Misráðið bréf

Forgangsmál Jóhönnu Sigurðardóttur var að senda seðlabankastjórum beiðni um starfslok. Margt bendir til að þetta bréf hafi verið misráðið hjá ráðherranum.

Ef hugmyndin var sú að fá seðlabankastjóra til að segja af sér hefði bréfið aldrei verið viðrað fyrst í fjölmiðlum. Formaður bankaráðs gat ekki svarað þessu bréfi á annan hátt. Ef eina leiðin til að losna við tiltekna embættismenn er að breyta lögum hefði verið skynsamlegast að verja tímanum í skothelda lagasmíð. Ef þessi undarlega bréfa-leið var tekin af Jóhönnu meðvitað hlýtur það að hafa verið til að viðhalda spennu og athygli á Seðlabankanum. Ef svo er þá hefur það tekist, en ég hefði haldið að forgangsmálin væru að verja heimilin og endurreisa atvinnulífið.

Svo er það hin hliðin á málinu:

Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun. Gætum við átt von á svipuðum bréfaskriftum til Hæstaréttar ef dómarar þykja ráðherrum ekki þóknanlegir?


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

helduru það

Jón Snæbjörnsson, 8.2.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þóknanlegir, nei. Dómreindarlausir og ábyrgðarlausir í starfi, já

Hvað finnst þér annars Eyþór um að Davíð birti svarbéf sitt á vef Seðlabanka Íslands ?

hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Stefanía

Er það ekki hans starfsvettvangur ?  Varðaði ekki bréfið hennar Jóhönnu starf hans ?

Stefanía, 8.2.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Kotik

Ég segi bara; helvítis fokking fokk!

Kotik, 8.2.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Heidi Strand

Nú er form bréfsins orðið að aðalmáli. Vonandi er þetta hans siðastu smjörklípu.
Davíð er búin að varpa eina sprengju og nú verður aftur allt vitlaust.

Heidi Strand, 8.2.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bréfið er beiðni um viðræður um starfslok á þeim forsendum að í framhaldi af hruni íslensks efnahagslífs og bankakerfis njóti Seðlabanki og Fjármálaeftirlit ekki trausts.

Þið Sjálfstæðismenn verðið að hjálpa til við að koma vitinu fyrir DO, frekar en að vera með eitthvað væl um heift eða hreinsanir.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.2.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Öfugt við marga Sjálfstæðismenn, þá er Jóhanna Sigurðardóttir ekki klækjastjórnmálamaður. Það er engin tilgangur annar en sá að gefa mönnunum eitt tækifæri í viðbót til að gera það sem rétt er. Einu tækifærum of mörg reyndar, sem er það helsta sem er hægt að setja út á þessa nálgun Jóhönnu, og friða þjóðina með upplýsingum að það sé verið að gera eitthvað í því að hreinsa þarna út.

Guðlaugur S. Egilsson, 8.2.2009 kl. 22:05

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Gunnlaugur: Ég talaði ekkert um heift eða hreinsanir. Tel þetta bréf vera misráðið - sem það augljóslega er.

Eyþór Laxdal Arnalds, 8.2.2009 kl. 22:25

9 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég kom hér inn því ég hélt að "Misráðið bréf" væri bréfið sem Davíð skrifaði og birti í dag. Mig langaði að vita hvort þú...  Nei, auðvitað gat það ekki verið...

Margrét Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 22:53

10 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Hvað mun fólk gera þegar það áttar sig á því að vandamál þjóðarinnar byrja hvorki né enda á Davíð Oddssyni...  ...heldur einhverju allt öðru.

Sveinn Tryggvason, 8.2.2009 kl. 23:43

11 identicon

æji, Eyþór, er það virkilega.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband