Bruðlið burt!

Sveitarfélögin fóru í stórfelldar framkvæmdir og mikla skuldsetningu á uppgangsárunum. Þau voru ekki síður "2007" en fyrirtækin og heimilin.

Nú þegar tekjur lækka standa skuldirnar eftir. Það er því óhjákvæmilegt fyrir bæjarfélög að fara sem allra best með fé. - Gæluverkefni verða að heyra sögunni til.

Kostnaður við skólabyggingar hefur verið gríðarlegur en nú er komið að því að nota það sem best sem til er og huga betur að innra starfi skólanna.

Við sem skipum D-listann í Árborg viljum fækka bæjarfulltrúum úr 9 í 7, lækka skrifstofukostnað, blása af vanhugsaðar framkvæmdir og með þessu getum við lækkað álögur.

Í dag er útsvarið í hámarki í Árborg og fasteignagjöldin hæst yfir landið. Þetta teljum við óásættanlegt enda nóg lagt á heimili og fyrirtæki með sköttum ríkisins og vaxtakostnaði lánastofnanna.

Á morgunn er valið einfalt: X við V, S og B er trygging fyrir áframhaldandi stefnu. X merkt við D er ávísun á breytingar.


mbl.is Margir enn óákveðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það var nú ekki að heyra á fundinum í Hvítahúsinu í gær að þið hefðuð það á taktinum hverju væri hægt að breyta svona í fljótu bragði að auglýsa að seigja upp samningum við intrum er ávísun á lélegri innheimtur og þar með aukinn kostnað fyrir sveitarfélagið. það verða allir að greiða það sem þeim ber eða að semja um það en ekki að láta hlutina dánkast sem er alltof algengt og þegar það gerist þá fær intrum það til meðferðar. það er ekki ódýrara að ráða mann hjá sveitarfélaginu í þetta og það er ekki vinsælt að sá sem veitir þjónustuna sé að argast í að fá greitt fyrir hana þá verður þjónustan tvöfalt verri í upplifun þess sem hennar nýtur.

Gangi ykkur annars í samræmi við það sem þið leggið fram.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.5.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Stundum heyra menn verr það sem sagt er af frambjóðendum annara framboða. Það sem við höfum lagt áherslu á er að byrja á sjálfum okkur og fækka bæjarfulltrúum úr 9 í 7, lækka laun bæjarstjóra, minnka kostnað í stjórnkerfinu, forðast gæluverkefni og varast óþarflega dýrar fjárfestingar. Allt eru þetta einföld búhyggindi sem ég efast ekki um að þú takir undir.

Reyndar verð ég að hrósa ykkur framsóknarmönnum í Árborg fyrir skynsamar áherslur þegar þið hafið rætt um fjármálin og ekki síður það hugrekki frambjóðenda að viðurkenna það klúður sem orðið hefur á kjörtímabilinu. Það er virðingarvert að viðurkenna mistök sín og ég virði ykkur fyrir það.

Eyþór Laxdal Arnalds, 29.5.2010 kl. 07:32

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til Hamingju Eyþór og c/o með góðan og hreinann meirihluta,vona að þetta semþið settuð á oddin verið gert/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2010 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband