Slök staða Framsóknar

Valgerður Sverrisdóttir aftekur þáttöku Framsóknar ef þetta væri niðurstaðan, enda er þetta herfileg mæling fyrir flokkinn. Reyndar er það svo að með þessu væri ekki hægt að mynda tveggja flokka stjórn nema með þáttöku Sjálfstæðisflokks.

Fylgi Framsóknar fer oft upp fyrir kosningar, en í þessari könnun fer það niður, aðeins fimm dögum fyrir kjördag. Vekur það spurningar. Hugsanlega er neikvæð umræða í kring um Jónínu Bjartmarz að draga fylgið niður, en sennilegast er skýringanna að leita víðar. Afar ólíklegt er að þetta verði þó niðurstaðan, enda sækir Framsókn fylgið í réttir fyrir kjördag. Það sýnir sagan.

Verði niðurstaðan sú að Framsókn verði aðeins hálfdrættingur á við VG er breytt staða í íslenskri pólítík.

Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína þrátt fyrir að hafa verið 16 ár óslítið í ríkisstjórn. Það er einsdæmi þó víðar væri leitað.


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Það er eitt að tjá skoðun við spyril í síma en annað að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Ég spái því að Framsóknarflokkurinn slagi í 10% þegar þar að kemur. Vandi hans er hinsvegar mikill. Flokkurinn á í vissir tilvistarkreppu. Á hann að einbeita sér að landsbyggðinni, koma fram sem málsvari hennar, eða reyna að markaðssetja sig sem miðjuflokk? Vaxtarmöguleikarnir eru að sjálfsögðu meiri fyrir nútímalegan miðjuflokk. Vandinn þar er hinsvegar sá fleiri girnast miðjuna.

Kallaðu mig Komment, 7.5.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband