Leikur að eldi

Kannski fær þessi boðskapur stuðning ákveðins hóps stuðningsmanna Ahmadinejads, en eins og allir vita hafa Sameinuðu Þjóðirnar, Evrópusambandið og fjöldi annara þjóða, auk Alþjóða Kjarnorkumálastofnunarinnar reynt að stöðva þessa framleiðslu Írana. Vonandi ná hófsamari öfl í Íran að stöðva þetta ferli.

Það verður erfitt verk fyrir þau ríki sem verða í Öryggisráðinu að takast á við þetta mál ef það vex.

Ísland er í framboði til Öryggisráðsins.

Er Ísland tilbúið að vinna sætið?


mbl.is Ahmadinejad hefur ekki áhyggjur af því að Bandaríkin geri árás á Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Væri skárra fyrir alþjóðasamfélagið að Tyrkland tæki þetta sæti í Öryggisráðinu eins og allt stefnir reyndar í?  

En það er svosem skiljanlegt að fólk þori ekki að taka afstöðu á alþjóðavettvangi...það gæti jú móðgað einhvern...betra að stinga hausnum í sandinn og þykjast ekki tilheyra umheiminum.  Það er svosem auðvelt fyrir gungur í miðju ballarhafi..."see no evil, hear no evil, speak no evil."

En er það ekki samt orðið of seint núna að þykjast vera hlutlaus?  Er Ísland ekki ennþá á lista hinna viljugu?  Hatar Ahmadinejad okkur ekki alveg jafn mikið og Dani og aðra vesturlandabúa strax nú þegar?

Róbert Björnsson, 23.3.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband