Rétt afstaða Geirs - dreift eignarhald hefði gefist betur

Upphafleg stefna í einkavæðingarferlinu var einmitt dreifð eignaraðild. Þetta var reynt með ríkisbankana og svo FBA (Fjárfestingarbanka Atvinnulífsins) en þar söfnuðust hlutabréfin hratt á hendur ORCA hópsins.

Sú ákvörðun að selja svokölluðum "kjölfestufjárfestum" reyndist röng ekki síst þegar þessir fjárfestar urðu jafnframt umsvifamiklir í öðrum atvinnurekstri og eignarhaldi á fjölmiðlun. Það er líklegt að upphafalega stefnan - sem Eykon kallaði eftir á sínum tíma - þar sem almenningur átti hluti í almenningshlutafélögum hefði gefist betur.

Sú afstaða Geirs að biðjast afsökunar á þessum mistökum er rétt og virðingarverð. Uppgjörið við foríðina er að fara fram og Geir stígur hér mikilvægt skref. Það ber að virða.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Var ekki Geir að biðja flokkinn afsökunar ? ekki þjóðina, enda kemur henni þetta ekkert við..

hilmar jónsson, 26.3.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Að sjálfsögðu var þessu einnig beint til þjóðarinnar.

Eyþór:

Varðandi ríkisbankana og FBA þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun, en til þess höfum við þar til gerðar stofnanir. Ef Bandaríkjamenn sjá ástæðu til að passa upp á of mikla samþjöppun í sínum fjölmenna landi þurfum við að vera tánum gagnvart slíkri þróun í okkar dvergríki, þar sem markaðurinn er oft á tíðum eins "ófullkominn" og hann gerist.

Geir viðurkenndi að auki fjölda annarra mistaka, s.s. ranga peningamálastefnu, hagstjórnarmistök varðandi 90% lánin, ranga tímasetningu skattalækkana og hátt vaxtastig, sem leiddi til þess að erlendir peningar streymdu til landsins, svo eitthvað sé nefnt.

Þarna var um tímamótaræðu, sem gerir kosningabaráttu okkar mun auðveldari! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 21:33

3 identicon

Nú kemur söngurinn og allir eru sammála að dreifð eignaraðild hafi alltaf verið það eina rétta. Það vissu það allir að það væri það eina rétta, bara aumingjaskapurinn í Sjálfstæðismönnunum sjálfum að gagnrýna ekki forystu flokksins þegar hún tók þessa ákvörðun. Svo koma Sjálfstæðismenn núna í röðum og viðurkenna það að hafa alltaf verið á þeirri skoðun að það hefði átt að selja bankana í dreifðri eignaraðild. Út af hverju í fjandanum gagnrýnduð þið aldrei forystu flokksins? Það er alveg sama hversu arfa vitlaust rugl forysta Sjálfstæðisflokksins leggur fram, fólkið í flokknum verður bara sammála og gagnrýnir ekki einn einasta hluta vitleysunnar. það er m.a. þetta sem mér finnst svo sjúkt við þennan flokk, þið gangið um gagnrýnislausir og látið forystuna segja hvernig þið eigið að hugsa. Mikil hlýtur skömm ykkar að vera vegna undirlægjuháttar.

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:03

4 identicon

Tímamótaræða segir Guðbjörn, ekki sé ég þetta sem tímamótaræðu.

Geir bað ekki þjóðina afsökunar heldur sinn heitt elskaða Sjálfstæðisflokk. Fréttamenn hafa núna í marga mánuði spurt Geir hvort hann vilji nú ekki að biðja þjóðina afsökunar, en hann hefur alltaf neitað því. Svo kemur hann á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þar biður hann flokksmenn sína afsökunar. Mikið er þetta lélegt, var hann bara forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðismenn en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar? Mér finnst Geir hafa með þessari afsökunabeiðni gefið skít í þjóð sína. Mér líður alla vega þannig. Þessi maður er sá sem ber ábyrgð á því umhverfi sem hér hefur verið þróað með markvissum aðgerðum. Geir, Davíð, Halldór Ásgríms og Hannes Hólmstein bera mesta ábyrgð hér á landi og ættu allir að biðja þjóðina afsökunar.

Svo langar mig að undrast á því að þriðjungur þjóðarinar ætlar að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að hvergi í heiminum gæti það gerst að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokkinn sem lagði efnahagskerfið í rúst. Og ég spyr, hvað er eiginlega í hausnum á þessu liði? Elskar þetta fólk Sjálfstæðisflokkinn meira en landið sitt og þjóð?

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:05

5 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Döööö

Það er ekki skrýtið að svona sé komið fyrir sjálfstæðisflokknum ef að formaðurinn var fyrst að fatta þetta núna og hirðin einnig.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 27.3.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband