Vinir í raun

Tengsl Íslendinga og Færeyinga eru mikil og nú sanna þeir með höfðingskap að þeir eru vinir okkar í raun. Færeyingar þekkja vel kreppu og fólkflótta og nú hafa þeir sýnt frumkvæði sem verður lengi í minnum haft.

Reyndar er það svo að í nálægð okkar við Færeyringa felast mikil verðmæti sem við ættum að hlúa að. Þegar á reynir er það nánasta fjölskylda sem stendur saman. Við ættum að læra af þessu og bæta betur samband okkar við granna okkar enda eigum við sameiginlegan menningararf, hagsmuni í hafinu og ýmsum auðlindum.


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Rétt rúmir 6 milljarðars - góðir vinir Færeyingar á sama tíma erum við að byggja varðskip fyrir 5 milljarða og þjóðin á hausnum - ekki misskilja mig ég er mjög meðvitaður um störf LHG og þörfin er brín en  ? - það gæti alveg eins komið til fækkunar hjá LHG eins og öðrum fyrirtækjum í eigu hins opinbera því spyr ég,  má fresta þessari smíði - selja skrokkinn - eða bara að halda áfram eins við höfum gert með bundið fyrir augu undanfarin ár ?

Kanski illa séð að ræða svona hluti

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Johnny Bravo

Mér fannst þetta fyrst niðurlægjandi.

Svo fannst mér þetta fallegt af þeim eftir ég las orð Ráðherra þeirra.

Maður verður að taka viljann fyrir verkið.

Svo fór ég að sjá Íslandi leik á borði að taka við þessum greiða.

Þetta er kannski ekki greiða heldur meira lán, það eru auðvitað vextir á þessu.

Við höfum þá ástæðu til að borga greiðan margfalt þegar Færeyjar vilja sjálfstæði.

Við getum þá boðist til að lána þeim 4% halla á fjárlögum fyrstu 10árinn.  Við tökum það bara af eigin afgangi.

Einnig vildi ég óska eftir fordæmingu á aðgerðum Breta og þar geta Færeyingar hjálpað.

Johnny Bravo, 29.10.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þvílíkir öðlingar nú á þessum erfiðu tímum þegar við höfum leitað og leitað að hjálp og ekki fengið enn nema loforð um lán frá IMF fljótlega með skilyrðum. Geir var búinn að segja að við þyrftum ekki að uppfylla nein skilyrði. Hvað með hækkun á stýrivöxtum Seðlabankans?

Færingar lentu í miklum erfiðleikum fyrir nokkrum árum. Þeir sneru sér til Drottins og hann bænheyrði þá og sneri við högum þeirra. Þannig getur þetta orðið hér líka ef þjóðin ákallar Drottinn.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband