Tryggingarsjóður og ESB reglur túlkaðar af Seðlabanka Frakklands

Mér var sendur póstur með greinargerð Banque de France vegna innistæðutrygginga en þar segir meðal annars:

"It is accepted that deposit guarantee schemes are neither meant nor able to deal with systemic banking crises, which fall within the remit of other parts of the "safety net", e.g. supervisors, central bank, government."

Frakkar eru burðarás í ESB sem vildi ekki fallast á nákvæmlega sömu sjónarmið Íslendinga um takmarkaða ábyrgð vegna Icesave.  

Með öðrum orðum: Frakkar gera sér fulla grein fyrir því að tryggingarsjóður innistæðueigenda er takmörkuð trygging sem ekki getur bætt tjón sem verður við kerfislægt hrun banka. Enda ekki nema von því tryggingarsjóðir eru eingöngu í hverju landi fyrir sig og enginn ESB-sjóður er til.  

Áhættumat og greinargerð Banque de France á ensku má svo lesa hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill benda á það sem  Jón Helga hefur verið að skrifa um þetta mál.

Alla vega þrjár athyglisverðar bloggfærslur hjá honum um þetta mál.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

"Áhættumat og greinargerð Banque de France á ensku má svo lesa hér "  Ath.Maður þarf að vera skráður sem notandi ea til að lesa þessa síðu.  e.g. supervisors, central bank, government.  Supervisors eru nefndir fyrst. Eru ekki siðferðlega rétt að einhver beri ábyrgð. Mér finnst Íslensk stjórnvöld nauðug viljug hafa sætt sig við þessa afarkosti. Mér finnst líka ýmislegt benda til þess að Íslensku einkabankarnir hafa haft í frammi starfsemi sem fer fyrir brjóstið á öðrum þjóðum ekki bara Íslenskri. Vaxtarhraðinn út af fyrir sig á sér enginn fordæmi. Veikleikar ESB eru þeir að öll ákvarðanataka er í anda ráðstjórnarríkja. Það tekur of langa tíma að setja reglur sem hefðu geta fyrirbyggt skaðann sem það telur sig hafa orðið fyrir. Styrkleikarnir felast svo í stærð þess sem leyfir þeim að valta yfir þá sem minni eru. Þar sem lagaramma vantar á gráum svæðum má þá ekki búast við lögmál frumskógarins taki yfir?

Júlíus Björnsson, 2.12.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eyþór það er eitthvað að slóðinni sem þú bendir á

En eruð þið að meina þetta hérna skjal?

The functions and organisation of deposit guarantee schemes: the French experience

Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Síða 179-180 í PDF skránni

Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góð ábending Eyþór um þessa "vinaþjóð" okkar.
Sumir eru bara "aðeins" jafnari en aðrir...merkilega margir samt, sem enn banka á dyrnar til að vera hleypt inn til... hvaða dýr voru það aftur sem hvað mest voru jöfn ?

Haraldur Baldursson, 2.12.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Enn ein ástæða þess að halda sig frá batteríinu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hlekkurinn er kominn inn.

Eyþór Laxdal Arnalds, 3.12.2008 kl. 09:24

8 Smámynd: Depill

Er það samt ekki svo að aðalmálið varðandi þennan sjóð og okkar deilumál var að við gátum ekki kært þetta. Bretar ekki með aðgang að EFTA dómstólnum, við ekki með aðgang að evrópudómstólnum, enginn vilji til að setja þetta í gerðardóm.

 Ef ég skil þetta rétt þá hefðum við getað kært þetta hefðum við meðlimir að ESB þar sem við hefðum aðgang að evrópudómstólnum og hefðum verið í töluvert betri stöðu til þess að láta reyna á þetta.

Það eru ja lang flestir hrifnir að EES og hvað EES gefur okkur, staðreyndin er samt sú að til þess að við getum haft áhrif og getum mótmælt til dæmis svona atriðum þurfum við að vera alla leiðina inni í ESB....

Þannig mér finnst þessi grein Eyþór bara segja mér tvennt, annað hvort þurfum við að einangra okkur ennþá meira og segja okkur úr EES eða taka þátt í alþjóðasamfélaginu og ganga í ESB.

Depill, 3.12.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband