Ráðist á Dani - Norðmenn og Svíar loka - Íslendingar í framboði til Öryggisráðsins

Nú hefur skopmyndamálið magnast á ný með heiftarlegri sprengiárás á danska sendriáðið í Islamabad. Erfitt er að ímynda sér að ekki sé tenging á milli árásarinnar og birtingu skopmyndanna af Múhameð. Öfgafullir Íslamistar hafa nú sett norræn ríki ofarlega á lista og Dönum er ráðlagt frá því að heimsækja Pakistan.

Fregnir eru af því að Norðmenn og Svíar hafi samstundis lokað sendiráðum sínum í kjölfarið.

Á sama tíma erum við Íslendingar í kosningabaráttu fyrir hönd Norðurlandanna svo við getum tekið sæti í Öryggisráðinu.


mbl.is Rasmussen fordæmir árás á danskt sendiráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Því miður ber lítið á Íslömum sem ekki eru „öfgafullir". Það hefur mér þótt ljóður á ráði Íslama gegnum tíðina, þeirra sem vilja ekki láta telja sig „öfgafulla", að þeir skuli ekki beinlínis hafa mótmælt með háværum og áberandi hætti og ekki einu sinni „harmað" tiltæki hinna „öfgafullu". Aðeins þannig væri hægt að senda umheiminum þau skilaboð að ekki séu allir Íslamar eins.

Sigurður Hreiðar, 3.6.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Ég er alfarið á móti því að við sækjumst eftir inngöngu í Öryggisráðið. Nú þegar hefur þetta snobb kostað okkur alltof mikið. Höfum annað og þarfara við opinbert fé að gera eins og núna að byggja upp á Suðurlandi. Svona er ég nú klikkuð en þú veist að það er alltaf einhverir gallagripir í stórum ættarstofn.  Hugsa sér að nú er búið að eyða 95 milljónum í ferðakostnað ráðherra á einu ári og á Ingibjörg Sólrún met þarna eða 22 milljónir. Það er mikið til komið vegna stefnu hennar og ríkisstjórnarinnar að komast í Öryggisráðið.  = Ég er skelkuð.

Ég las allar greinarnar þínar hér fyrir neðan sem ég hafði ekki skoðað fyrr eða kvittað á. Nú treysti ég á dugnað þinn frændi í uppbyggingu á Selfossi og nágrenni. Við þurfum á dugnaðarforkum að halda.

Ég á vinkonu á Selfossi sem er alveg í öngum sínum og hefur þurft á áfallahjálp að halda. Þannig að verkefnin eru mörg hvort sem þau eru andlegs eða verkleg.

Guð gefi þér visku, styrk og kraft að vinna ötullega fyrir þitt fólk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband