Þarfnast skýringa

Enn og aftur fáum við fréttir frá Financial Times sem virðist vera með góð tengsl hér á landi. Þetta risalán þarfnast skýringa því væntanlega er eitthvað bæði debit og kredit megin í málinu. 

Heildarmyndin verður sjálfsagt skýrð fyrir skattborgurum og þingheimi enda erfitt að sætta sig við að taka ábyrgð á Icesave skuldum fyrir hönd barna okkar.  - Ekki síst þegar hugsað er til þess að kjölfestuhlutur í Landsbankanum var seldur fyrir 12 milljarða.

Takmörkuð ábyrgð okkar hefur verið vel útlistuð af lögfræðingum.

Vonandi hafa menn samið vel.


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

1.300 milljarða króna skuldir fyrir það að taka 600 milljarða króna lán.

600 milljarðar í lán frá IMF

100 milljarða skuld frá Hollandi

600 milljarða skuld frá Bretlandi

= 1.300 milljarðar sem ríkisjóður Íslands mun skulda. 5% vextir í 20 ár og við borgum 130 milljarða á ári. um 20 til 25% af heildar útgjöldum ríkisins í dag. 

Fannar frá Rifi, 22.10.2008 kl. 08:44

2 identicon

Er þetta ekki langt umfram tryggingar?

sandkassi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta staðfestir mínar verstu grunsemdir. Bretar eru auðvitað óðir og uppvægir að lána ríkisstjórninni, til að takmarka eigið tjón. Núna er allt brunnið sem brunnið getur skaðinn er skeður og samningsstaða okkar mun ekki versna, þvert á móti. Ef maður skuldar bankanum 50 milljónir þá er maður í vandræðum en ef maður skuldar bankanum 500 milljónir er bankinn í vandræðum.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að landsmenn ættu að taka sig saman, þegar þessir menn eru búnir að semja og neita að borga þetta.

Ef enginn stjórnmálaflokkur tekur það upp á arma sína, þarf að stofna slíkan flokk!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband