AGS sem Intrum

Ísland er stofnaðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS/IMF) eins og fjölmörg önnur ríki. Sjóðurinn er eins konar viðlagasjóður fullvalda ríkja og er kallað til hans þegar efnahagslegar hamfarir eiga sér stað.

Hjálparstofnanir, björgunarsveitir og viðlagasjóðir eiga aldrei að vera misnotaðir í þágu þeirra sem eiga að aðild að viðkomandi stofnun.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað kemur það ítrekað upp að Íslandi er hafnað án skýringa eða rökstuðnings og afgreiðslu er frestað.

Það er ólíðandi að björgunaraðgerðum sé markvisst slegið á frest til að knýja Ísland til að gangast undir afarkosti. AGS skuldar skýringar.


mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sorglegasta við þetta er að núverandi stjórnvöld láta þessa stofnun draga sig á asnaeyrunum. Það er alltaf verið að bíða eftir afgreiðslu AGS og ekkert gert á meðan af viti. Það er vitað að við þurfum ekki aðstoð þeirra fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, ef við þurfum hana þá. Ríkisstjórnin á að leggja áherslu á að koma atvinnulífinu í gang, með öllum ráðum. Í stað þess virðist hún ætla að skattleggja okkur út úr vandanum, það vita allir sem eru svona allt að því með meðalgreind að það gengur alls ekki upp.

Það er orðið bráð nauðsynlegt að koma þessarri stjórn frá, við erum búin að lifa við stjórnakreppu síðan þessi stjórn tók við, þó það hafi ekki verið opinbert fyrr en í byrjun ágúst í fyrra. Við svo búið má ekki vera.

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Það er nokkuð broslegt að sjá okkar litla samfélag ritað sem stuðningsaðila í ýmsum samtökum.

AGS, NATO m.m.

Sumir þegnar þessa litla samfélags telur að hún sé betur sett í alþjólegri vernd EBS og að sameiginleg mynnt leysi óráðsíu okkar.

Hverig væri að hugsa eins og SJÁLFSTÆÐISMAÐUR og segja - við þurfum ekki að vera háð einum eða neimum aumingjastuðningi - við getum staðið sjálf sem sjálfstæð og stolt þjóð (þetta er því miður háð því að við hugsum sem ein heild en ekki sem arðræningjar þar sem hver hugsar um sig).

Þá gætum við sparað ótrúlegar upphæðir sem nú fara í að styðja samfélagsmorð um allar trissur í byggðu bóli í skjóli "##4%%$%/$%&"

Það var löngum svo að Íslendingar gengu oft mjög langt vegna þess að NATO m.m. lagði meira til okkar litla samfélags en við lögðum á móti - en nú er einstreymi á stuðningi - einungis frá okkur.

Því skulum við endurskoða okkar heimsstöðu - við getum staðið sem sjálfstæð þjóð og verðum að gera allt til þess að svo megi verða um ókomna framtíð.

Jón Örn Arnarson, 9.4.2010 kl. 12:49

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þjóð getur aðeins verið sjálfstæð og fullvalda að því gefnu að hún standi við og axli sýnar aþjóðlegu skuldbindingar.  Öll svik varðandi slíkar skuldbindingar munu að sjálfsögðu hafa ýmiskonar afleiðingar fyrir hið sama ríki og jafnvel enda þannig að ríkið missi sjálfstæði sitt og fullveldi.

Ríki getur aðeins verið sjálfstætt og fullvalda að því gefnu að önnur ríki og alþjóðasamfélagið líti svo á !

Eigi flókið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 14:58

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í skýrslu starfsmanna IMF 2005 er dregnir fram helstu gallarnir í efnahagstjórnunarfræðum Íslendinga í ljósi hárra þjóðarteknar á haus, ásamt kostum.  Þá er dregin fram niðurstaða sem byggist á því að gallarnar séu virtir eða teknir til greina, sem má túlka ágæta.

Hinsvegar jókst ekki neysluráðstöfunarkaupmáttur almennings frá útkomu skýrslunnar, 60% yngri hluti þjóðarinnar of skuldsettur í sköttum, vöxtum, og lífeyrissjóðbindingum, stækkaði. Fasteignaveðaverð héldu áfram að hækka með auknum hraða langt upp fyrir nýbyggingar kostnað.

Það þýðir að ef almenningur hér hefur ekki efni á að versla tækni og fullvinnslu frá öðrum ríkjum, hafa þau engan áhuga að halda upp vinnu hér á sama hátt.

Alþjóðgengisjöfnunarsjóðurinn tekur tillit til útflutnings og innflutnings verðmæta þegar hann stillir gengið, sem lándrottnar [EU] getur sætt sig við.

Ég tel Íslensk stjórnvöld ekki hafa þann þroska sem þarf til að eiga samskipti við aðrar þroskaðar þjóðir.

Allar þroskaðar þjóðir reyna að auka neysluráðstöfunartekjur sinna þegna og halda hýbýlakostnaði í lágmarki, auka innri hagnað með hærra þjónustustigi og eigin tækni og fullvinnslu. Enginn vill missa virðisaukann úr landi í formi fjárfestinga örfárra aðila. 

Það er takmörk fyrir öllu. Líka þolinmæði IMF.  

Júlíus Björnsson, 10.4.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband