IBG YBG

Mér sýnist samkomulagið í Kaupmannahöfn binda ekkert ríki til að binda eða losa minna af gróðurhúsalofttegundum. Talað er um að ríki muni beita margvíslegum leiðum.

Ef við gefum okkur að ógnin af hlýnun sé raunveruleg og af mannana völdum eins og staðfest er af þjóðarleiðtogunum sem tóku þátt í ráðstefnunni hlýtur að vera undarlegt að þeir hafi ekki getað ákveðið leiðir að markmiðum sínum. 

Markaðir og umhverfið hafa verið í brennidepli en samt breytast hlutirnir hægt. Thomas L. Friedman orðar mögulega ástæðu vel í bók sinni "Flat, hot and crowded" þegar hann segir að hugsunin hjá þeim sem ráða sé oft byggð á "IBG YBG" (I´ll be gone - you´ll be gone). Kjörtímabilin eru af þeirri lengd að hagvöxtur til meðallangs og skemmri tíma gengur framar langtímajafnvægi. Þetta á bæði við um fjármálamarkaði og umhverfið. 

Svo eru aðrir sem halda fast við þá skoðun að hlýnun og kólnun sé háð öðrum og öflugri öflum en vélum mannana. Snjókoman í Köben og snjóbylurinn sem tók á móti Obama þegar heim var komið var vatn á þá myllu. - Já og svo er Eurotunnel lokað vegna þess að lestarnar stöðvuðust vegna kulda!

Reyndar er það svo að desember hefur verið með hlýjasta móti á Íslandi en kuldahret og met hafa verið víða. 


mbl.is Samkomulagið vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og svo stóðu þeir vísindamenn sem IPCC reiðir sig á uppi sem falsarar og svindlarar. hagræddu mæliniðurstöðum til að fá út rétta útkomu fyrir Al Gore.

Halldór Jónsson, 21.12.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæri frændi

Guð gefi þér og þínum gleðileg jól. Farsælt á nýtt ár.

Þakka samfylgdina á árinu sem er að líða.

Guð blessi ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband