Ísland vann - nú þarf að fylgja málinu áfram

Sigur Íslands er fullnaðarsigur og mega þeir sem hafa staðið gegn Icesave samningunum vera stoltir af sínu verki. Davíð Oddsson gaf tóninn um að greiða ekki skuldir óreiðumanna. Það kom svo í hlut Ólafs Ragnars Grímssonar að kippa í neyðarhemilinn.

Heimsendaspár um "Kúbu norðursins" geta nú farið í annála með sögum Bakkabræðra. Þeir sem stóðu að því að láta Ísland gangast undir drápsklyfjar eiga sumir hverjir að biðjast afsökunar.

Eftir stendur að Bretar og Hollendingar beittu okkur ofríki. Þeir skulda okkur amk. afsökunarbeiðni.
Þarf ekki að skoða skaðabótakröfu á Breta sem settu á okkur hryðjuverkalög og einangruðu landið?


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Davíð Oddsson ! Var það ekki hann sem sagðist í frægri veislu eiginlega geta þakkað sér útrás bankanna og stýrði í veislunni ferföldum húrrahrópum vegna þessa veislugestir vor svo vel haldnir að þeir gátu ekki klappað með handfylli af krásunum?

En auðvitað er sigurinn Davíð að þakka!

Er merkjanlegur munur á stjórnmálaskoðunum og pólitískum veikindum?

Árni Gunnarsson, 28.1.2013 kl. 12:45

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Já það kemur altaf betur í ljós að Davíð hafði rétt fyrir sér og þeir sem sögðu nei við Svafarssamningi Ríkisstjórnarinnar það á ekki að taka alt sem sjálfsagðum hlut það sem Ríkisstjórn segir eða gjörir þó að maður kjósi viðkomandi til slíkra verka það þarf að halda þéi við verkin og sporna við þegar þess er þorf eins og Þjóðin gjörði og má þakka forseta fyrir vikið.

Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 12:48

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Árni. Davíð stóð þessa vakt frá A til Ö. Það áttu að vita og viðurkenna. Sigurinn er mörgum að þakka ekki síst þjóðinni sjálfri sem kaus af sér okið í tvígang. Ég þakka þeim sem unnu vel.

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.1.2013 kl. 13:25

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Davíð Oddson hvað...

Davíð Oddson ber ábyrgð á því að hafa sett eina Seðlabankann í Evrópu í gjaldþrot með því að dæla öllu fé bankanns í óreiðumenn. Fé úr almanna sjóðum sem nú er glatað að eilífu.

Fyrir utan það náttúrulega að hafa brotið gegn öllum samþykktum Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að selja bæri bankana í dreifðri eignaraðild. Það var DO sem valdi, þvert á samþykktir Landfundar, að selja dæmdum óreiðumönnum bankana með þekktum afleiðingum.

Það eru til lyf og það er líka hægt að leita sér aðstoðar við svona meðvirkni, Eyþór.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.1.2013 kl. 00:20

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Friðrik það var ekki án fórna að Neyðarlögin voru sett. Eitt af því var að gríðalegt tap var sett á Seðlabankann. Davíð Oddson hafði ekkert með það að gera. 

 Það er eins og blanda af Jóhönnu og Steingrími hafi hlaupið í þig á þessum sigurdegi. Veit ekki hvort það séu nein lyf til við því. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.1.2013 kl. 06:38

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frábið mér allar þínar leiðréttingar piltur minn. Það vildi svo til að ég var staddur á Íslandi og fylgdist afar vel með því sem gerðist. Og ef einhver hefur gleymt að segja þér það þá var það umræddur Davíð sem bar ábyrgð á því að Landsbankinn var afhentur vafasömum "kaupendum." Sem síðan "gleymdu" að greiða kaupverðið enda áttu þeir víst aldrei neina peninga á þeim tíma. Davíð Oddsson, viðskiptasnilld hans og pólitísks fóstbróður, Halldórs Ásgrímssonar varð upphaf glórulausasta fjármálasukks sem vitað er um í sögu vestrænna þjóða.

Þetta er ekki sigur Davíðs Oddssonar heldur björgun íslensku þjóðarinnar sem komst loks í land eftir langa hrakninga af völdum þess skelfilega ólánsmanns í pólitískum skilningi.

Árni Gunnarsson, 30.1.2013 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband