"Glæsileg" samningsstaða

Nú hefur komið fram að AGS og nú ESB er beitt sem einskonar Intrum gagnvart Íslandi vegna skulda einkarekinna banka. Því meira sem við eigum undir þessum stofnunum þess veikari erum við.

Finnst einhverjum þetta vera "glæsileg" samningsstaða? Eða góður tímapunktur til að sækja um aðild?

ESB þingmenn hafa greinilega það sjónarmið að við séum ekki gjaldgengir í umsóknarferilinn hvað þá meira. Hvað sem mönnum finnst um tengingu Icesave og ESB er greinilegt að það tengja menn á Evrópuþinginu. Það er því ekkert óeðlilegt að þingmenn Borgarahreyfingarinnar skuli tengja þessi mál á íslenska þinginu. 

En hver eru samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar? Hefur einhver séð þau?


mbl.is Líst illa á inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Vel mælt Eyþór :

Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.7.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Björn; getur þú lagt eitthvað málefnalegra til málanna?

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.7.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

<>Það hefur sýnt sig á s.l. mánuðum hvað stjórnmálamönnum er illa treystandi.  Stór hluti af þeirra starfi er að fara með hrein ósannindi eða hvíta lygi og það litla traust sem fólk hafði á þeim er horfið.

<>Ísland er bananalýðveldi þar sem spilling og vanhæfni blómstra í skjóli flokkstengsla og hafa alltaf gert. 

Guðmundur Pétursson, 16.7.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Alveg glötuð samningsaðstaða og gæti ekki verið verri.

Frosti Sigurjónsson, 16.7.2009 kl. 01:34

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig kemur þetta heim og saman við "ESB stela auðlindunum okkar" teoríuna ?  Er esb þá hætt við að stala orkunni og fiskinum eða gleymdist að segja þessum þingmanni frá því.  

Annars hljóta andsinnar að fagna þessu, býst ég við.

Reyndar er ekki alveg fullkomnlega ljóst hvað þingmaðurinn nákvæmlega meinar.  Ekkert ítarleg frétt svo sem.  Eg skil hana hálfpartin sem hún sé að tala um fjármálakrísu íslands heilt yfir.  Jú, gjaldþrota landsbankann í hollandi þ.á.m.  líklega.

Hefur sagt svipað áður.  Að ísland væri svo illa statt fjárhagslega að vesen væri að fá þá í EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 01:45

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenskir ráðamenn eru búnir að stimpla sig sem undirmálsmenntamenn hjá Elítum Alþjóðsamfélagsins.  

Það er engin efnahagslegur ávinningur af því að borga skuldir einkabanka með 10% umsvif á Íslandi. Þeir sem létu þá komast upp með að stunda umsvif sín hjá  sér hafa alltaf verið sammála um að Seðlabanki  Íslands gæti ekki komið inn sem þrautarvari og varla engin Seðlabanki í heiminum í hlutfallslegu samanburði. Ábyrgð Breta er þvílík í þessu máli að þeir myndu aldrei vilja að máli kæmi fyrir Dómstól EU. Sem varðar Tilskipun frá 1994 um það leyti og bankar EU voru að einkavæðast. Það eru við sem þjóð sem eigum að fá skaðabæturnar vegna beitingu hryðjuverkalaga. [? allt of seint?]. það hefur komið fram í alþjóðapressunni að aðilar á Íslandi skilji ekki leiðbeinguna eða svarið við hversvegna Ríkið bæri einungis ábyrgð fyrir ríkisbönkum  ef þeir væru ennþá starfandi meðan á einkabankaferlinu stóð í EU. 

Þar eð þessi tilskipun getur EKKI skuldbundið meðlimaríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra hvað varðar innlánara,

úr því að þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa

sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar

og

sem tryggja skaðbæturnar eða vernd innlánaranna

í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir;     

Júlíus Björnsson, 16.7.2009 kl. 05:51

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki gleyma Samfó.

Jóhanna er mjög æst í að borga -skrifa undir- sækja um í klúbbinn- og leggja þjóð sína í slaverí um aldir.

EF rétt er reiknað um vexti af skuldbindingum þeim sem felast í fyrirliggjandi samningi er tvennt víst.

1.  Við verðum að taka lán til að greiða af þessu vexti og þegar fyrsti gjalddagi verður af höfuðstól er ,,Barnalánið

" frá Gunnari Thor á gjalddaga.  Meiri skuldsetning.

2.  þar sem ekki eru líkur á, að þjóðinni fjölgi mjög hratt við þessar aðstæður, vegna atgerfisflótta við viðlíka aðstæður  (svonefnt brain drain sem klárlega varð vart á landsbyggðinni eftir að kreppa tók að vegna Ólagana um Kvóta og Verðtryggingu)  --Munu menn þurfa að lengja mjög í lánum og taka lán fyrir nauðþurftum ýmsum. 

Þetta lengir mjög þrældóm þjóðar og verðum við að líkum svona hálfgerðar Hornstrandir Evrópu falleg náttúr þar sem útlendir hafa ekki enn fengið afrakstur hennar ekki upp í hendurnar líkt og er að gerast nú á Reykjanesi.  En íbúar ekki mjög loðnir um lófana.

Allt sem ég hef barist gegn í mínum elskaða Flokki, hefur þurft að koma yfir þjóðina með þeim erfiðustu birtingarmyndum mögulegum.

Og svo til að setja salt í sárin, eru til menn innan hans sem enn vilja ,,gefa erlendum kröfuhöfum bankana okkar til að eignast ,,VINI" í útlöndum" 

Ekki býst ég nú við, að Vogunarsjóðirnir sem nú eru að eignast Kaupþing seú Hjálpastofnanir og ölmusugjafarar.

Verjum börnin okkar og endurvekjum sígild gildi Sjálfstæðisstefnunnar og hrindum af höndum okkar þeim, sem vilja aðrar áherslur.

Hreinn og beinn Sjálfstæðisflokkur er nauðsyn þjóðar hverju sinni.  Allt sem Flokkurinn hefur tekið í arf frá hinum, svo sem Kvótakerfið, Verðtryggingu og slíka firru, hefur komið þjóðinni í bobba og kórónaði það með EES bullinu.

Segjum okkur frá EES og hefjum frjálsa TVÍHLIÐA SAMNINGA við ESB.  Það eru fleiri fiskar í sjónum en ESB.  Tollabandalög NAFTA og svo eru markaðir víðar fyrir okkar afurðir.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.7.2009 kl. 09:35

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

10% Hagvöxtur í Kína. Er þá -5,5% samdráttur  í EU komin í -8 %? Icesave svikamillan er ok sem verður aldrei greitt en tryggir að meðal ráðstöfunartekjur þjóðarinnar verða umtalsvert lægri til langframa. Sjá IMF heimasíðu feb-mars. Tryggir veika samningsstöðu til langframa. Lánafyrirgreiðslur kosta. Heimurinn telur 6 milljarða og enn fjölgar. 

Júlíus Björnsson, 16.7.2009 kl. 12:52

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum Pollýönnu klappstýrum ESB aðildar á Íslandi. "Jón frímann", sem líklegast er með heilabú á við frímerki, segist hafa rennt yfir greinina í google. Þýðingar á google hljóta að vera orðið eittvað þunnar, því að á hrækjumálinu góða í Niðurlöndum, sem ég get lesið án þess að setja það í google,  er ekkert hægt að fá annað út úr frétt de Telegraaf en að Hollendingar séu til í að nota "aðild" Íslands að ESB veldinu, til að kremja skuldir glæpamanna sem störfuðu í Hollandi út úr Íslendingum. Þeir eru að setja kratabyssuna á gagnauga þeirra Íslendinga sem vilja inn í ímyndaða ESB-sælu. Vonandi vakna ESB bjálfarnir upp af vondum draum hið fyrsta.

Enginn fær neitt ókeypis í ESB. Ef menn halda að þetta sé góðgerðastofnun, eins og Egill Helgason og aukakílóin hans, þá komast þeir fljótt að öðru. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2009 kl. 20:49

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allir samnigar EU er hægt að lesa á netinu hjá EU í Brussel á fjölda tungumála. Það er mínar helstu heimildir ásamt heimasíðu IMF. 95% af málflutning hér á landi ber þess vitni að um eintómar væntingar sé að ræða. Það er óþarfi að vitna í skoðanir sem stangast á við grunn forsendur. Nú setja Norðmenn einir að mörkuðum utan EU og verð eftirsóttir ferðamenn þar í framtíðinni. Það er minnst þrjár hliðar á öllum málum. Losna líka við kostnaðinn af að halda úti EFTA. Ég er fullviss um að 99% Íslendinga hugsar ekki eins og yfirstéttin í EU. Ég veit að einstakir EU einangrunarsinnar gera það og vegna þess að persónulegar auðmagnsforsendur liggja að baki. Það er virðisaukinn sem verður eftir í landinu sem borgar alla menntun og velferðarkerfi 98% íbúa heimamarkaðarins. Út á það gengur samkeppni auðmagnsborga EU sem eiga að búa við jafna samkeppnigrunn netkerfa, hráefna, orku, flutninga, og fjármagns. Frjálsa umferð mannauðs meðan stöðug leiki er að nást út um allt meginlandið.

Óbeint eignarhald sníkjuauðmagnsins tryggir hámörkun skuldsetjaranna sem yfirþrælar þeirra kalla fjárfesta. Þetta hefur fylgt siðmenningu miðstýringarinnar frá upphafi sögunnar.

Júlíus Björnsson, 16.7.2009 kl. 22:31

11 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir góðan pistil Eyþór.

Jóhanna hefur ekki búist við þessari upp á komu.                                                    Nú fær hún  nóg að gera í þinginu við að berja þingmennina til hlýðni fyrir Æsseif afgreiðsluna..........það verður henni ennþá erfiðara en fyrir ESB

Ótrúlegt - en satt Jón Frímann!

Benedikta E, 19.7.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband