Vandræði á Framsóknarheimilinu

Það er kvennakvöld í karlakórshúsinu Ými í kvöld. Jónína Bjartmarz leiðir lista Framsóknarmanna í Reykjavík Suður og er fremst í flokki reykvískra framsóknarkvenna sem halda kvennakvöldið. Ekki byrjaði kvöldið þó vel hjá henni. Sjálfsagt verður um fátt annað rætt en tengsl hennar við konu sem hefur sama lögheimili og ráðherrann. Viðkomandi kona fékk íslenskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.

Sambærileg mál hafa reynst ráðherrum þung t.d. í Bretlandi. Nefni mál David Blunketts sem dæmi

Auðvitað getur þetta verið tilviljun ein en.....

  1. í gær var stjórnarformanni Landsvirkjunar sparkað og Páll Magnússon settur inn í staðinn.
    Siv Friðleifsdóttir neitar að tjá sig um þetta við fjölmiðla og málið er heitt.  
  2. Framsóknarflokkurinn mældist nú síðast með rúm 6% í Reykjavík Suður.

Þarf Framsókn ekki eitthvað annað en innanhúsvandræði til að rífa fylgið upp?


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

þetta er allt saman mjög dularfullt.
Verður gaman að fylgjast með framvindu þessara mála.  

Thingvellir

Halldór Sigurðsson, 26.4.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þessi flokkur er algert met - hvílík leiftrandi tímasetning til að hrauna á sig upp á hársrætur. Skál í boðinu - og þá meina ég erfidrykkju x-B.

Jón Agnar Ólason, 27.4.2007 kl. 00:28

3 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Já það voru miklar hræringar í gær. Framsóknarflokkurinn er búinn að viðurkenna ósigur sinn og nú skal hlutunum reddað..........

Ómar Eyþórsson, 27.4.2007 kl. 08:07

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Er Bjarni Benediktsson þingmaður ekki í Sjálfstæðisflokknum ? 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.4.2007 kl. 13:28

5 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Jæja. ÞAð er engu líkara en hér dansi brennuvargar villtann dans. Ég rétt kíkti á þetta kvennakvöld því ég var svo forvitinn. Allir skemmtu sér vel.

Ég held að það sé engin erfidrykkja. Við þrufum ekki að fara lengra í nornaveiðunum Eyþór, þegar Árborgarmálið kom upp. Þá var mörgum skemmt. En hver var sigurvegari þá? Égheld að Sellóleikarinn hafi toppað þá umræðu best sjálfur með heiðarleika sínum.

Er ekki í vafa um að Jónína útskýri þetta vel og vandlega. Samt finnst mér Helgi Seljan vera fara langt yfir strikið...

Sveinn Hjörtur , 27.4.2007 kl. 14:20

6 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Eru  menn  nú  ekki að  gera  sér fullmikinn drama  úr  fátæklegu  efni Ég  hef  verið   duglegur  að minna  bloggara á  að  vera  málefnalegir í  sínum   skrifum og  geri það  enn.  Ég  minni  líka  á  að  Jónína  hefur  sagt  sitt um þetta mál .......Ætla  bloggarar samt að halda  áfram  að hamast á  hennar  persónu ........  hvar  eru   mörkin?

Gylfi Björgvinsson, 27.4.2007 kl. 17:02

7 Smámynd: Kristján Pétursson

 Þetta ríkisborgaramál stúlkunnar,sem býr hjá Jónínu Bjartmarz er hreinn skandall.Rétt er að hafa í huga að Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.er æðsti maður 'Útlendingastofnunar og ber því fulla ábyrgð á þessum gjörningi.Björn hlýtur að gera opinberlega grein fyrir þessu alvarlega máli.Þetta mál verður rannsakað ofan í grunninn því má Björn treysta.Hér býður fjöldi fólks eftir að fá ríkisborgararétt,sumir við afar slæmar aðstæður,hvaða fyrirmæli ætlar ráðhr.að gefa Útlendingastofnun um afgreiðslu þeirra.Þú ættir Eyþór að spyrja Björn flokksbróðir þinn um þetta mál og láta síðan alþjóð vita,þetta er ekkert einkamál ráðherranna Jónínu og Björns.

Kristján Pétursson, 27.4.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband