Framvirkur samningur með kúluláni

Mér sýnist hér vera um að ræða "framvirkan samning" eða afleiðuviðskipti íslenska ríkisins. Áhættan er hjá íslenska ríkinu og fellst hún meðal annars í eftirfarandi þáttum:

a) Skuldasafn Landsbankans reynist lítils virði. 

b) Neyðarlögum verði hnekkt og eignir minnki verulega.

Þessu til viðbótar er svo áhætta vegna lánshæfismats ríkisins og íslenskra aðila vegna risaábyrgðar Icesave. Áhættan er allt að 896 milljörðum árið 2016 í peningum sem fjármagnað er með kúluláni. Þetta er kallað "skjól" og er það nýtt hugtak yfir það sem kallað var "kúlulán" á útrásartímanum. 896 milljarðar fara langt í að vera þjóðarframleiðsla okkar árið 2016 ef svo fer fram sem horfir. Hér er samið um greiðslur í erlendri mynt og því rétt að halda því til haga.

Allt þetta Icesave mál er hið dapurlegasta en það er ekki fyrr en nú að íslenska ríkið er að yfirtaka skuldbindingarnar og þá með þessum hætti. Átti þetta ekki að vera "glæsileg niðurstaða"?

 

 


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartanlega sammála. Þetta er bara frestun en ekki lausn.

Marta B Helgadóttir, 8.6.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Myntkörfulán ríkisins!
Höfuðstóllinn jafngildir öllum þorski sem dreginn verður úr sjó á Íslandsmiðum næstu 17-18 árin.

Haraldur Hansson, 8.6.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta mynnir mann á svokallaðar afleiður eða 'derivatives' sem áttu að vera tryggingar, en reyndust vera fjárhættuspil, sem kostað hafa trilljónir dollara, eftir húsnæðislána-sukkið koma á gjalddaga og setti heimskreppuna af stað.

Samfylkingin, hefur greinilega ekkert lært af þessu...blöff á blöff ofan. Eiginfjárstöðu bankanna, á að falsa með því að eignfæra húsnæðislána-safn gömlu bankanna, á 100 prósent andvirði fyrir hrun + vextir + verðbætur,,,þrátt fyrir að vitað sé, að ríkisstjórnin mun taka þann lánapakka yfir frá gömlu bönkunum, á innan við hálfvirði.

Með þessu bókhaldstrykki, falsar hún einnig skuldastöðu ríkissjóðs - en á blaðinu, mun eignarstaða bankanna líta vel á, og þannig þykist ríkissjóður komast upp með að setja minna fé inn í þá; þá þegar formlegri endurreisn þeirra líkur.

Þ.s. markaðurinn lætur ekki blekkja sig, þá getur markaðsvirði slíkra banka, ekki orðið mikið. Einnig, þ.s. einhvers staðar þarf að taka tillit til raunverulegrar stöðu,,,er augljóst, að niðurstaðan yrði bankar, sem halda myndi áfram að vera mjög nærri því eins lamaðir, hvað lánveitingagetu varðar, eins og þeir eru nú.

Niðurstaðan af blöffinu, myndi því vera, áframhaldandi lamað bankakerfi, og einnig, að atvinnulífið myndi mörg ár á eftir, líða fyrir óskilvirkni bankanna.

Með öðrum orðum, efnahagsbati hlýtur að vera hægari og slakari en ella, mörg ár á eftir.

EN HVER ER TILGANGURINN: Sá eini sem ég get komið auga á, er að blöffa skuldastöðu ríkissjóðs, því formlega er miðað við skuldastöðu ríkissjóðs sbr. svokölluð 'convergence criteria' þ.e. hin fræga 60% regla, í tengslum við Evru málið.

Annars, held ég að það séu algerir draumórar hjá Samfylkingarmönnum, að halda að þetta blöff geti gengið upp. Að það verði keypt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband