Al - 660.4 °C

Ef hremmingar þessa árs hafa kennt okkur eitthvað þá er það að Ísland þarf aukna framleiðslu og sterkari grunn til útflutnings. Þótt álið sé orðið fyrirferðarmikið í íslensku efnahagslífi er engu síður mikilvægt að fá nýja fjárfestingu inn í landið. Því ber að fagna.

Óvissa um Ísland er mikil um þessar mundir. Staðfestir samningar um nýjar fjárfestingar eru bestu skilaboðin til umheimsins um uppbyggingu og lánstraust.

Það er í raun heimsfrétt að verið sé að ákveða nýtt álver hér á Fróni á sama tíma og verið er að loka álverum víða um heim í kreppunni. Við skulum ekki gleyma því að nú er heimskreppa þótt hún sé mikil hér á landi er hún líka um heim allan.


mbl.is Sala á orku hefjist 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi

Nógir eru möguleikarnir og nú þurfum við að drífa í að auka útflutningstekjurnar okkar svo hjólin fari að snúast okkur í vil.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 21:02

2 identicon

Tek undir þessi orð þín Eyþór.  Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá líta álrisarnir í heiminum á Ísland sem einstakt fjárfestingartækifæri.  Álverin sem eru að loka eru flest úr sér genginn og svarar ekki kostnaði að lappa upp á þau.  Eru ekki arðsöm. Kreppan flýtir einfaldlega fyrir að þeim verði lokað.  Hreina orkan á Íslandi er eftirsóknarverð fyrir álrisana...ég tala núm ekki um orkuverðið...en nú er ég kominn á hálan ís.  En auðvitað er heppilegast að hafa okkar atvinnuvegi sem fjölbreyttasta.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvernig væri ef öðrum atvinnugreinum væri gefinn séns?  Atvinnuleysið og kreppan hér á landi er meðal annars vegna þeirrar ótrúlegu þenslu sem skapaðist vegna uppbyggingar álframleiðslu.

Setjum ekki öll eggin í eina körfu... sérstaklega ekki í kreppu.

Það eru næg tækifæri í öðru.. og við eigum að gefa þeim séns.

Lúðvík Júlíusson, 30.12.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hef verið talsmaður þess að við íslendingar verðum að nýta allar okkar auðlindir, bæði til að auka gjaldeyristekjur og til þess að spara kaup á vöru erlendis frá. Við megum samt svolítið vara okkur á að setja ekki alla okkar raforku í álframleiðslu. Mikið æskilegra væri að fleiri kostir væru í boði.

Ætli Kárahnjúkavirkjun sé ekki eitt af fáum framkvæmdum síðustu ára sem getur staðið undir erlendum lánum. Ég sé ekki að hallirnar sem byggðar hafa verið á Reykjavíkursvæðinu geti nokkur tíman staðið undir &

Ragnar Gunnlaugsson, 30.12.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Talfan var eitthvað að stríða mér.Þarna átti að bætast við að það sé fráleitt að taka erlend lán til íbúðarhúsnæðis bygginga.

Ragnar Gunnlaugsson, 30.12.2008 kl. 16:28

6 Smámynd: Offari

Já Eyþór ég er sammála þetta eru gleðifréttir þótt sumir gráti.  Lúðvik hefu líka rétt fyrir sér okkur vantar meir fjölbreytni hér. Því er  vestfirska olíuvinslustöðin spennandi en getur líka verið vafasamur kostur.

Offari, 30.12.2008 kl. 19:12

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Eyþór.
Málið er þetta, að EF við ætlum að reisa fleiri Álver, sem ég tel rétt að gera, verður tæplega fundinn betri tímapunktru til þess. Kostnaður við að reisa nýtt álver og tilheyrandi virkjanir verður ekki lægri (í dollurum). Á sama tíma verður framkvæmdin ekki þenslu aukandi á samdráttartímum. Varðandi álverð á mörkuðum, er það að segja að það mun taka amk. 2-3 ár að byggja áver og orkuver. Á þeim tíma má reikna með að olíuverð og afleidd stærð þess í álverði, hafi aukist líka. Tökum því verkefninu fagnandi.

Haraldur Baldursson, 31.12.2008 kl. 10:51

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Vandamálið í þenslu er að peningar eru lánaðir eða prentaðir í verkefni sem standa ekki undir sér.  þegar menn uppgötva að peningarnir eru búnir þá verður að loka þessum fyrirtækjum og kreppa skellur á.

Á samdráttartímum þá er kostnaðurinn við að reisa álver svona lágur vegna þess að peninga vantar í kerfið. 

Kostnaður við alla uppbyggingu, ekki bara álvers, er lægri.  Þess vegna þarf að vanda sig mjög vel við að nota þá peninga sem til eru.  Verði farið í uppbygginu álvers þá fá aðrir í hagkerfinu minna rými til að athafna sig og undirbúa sig undir vöxt e. 2-3 ár.

Nú er kominn tími til að ríkið haldi að sér höndum í stórframkvæmdum(virkjunum og því tengdu) og leyfi fjármagninu að leita sér að öðrum tækifærum.

Ég hélt að Sjálfstæðismenn treystu á einkaframtakið, en ég hef ekki séð þá gera annað síðustu mánuði og ár en að kæfa það.  Nú er kominn tími til að snúa blaðinu við.

Leyfum frumkvöðlum að fá verkfærin í hendurnar.  Ég trúi á einkaframtak og trúi því að þeir muni gera kraftaverk.

Þá fáum við fleiri stoðir undir efnahagskerfið og verðum betur undirbúin undir framtíðaruppbyggingu og framtíðina.

Lúðvík Júlíusson, 31.12.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband