Fæðingarorlofið eykur frjósemi um 10% (?)

Fæðingartíðni í Evrópu er í sögulegu lágmarki með um 1,5 börn á hverja konu. Stefnir í að mörgum þjóðum fækki verulega á næstu árum. Rússum fækkar um 700 þúsund á ári og á Ítalíu er 1,2 börn á hverja konu. Á Íslandi er þessu öfugt farið. Það eru nokkur tíðindi ef fæðingarorlofið er að valda straumhvörfum í náttúrulegri fjölgun.Nýjust fréttir benda til þess að við séum að fjölga okkur með fæðingum, eða um 10%. Munar um minna.

 Til fróðleiks er hér niðurstaða könnunar á Ítalíu um ástæður þess að konur eignast ekki fleiri börn:

"...the more the father was involved in the chores of looking after the child and household, the more likely his wife was to want and have a second baby. The survey indicated that Italian men do little around the house - fewer than six per cent of mothers responded that their husbands "always" or "often" did household chores . Consequently many women cannot face the dual burden of going out to work and looking after an extra child. They have to give up one of those two options: they usually decide to sacrifice the extra child.

Kannski við karlmenn ættum að fara oftar út með ruslið og vaska meira upp, en ekki bara í fæðingarorlofinu?


mbl.is Fæðingarorlof feðra lengist og frjósemi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Sorglegt að foreldrarnir skulu ekki hafa raunverulegt val varðandi uppeldi á börnum sínum. Þar af leiðandi eru það uppeldisstofnanir sem ala upp komandi kynslóðir. Stefna sjórnmálanna er að styrkja uppeldisstofnanir enn frekar á kostnað uppeldis í heimahúsum.

Elías Theodórsson.

Elías Theódórsson, 7.3.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kanski,,en sumir þurfa kanski bara að sleppa því að fara í fæðingarorlof, nei ég bara segi svona.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 7.3.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband