Nautaat og bjarndýraveiðar

Sagt er að á markaðnum takist á birnir og naut. Nautin hafa verið í miklu ati síðust árin. Birnirnir eru búnir að vera í dvala lengi, en eru nú vaknaðir.

Bjarndýraveiðimenn eiga nú mögueika á að veiða skapilla birni.

Vonandi gengur Íslendingum vel í veiðinni.  

Kannski nota menn atgeirinn?


mbl.is „Gildra fyrir birni verður að koma á óvart"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Birnir eru spretthörð dýr.  Það er sagt að þegar björn vaknar úr vetrardvala sé hann u.þ.b. milljón kaloríum í "mínus".  Hann þarf því að hafa hraðann á til að bæta á sig.  Það er því ekki gott að sjá björn nálgast sig á harða hlaupum.

En þetta minnir mig líka á söguna af mönnunum tveimur sem hlupu sem fætur toguðu með björn á hælunum á sér.  Loks segir annar við hinn:  "Þetta þýðir ekkert, við getum aldrei hlaupið hann af okkur, hann hleypur miklu hraðar en við."

Hinn svarar að bragði:  "Ég þarf ekkert að hlaupa hraðar en björninn, ég þarf bara að hlaupa hraðar en þú."

Nú er bara að vona að Ísland sé ekki "hjassinn", en "fitulagið" í Íslensku þjóðfélagi hefur vaxið mikið á undanförnum árum, hjá ríkinu, sveitarfélögunum, fyrirtækjum og einstaklingum.

G. Tómas Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Það ætla ég að vona því ekki getur þetta gengið svona til lengdar að hafa þessar sveiflur á genginu. Hinn almenni borgari sem og margir aðrir mega bara ekki við þessu, flestir geta kannski reddað sér í smá tíma en ekki aftur og aftur, það þarf að gera eitthvað í þessum málum og það strax en ekki hengja haus og biðja alla að bíða og halda að sér höndum eins og yfirvöld segja. Jæja ég ætla að láta þetta duga því ég gæti röflað um þetta miklu lengur en vissir þú G. Tómas og Eyþór að það er betra að liggja kyrr en að hlaupa unda björnum.

Sölvi Breiðfjörð , 4.4.2008 kl. 09:19

3 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Er ekki rétt að sjálfstæðismenn fari að setja spurningamerki við leiðtogahæfileika bjarndýraveiðimannsins áður en hann flækir þjóðinni í eigin gildru ? 

Er Geir líklegur til afreka við úrlausn þeirra vandamála sem hann, öðrum fremur er valdur að? 

Arnar Sigurðsson, 6.4.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband