Lítil endurnýjun hjá Samfylkingu

Nú stefnir í afar litla endurnýjun hjá Samfylkingunni í vor. Helmingur ráðherra Sjálfstæðisflokks í "Þingvallastjórninni" hafa ákveðið að kveðja stjórnmálin en öðru máli gegnir um Samfylkinguna.

Nýr formaður stýrir nú Framsóknarflokki og nýr formaður mun taka við stjórn Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. - Samfylkingin mun að vísu fá nýjan varaformann.

Það "nýja" í framvarðarsveit Samfylkingar er að nú er teflt fram öðru "forsætisráðherraefni" í stað formannsins. Samfylkingin mun örugglega njóta vinsælda Jóhönnu Sigurðardóttur en hins vegar verður fróðlegt að heyra í kosningabaráttunni hvað Samfylkingin hefur að segja um t.d. endurnýjun, pólítíska ábyrgð og það að axla ábyrgð.

Margir áttu von á meiri breytingum eftir allt saman.  


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Menn skipta ekki um hest í miðri á. Þessir flokkar sem eru með mikil útskipti þessa dagana eru líklega að koma út úr skápnum og viðurkenna hlut sinn í sukkinu og fallinu á Íslensku samfélagi. Þeir sem eru að vinna í að bjarga fleytunni halda áfram.

Njörður Helgason, 28.2.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Er Ingibjörg ekki bara að leika sama leikinn og þegar hún kvaddi borgarstjórn, hún tekur slaginn og þau atkvæði sem henni fylgja og hættir svo fljótlega eftir kosningar..

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 28.2.2009 kl. 12:26

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Suðvesturkjördæmi ætla 12 af 15 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að bjóða sig fram aftur. Af þessum þremur hættir einn vegna veikinda (Geir), einn var löngu ákveðinn búinn að hætta (Björn) og svo hættir ein þingkona sem ekki mikið hafði látið að sér kveða á þingi (Guðfinna).

Er þetta mikil endurnýjun Eyþór ?

Smári Jökull Jónsson, 28.2.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband