál sitt með afar skrautlegum hætti eins og sjá má hér á síðu hennar.  Ef dr. Guðbjörg sér þetta út úr bæklingi Smáralindar, ætti hún að hugsa sinn gang. Þetta er að minnsta kosti ekki að hjálpa jafnréttisumræðunni, svo mikið er víst.  - En hér er myndin:

sm_ralind_1_1

 

 Hvað er málið?

 

 

 

 

 

 

Ýmsir heittrúaðir múslímar hafa sagt að ódulin kona kalli á kynferðislegt ofbeldi. Þess vegna sé réttast fyrir þær sjálfar að þær séu rækilega huldar. Helst með blæju fyrir vitum sér.

John Ashcroft dómsmálaráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush lét hylja "naktar" styttur þar sem þær voru ósiðlegar.

  Attorney General John Ashcroft in front of the 'Spirit of Justice'         Guðbjörg Hildur Kolbeins

Skapaði Guð ekki manninn í sinni mynd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já hún er að misskilja baráttudag kvenna eitthvað, þetta snýst ekki um að berja aðrar konur Guðbjörg

Tómas Þóroddsson, 8.3.2007 kl. 11:37

2 identicon

Ég var að lesa þetta í fréttablaðinu og finnst þetta alveg ótrúlegt. Minnir mig reyndar á brandara sem ég heyrði fyrir mörgum árum og ætla að gera tilraun til að endursegja hérna:

Maður einn kom til sálfræðings og sagðist vera með kynlíf á heilanum. Hvað sem hann horfði á þá sæi hann bara kynlíf. Læknirinn ákvað þá að byrja á því að sýna honum nokkrar myndir af alls konar hlutum og formum. 

,,Hvað hugsarðu þegar þú sérð þessa mynd?" sagði sálfærðingurinn um leið og hann lagði mynd af blómi á borðið.

,,Kynlíf" sagði maðurinn.

,,En þessa.." spurði sálfræðingurinn um leið og hann lagði mynd af pappakassa á borðið.

,,Kynlíf.." sagði maðurinn aftur.

,,.. og þessi" spurði sálfræðingurinn og lagði mynd af bíl á borðið.

,,líka kynlíf!" dæsti maðuri.

,,Það er nokkuð ljóst að þú ert með kynlíf á heilanum!" sagði sálfræðingurinn undrandi.

,,Það er nú ekkert skrýtið!" sagði maðurinn ,,Þú sýnir mér ekkert nema dónalegar myndir!"

Þessi brandari er kannski ekki sá besti en hann sýnir það að fólk sér það sem það vill sjá

Sigurður Fjalar Sigurðarson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband