Nú þurfa allir - líka ríkið - að halda aftur af verðhækkunum

Fyrirhugaður sykurskattur hljómar vel sem fyrirbyggjandi aðgerð. Því miður er alls óvíst að hærri skattur leiði til minni neyslu en eitt er fullvíst: Hækkunin skilar sér í neysluvísitöluna.

Þeir þættir sem ríkið er að skoða að hækka eru meðal annars skatta á bensín, sykur, áfengi og tóbak. Allt er þetta gert í nafni neyslustýringar en því miður hækka þessar aðgerðir (ef af verður) lánin hjá heimilunum.

11,9% er ekki lítið.


mbl.is Árshækkun vísitölu neysluverðs 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Ég er mjög hlynntur neyslutýringu að þessu tagi, þ.e. að skattleggja óhollustu burtu úr neyslu okkar.  Það er hins vegar rétt hjá þér að nú er alls ekki tíminn til að gera þetta.  Við verðum að halda okkur í burtu frá öllum þeim ráðum sem leiða til hækkunar á neysluverðsvísitölu.  Við getum leyft okkur lúxus eins og sykurskatt þegar við erum komin með Evruna og laus við verðtrygginguna.

Einar Solheim, 19.5.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband