Kaflaskil - nýtt upphaf

Bjarni Benediktsson hlaut mjög góða kosningu og er vel að þessum úrslitum kominn. Kristján Þór fékk jafnframt mikinn stuðning við framboð sitt bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kristján Þór er sterkari á eftir og Bjarni er með óumdeilt pólítískt umboð eftir að hafa fengið svo öflugt mótframboð og ótvíræðan stuðning.

Með þessum landsfundi verða nú skýr kaflaskil og ung forysta tekst nú á við kosningabaráttu þar sem fylgið er í lágmarki og þjóðin er í sárum. Ég er viss um að sú áhöfn sem nú er að taka við mun ná að vinna saman af heilindum og ná til almennings. Framundan eru mjög erfið úrlausnarefni og reynir á alla flokka við að takast á við þau.

Sambandið við grasrótina verður sjálfsagt meira en áður auk þess sem greinileg áhersla var á að gera hlut miðstjórnar virkari og meiri. Tillaga Péturs Blöndal um aukið aðhald og eftirlit miðstjórnar og upplýsingagjöf hennar til landsfundar var samþykkt samhljóða. Það er á tímum sem þessum sem rétt er að endurskoða það sem betur má fara hvort sem er innan þings, flokkanna eða í löggjöf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið ákveðið frumkvæði í endurnýjun ekki síst þegar litið er til stjórnarflokkanna í minnihlutastjórninni. - Þessi kaflaskil eru upphafið að nýrri endurreisn.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Til hamingju með kjörið í miðstjórn!

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 30.3.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk Elínóra! Þetta verður spennandi og krefjandi tími framundan.

Eyþór Laxdal Arnalds, 30.3.2009 kl. 14:33

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það verða erfið störf sem bíða Bjarna. Hvort hann mun spila lykilhlutverk í stjórn eða stjórnarandstöðu á eftir að koma í ljós en ég óska honum innilega til hamingju með kjörið og tel hann vel að því kominn.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband